{{ section.name }} Þjónustuver

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

{{ section.name }} Þjónustuver
Leitaðu að áfangastöðum eða að því sem þú vilt gera...

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Við höfum ferðast um allan heimin og erum því sérfræðingar þegar kemur að ferðalögum. Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig við að skipuleggja draumaferðina þína.

Road trip eftir þjóðvegi 1


Brú yfir strönd á þjóðvegi 1 í usa
Sjá sem lista

Lengd

15-17 dagar

Byrjar í / Endar í

San Francisco - Los Angeles

Áfangastaður

USA

Besti tíminn til að fara

Allt árið um hring

Viltu vita meira?
Það gerist ekki betra. 800 km stútfullir af frábærum borgum í ótrúlegri náttúru. Farðu í ferðalag um Bandaríkin eftir þjóðvegi 1 meðfram strönd Kaliforníu og heimsóttu San Francisco, Santa Cruz, Big Sur og Los Angeles.

Langar þig í stutt, en sætt ævintýri meðfram vesturströnd Bandaríkjanna, sem fangar alla stemninguna sem Kalifornía hefur upp á að bjóða? Við höfum búið til ævintýri frá San Francisco og niður þjóðveg 1 til Los Angeles. Þú gætir alveg keyrt þessa leið á einum degi... en hvað er skemmtilegt við það? Í þessari ferðaáætlun höfum við bent á alla bestu staðina til að stoppa á meðfram ströndinni. Í þessu road tripi munt þú fara framhjá Santa Cruz, Monterrey Bay, Santa Barbara, Malibu og Santa Monica bara til að nefna nokkra staði.

Við höfum sett inn húsbílaleigu fyrir þessa ferð en þú getur breytt honum í bíl ef þú vilt, valið er þitt! Það er líka gott að hafa í huga að þú sért með góða ferðatryggingu þegar þú leigir bíl erlendis. Við getum aðstoðað þig við það!

Hvernig eru KILROY road trip?

Við hvetjum alltaf KILROY ferðalanga til að vera forvitna. Ekki keyra bara til að keyra. Stoppaðu þar sem þú getur, farðu niður þröngu hliðargötuna og ekki festast bara í húsbílnum. Kynnstu nýju fólki og kynntu þér nýjar leiðir til að gera hlutina. Kannaðu og vertu opin/n fyrir breytingum - það er þá sem ævintýrin gerast

*Frá verð á mann, miðað við 2 einstaklinga sem ferðast saman eldri en 25 ára. Hafðu samband við okkur ef þú ert aðeins yngri en það - það er ekkert vandamál!

Innifalið
  • Flug til San Francisco og heim frá Los Angeles
  • Gisting í 3 nætur í San Francisco
  • Húsbílaleiga í 10 daga (með tryggingu)
  • Gisting í 3 nætur í Los Angeles
  • Bókunargjald
  • Ráðgjöf hjá ferðasérfræðing
Ekki innifalið
  • Ferðatrygging (en við getum aðstoðað þig við kaup á slíkri)
  • One way gjald (175 USD + local tax)
  • Máltíðir
  • Afþreyingar
alt

Hannaðu þína eigin ferð

Vilt þú ferðast um heiminn á þinn eigin hátt? Svona gerir þú það:

  1. Þú setur upp draumaferðina þína.
  2. Við finnum bestu og hagstæðustu valmöguleikana.
  3. Þú færð persónulegt mat ferðasérfræðings.

Við sjáum til þess að ferðaplanið þitt sé ekki út í hött og að þú fáir sem mest út úr peningnum þínum er við deilum okkar ferðareynslu. Þetta er þér allt að kostnaðarlausu og því fylgir engin skuldbinding!

Byrjaðu að hanna þína ferð

1. Ferðaáætlunin: Þjóðvegur 1

Heim - San Francisco - Santa Cruz - Monterey Bay - Big Sur - Hearst Castle - Morro Bay - Santa Barbara - Malibu - Santa Monica - Los Angeles - Heim

Mundu að þetta er aðeins ferðatillaga fyrir stóru ferðina. Ef þú vilt fá aðstoð við að hanna road tripið að þínum þörfum þá skaltu skrifa okkur og fá fría ráðgjöf. Og eitt enn! Þegar þú ferð í road trip er gott að vera með góða ferðatryggingu, við getum aðstoðað þig við kaup á slíkri.

2. San Francisco

Ferðin byrjar í fallegu San Francisco, þar sem hippar og fjármálamenn búa hlið við hlið. Borgin er full af mótsögnum, litríkum persónuleikum, menningu, flottum veitingastöðum og notalegum hverfum. Hér finnur þú fjármálahverfi, hippabæ, China Town og Japan Town! Alcatraz er líka þess virði að heimsækja áður en þú hoppar inn í húsbílinn og byrjar road tripið. Mundu bara að panta miða með góðum fyrirvara, treystu okkur - þeir verða uppseldir!

3. Santa Cruz

Santa Cruz er oft nefnd sem ein af surfhöfuðborgum Bandaríkjanna, svo vertu viss um að skella þér niður á strönd og prufa að surfa. Skoðaðu líka "The Mystery Spot" þar sem þyngdaraflið virðist ekki virka sem skyldi. Göngugöturnar í eru líka fullar af skemmtilegu andrúmslofti, stórkostlegum sjávarréttaveitingastöðum og hrjótandi sæljónum!

4. Monterey Bay

Ef þú vilt sjá sæljón og otra undir berum himni ættir þú að fara til Fisherman's Wharf þar sem þau liggja oft í sólinni á steinum í kringum höfnina. Ef þú ert aðdáandi víns geturðu heimsótt eina af mörgum vínekrum Kaliforníu.

5. Big Sur

Big Sur þjóðgarðurinn er sannkallaður ferðamannastaður. Vegurinn í gegnum garðinn liggur meðfram stórkostlegu strandlandslagi sem einkennist af fallegum ströndum, sæljónum, sea elephants og einum merkasta fossi svæðisins - McWay Falls.

7. San Simeon, Hearst Castle og Morro Bay

San Simeon er þekkt fyrir hinn magnaða Hearst-kastala, smíðaður af fyrrum fasteigna mógúlnum, William Randolph Hearst, og San Luis Obispo þar sem þú getur leigt dune buggy! Vertu viss um að gefa þér einnig tíma til að skoða sjávarfallalaugarnar og sjávarlífið í San Simeon. Endaðu dvöl þína á svæðinu í Morro Bay , litlum strandbæ, áður en þú ferð lengra niður með ströndinni.

8. Santa Barbara

Santa Barbara er einnig þekkt sem „ameríska rívíeran“. Hér getur þú farið í hvalaskoðun, farið á vikulegan lista- og handverksmarkað eða farið í bjórsmökkun í einu af mörgum brugghúsum á staðnum. Þú ættir líka að fara á ströndina þar sem þú getur leigt kajak eða surfbretti! Í borginni er einn flottasti framhaldsskóli í Kaliforníu, svo strandbærinn er unglegur.

9. Santa Monica og Los Angeles

Síðasta stoppið í þessari ferðaáætlun er Los Angeles. Við höfum innifalið 3 nætur á uppáhalds hostelinu okkar á Venice Beach, svo þú getur annað hvort ákveðið að skila bílnum og kanna umhverfið gangandi, á hjóli eða rafmagnshlaupahjóli. En ef þú vilt fara stærri vegalengdir í borginni til dæmis til að skoða nokkur af tískusvæðunumm eins og Beverly Hills og Hollywood, þá væri bíll betri lausn. Ekki missa af útsýninu frá Griffith Observatory, þar sem þú munt fá stórkostlegt útsýni yfir borgina. Hvort þú vilt fara heim eftir LA eða halda ferðinni áfram er undir þér komið, við hjálpum þér sama hvað þú vilt gera.

Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText

Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.