Í Kanada uppgötvar þú raunverulega merkingu orðsins "risastórt". Allt er stærra hérna. Stærri stöðuvötn, stærri fjöll, stærri vegir, þéttari skógar og meira dýralíf. Ef þú vilt ævintýri í náttúrunni, farðu þá til Kanada. Vegna þess hversu stórt landið er, er ráðlagt að ferðast um í húsbíl. Vegirnir eru líka hannaðir til þess. Þú munt sjá marga risastóra húsbíla keyra þessa vegi.
Flestir kanna Vestur-Kanada þar sem sá hluti landsins inniheldur flesta hápunkta og bestu vegina. Það neikvæða við það er að þetta svæði getur orðið svolítið upptekið þar sem það eru ekkert svo margir vegir og allir vilja sjá sömu hápunktana. En jafnvel þegar vegirnir eru fullir, ætti húsbílaferð um Kanada að vera á bucketlistanum.
Nokkur ráð:
- Hánnatími i Kanada er stuttur vegna veðurs: Í júlí og ágúst er veðrið fullkomið, en það vita það allir, þannig á þeim tíma verður rosalega mikið að gera. Þá þarf að bóka pláss á tjaldsvæðum með nokkurra mánaða fyrirvara. Júní er hins vegar fullkominn tími til þessað ferðast. Veðrið er í lagi og háannatíminn hefst ekki fyrr en 21.júní þannig þú getur komið þér þaðan áður en hjörðin mætir.
- Keyptu þjóðgarðapassa: Það er ódýrara en að greiða aðgangsgjald í hverjum og einum. Þessir passar gilda í eitt ár og er því hægt að finna passa sem eru enn í gildi á Ebay. Þegar þú hefur lokið þínu ferðalagi getur þú líka selt þinn.
- Gasbuddy app: Finndu næstu bensínstöð og berðu saman bensínsverð, allt í þessu appi.
Að leigja risastóran húsbíl: Það er gaman, en það þarf aðeins að venjast því en maður nær því nokkuð fljótt. Aftur á móti mælum við ekki með því að leggja þessum í stæði ein/n. Þú vilt bókað hafa ferðafélaga til að hjálpa þér að við það.
Við höfum hannað tvær frábærar húsbílaferðir í Kanada, önnur fer með þig austur, en hin vestur.
Stoppaðu hér:
- Vancouver: Ein skemmtilegasta borg í heimi! Að stoppa ekki hér í nokkra daga ætti að teljast ferðaglæpur.
- Emerald Lake: Annar mjög vinsæll ferðamannastaður, en af góðri ástæðu. Emerald Lake er staðsett í Yoho þjóðgarðinum (sem er hápunktur út af fyrir sig). Þú getur gengið þar í kring, farið á kajak eða kafað en passaðu þig, vatnið er kalt.
- Vegurinn frá Banff til Jasper: Þessi 300km akstur er ótrúlegur!. Þetta er einn fallegasti vegur í heimi og sama hversu margir eru að ferðast á sama tíma og þú, er bókað þess virði að keyra hann.
