{{ section.name }} Þjónustuver

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

{{ section.name }} Þjónustuver
Leitaðu að áfangastöðum eða að því sem þú vilt gera...

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Við höfum ferðast um allan heimin og erum því sérfræðingar þegar kemur að ferðalögum. Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig við að skipuleggja draumaferðina þína.

Febrúar

Borgarsýn yfir Kúbu

Bestu áfangastaðirnir í febrúar

Febrúar og við erum alveg komin með nóg af kulda, slyddu og snjó! Það er því komin tími til að fara úr úlpunni og halda af stað á vit ævintýranna. Í febrúar er að sjálfsögðu hægt að heimsækja klassíska áfangastaði eins og Tæland og Mexíkó en það er líka hægt að heimsækja fullt af öðrum spennandi áfangastöðum þar sem veðrið er töluvert hlýrra og betra.

Lestu áfram og sjáðu hvaða áfangastöðum við mælum með í febrúar og ef að engin þeirra hentar þér þá skaltu ekki hafa áhyggjur. Við sérhæfum okkur í að sérsníða ferðir eftir óskum viðskiptavina okkar svo hafðu samband við okkur og fáðu fría ráðgjöf. Ertu ekki að ferðast í febrúar? Kíktu á ferðadagatalið okkar HÉR.

Fá fría ráðgjöf

Svæði sem frábært er að ferðast til í febrúar

Hér getur þú séð þau svæði í heiminum sem er frábært að ferðast til í febrúar. Okkur langar þó að taka fram nokkra áfangastaði sem við mælum sérstaklega með en mundu, þetta eru einungis tillögur - við getum hjálpað þér að fara hvert sem þú vilt í febrúar.

KÚBA

Það er tilvalið að fara til Kúbu í febrúar þegar þurrkatímabilið er, einnig kallað La Seca. Þá er hitastigið líka gott þar sem meðalhitinn er á bilinu 17-24 gráður. Það er kaldar á næturna en það er um daginn svo vertu viss um að taka með þér peysu ásamt sundfötunum þínum. Í Kúbu er hámark ferðamannatímabilsins á milli desember og febrúar, svo það er skynsamlegt að bóka ferðina vel fyrirfram svo að einhver sé ekki að fara í draumaferðina þína í staðin fyrir þig!

Það er ódýrt að lifa á Kúbu en við mælum með að taka gjaldeyri út áður en þú leggur af stað til landsins. Þegar til Kúbu er komið er tilvalið að labba um gamla bæinn, synda í kristaltærum sjónum, fara í heimsókn í vindlaverksmiðju og taka þátt í Festival del Habano (stærsta vindlahátíð Kúbu).

Við mælum sérstaklega með eftirfarandi ferðum á Kúbu í febrúar

Gamlir bílar keyra eftir götu sem við standa litrík hús á Kúbu í febrúar

1. Stutt Kúbu stopp

Kúba iðar af lífi og hér í þessari 6 daga skipulögðu ferð getur þú upplifað allt það besta sem landið hefur upp á að bjóða. Havana, Santa Clara, Trinidad, dans, strönd og sól. Skoðaðu ferðina betur!

Skoða betur

 

2. Töfrandi taktar Kúbu

Dreymir þig um litríka drykki, salsapartí og rólegheitin á Kúbu, þá gæti þessi ferð verið nákvæmlega það sem þú ert að leita að!

Skoða betur

Strönd í Kúbu séð út um bílglugga í febrúar

3. Hringinn um Kúbu

Það er meira um að vera á Kúbu en bara vindlar og strendur. Í þessari ferð færðu að sjá það allt! Frábær 16 daga ferð sem fer með þig um eyjuna. Þú munt meðal annars læra að gera alvöru Mojito, dansa salsa, snorkla og fara í göngur.

Skoða betur

ÁSTRALÍA

Í Ástralíu er sumar þegar það er vetur hjá okkur sem gerir landið að fullkomnum áfangastað í febrúar!

Ástralía er risastór svo veðurfarið er misjafnt eftir því hvar þú ert. Í norðri er vanalega heitt allan ársins hring en því lengra suður sem þú ferð því kaldara verður það. Þegar við tölum samt um kulda í þessu samhengi þá erum við að ræða um meðalhita á bilinu 7-17 gráður. Á sumrin er meðalhitinn frá 17-31 gráðum í Perth (suðvesturströndin) og 18-26 gráðum í Sydney (suðausturströndin).

Afhverju að fara til Ástralíu í febrúar?

Alveg eins og á Nýja-Sjálandi er tilvalið að fara í road trip í Ástralíu! Við getum meira að segja hjálpað þér að finna réttan húsbílinn fyrir þig. Það er síðan ómissandi að prufa að surfa og kafa. Ef þig langar síðan ekki að keyra þá er tilvalið að kaupa svokallaðan "hop on hop off" rútupassa. Við getum líka aðstoðað þig við það.

Við mælum sérstaklega með eftirfarandi ferðum í Ástralíu í febrúar

Parísarhjól við hafið í Brisbane í Ástralíu í febrúar

1. Austurströnd Ástralíu

Austurströnd Ástralíu er mekka fyrir bakpokaferðalanga frá öllum heimshornum og það er ekki erfitt að skilja hvers vegna! Við höfum búið til ferðaáætlun þar sem þú færð að upplifa allt það besta á þessari vinsælu strandlínu.

Skoða betur

Hvít stranlengja á Fraser Island í Ástralíu í febrúar

2. Öll Ástralía

Ertu allt eða ekkert týpan? Hér hefur þú allt Aussie ævintýrið! Við höfum búið til ferðaáætlun þar sem þú færð að upplifa allt það besta sem Ástralía hefur upp á að bjóða, frá vestri til austurs um eyðimerkurhjartað mið-Ástralíu.

Skoða betur

 

NÝJA-SJÁLAND

Nýja-Sjáland er hinum megin á hnettinum fyrir okkur svo það sama gildir hér og fyrir Ástralíu, hér er sumar þegar við höfum vetur. Þess vegna er tilvalið að fara hingað í febrúar! Nýja-Sjáland samanstendur af tveimur stórum eyjum, Suðurey og Norðurey, og um 600 öðrum smærri eyjum. Þess vegna er veðurfarið mjög misjafnt eftir því hvar þú ert á landinu.

Á Norðurey finnur þú til dæmis Auckland og þar er veðurfarið milt og gott þar sem meðalhitinn er í kringum 17-24 gráður í febrúar. Í febrúar er sá tími árs þar sem sólin skín skærast og það rignir sem minnst.

Á Suðurey finnur þú til dæmis Christchurch og þar er verðurfarið aðeins kaldara en meðalhitinn þar er í kringum 12-22 gráður

Afhverju að fara til Nýja-Sjálands í febrúar?

Það er best að fara til Nýja-Sjálands á milli desembers og febrúars og áfangastaðurinn er fullkominn fyrir þá sem vilja fara í road trip og kanna landið. Ef þig langar síðan ekki að keyra sjálf/ur þá getum við aðstoðað þig við að finna rútupassa í staðin.

Við mælum sérstaklega með eftirfarandi ferðum á Nýja-Sjálandi í febrúar

Hver í Rotorua á Nýja-Sjálandi í febrúar

1. Road trip um Norðurey

Ertu tilbúin/n í tryllt road trip um Norðureyju Nýja-Sjálands? Á um það bil þremur vikum muntu sjá alla bestu staðina sem eyjan hefur upp á að bjóða (og treystu okkur, þeir eru margir)!

Skoða betur

 

2. Nýja-Sjáland og Cooks-eyjar

Þetta er ekki dæmigert bakpokaferðalag! Sameinaðu fallegu náttúruna og töfrandi landslag.

Skoða meira

3. Road trip um Norður- og Suðurey

Þetta sturlaða road trip mun leiða þig í gegnum allt það besta sem 2 aðaleyjar Nýja-Sjálands hafa upp á að bjóða á þremur vikum eða lengur. Við höfum sett inn nokkur af helstu stoppunum á þessari leið, en ef þú hefur meira en 3 vikur til að ferðast, þá er margt fleira sem þú getur séð!

Skoða betur

KAMBÓDÍA

Sjáðu fyrir þér paradís á hagstæðu verði! Þú liggur í hengirúmi á ströndinni með drykk í annari hendinni og horfir út á hvítan sandinn og kristaltært hafið. Hljómar vel ekki satt? Hljómar það ekki enn betur þegar við segjum að þú getir upplifað það fyrir lítið ráðstöfunarfé? Kambódía er ekki ríkt land en það er ríkt af menningu, matargerð, yndislegu fólki og fallegu umhverfi.

Ef þig langar að gista á einföldum og ódýrum stað þá getur þú leigt bungalow með sjávarsýn fyrir um 1000 ISK per nótt. Þú getur líka leigt bedda í gestahúsi fyrir rétt um 500 kall. Fyrir 500 kall getur þú líka farið í klukkutímanudd!

Hitastigið í febrúar er hátt og dásamlegt! Meðalhitinn er í kringum 27 gráður. Febrúar til apríl eru heitustu mánuðir ársins í Kambódíu svo þú ættir að geta sloppið vel frá kuldanum á Íslandi.

Kambódía er land Khmer matargerðarinnar sem er talin ein sú heilbrigðasta í heiminum en hún er einnig ein sú bragðgóðasta.

Afhverju að fara til Kambódíu í febrúar?

Í febrúar getur þú upplifað allt í Kambódíu. Þú getur heimsótt Angkor Wat hofið, skoðað fljótandi þorp eins og Ching Kneas og borðað dásamlega bragðgóðan mat.

Við mælum sérstaklega með eftirfarandi ferðum í Kambódíu í febrúar

Skógur í Siem Reap í Kambódíu í febrúar

1. Siem Reap & Angkor Wat

Þessi 3 daga ferð er hin fullkomna leið til að hefja ferðalagið þitt um Kambódíu þar sem þú ferð frá Bangkok til Siem Reap. Þú munt kanna Angkor Wat hofið og fara í hjólatúr um sveitina og sjá lífið í Kambódíu með öðrum augum.

Skoða betur

Angkor Wat hofið í Kambódíu í febrúar

2. Uppgötvaðu Kambódíu og Víetnam

Viltu upplifa Víetnam og Kambódíu ? Skelltu þér þá í þetta ævintýri um þessi tvö uppáhalds lönd bakpokaferðalanga.

Skoða betur

 

LANGAR ÞIG AÐ FERÐAST Í FEBRÚAR EN VEIST EKKI HVERT?

Engar áhyggjur! Við höfum sérþekkingu á þessu sviði og getum aðstoðað þig að skipuleggja ferð sem hentar þér fullkomlega. Bókaðu fría ráðgjöf hjá okkur og við getum byrjað að hanna ferðina þína. Ertu ekki að fara að ferðast í febrúar? Kíktu þá á ferðadagatalið okkar og veldu þann mánuð sem þig langar að ferðast í.

Bóka fría ráðgjöf

Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText

Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.