{{ section.name }} Þjónustuver

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

{{ section.name }} Þjónustuver
Leitaðu að áfangastöðum eða að því sem þú vilt gera...

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Við höfum ferðast um allan heimin og erum því sérfræðingar þegar kemur að ferðalögum. Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig við að skipuleggja draumaferðina þína.

Brúðkaupsferðir

Hjón í brúðkaupsferð erlendis að hoppa út í sjóinn af kletti

Fyrir nýgift hjón er brúðkaupsferð tækifæri til að slaka á, jafna sig eftir brúðkaupsundirbúninginn og fagna ást sinni á fallegum áfangastað. Þó að sum pör kjósi kannski að eyða brúðkaupsferð sinni á afslappandi stað eins og á ströndinni, eru önnur pör sem vilja miklu frekar fara í kraftmikla brúðkaupsferð þar sem nóg er um að vera. Önnur vilja síðan drekka í sig alla menningu á áfangastaðnum. Ef þú ert að skipuleggja brúðkaupsferð erlendis þá getum við aðstoðað ykkur með það til að létta undir undirbúninginn. Við tókum því saman aðeins meiri upplýsingar um þessa þrjá flokka af brúðkaupsferðum; rómatískar, kraftmiklar og menningarlega brúðkaupsferðir.

Rómantískar brúðkaupsferðir

sólsetur á ströndinni á Balí þar sem fólk getur notið þess að fara í rómantíska brúðkaupsferð

Rómantískar brúðkaupsferðir eru fullkomnar fyrir hjón sem vilja slaka á og eyða gæðastund saman í afslappandi umhverfi. Það er ekkert grín að skipulegga brúðkaup, sama hversu stórt eða smátt það er. Þegar brúðkaupinu er lokið er síðan tilvalið að verðlauna sig og halda af stað í rómantíska brúðkaupsferð og slaka á.

Maldíveyjar eru einn vinsælasti áfangastaðurinn fyrir rómantískar brúðkaupsferðir, með kristaltærum sjó, hvítum sandi og fullt af skemmtilegum gistimöguleikum. Pör geta notið eyjalífsins, farið í paranudd og snorklað eða kafað í tærum sjónum.

Annar vinsæll áfangastaður fyrir rómantíska brúðkaupsferð er Balí. Æðislegt umhverfi, gróskumikill frumskógur og fallegar strendur. Balí býður bæði upp á hefðbundnar gistingar, heilsulindir og villur með einkasundlaug, þar sem pör geta slakað á og notið náttúrufegurðar eyjunnar. Það er svo fátt sem slær út rómantískum kvöldverði við sólarlagið á Balí.

Mexíkó er annar frábær valkostur fyrir rómantíska brúðkaupsferð, með fallegum ströndum, kristaltærum sjó og miklum menningararfi. Pör geta skoðað fornar Maya rústir, heimsótt nýlenduborgir eins og Oaxaca eða Guanajuato, eða einfaldlega slakað á á óspilltum ströndum. Mexíkó býður einnig upp á lúxusdvalarstaði og heilsulindir, þar sem pör geta notið margs konar þæginda.

Fá fría ferðaráðgjöf

Kraftmiklar brúðkaupsferðir

Hjón í krafmikilli brúðkaupsferð erlendis að klifra niður kletta í sundfötum

Ef ykkur finnst leiðinlegt að hanga á sundlaugarbakkanum og viljið mikið frekar vera á ferðinni og upplifa eitthvað nýtt þá gætu krafmiklar brúðkaupsferðir verið eitthvað fyrir ykkur!

Finnst ykkur gaman að hjóla, fara í gönguferðir, langar ykkur að læra að surfa eða fara í fitnessbúðir? Við getum hjálpað ykkur að setja saman hina fullkomnu brúðkaupsferð þar sem þið getið upplifað nýja hluti, lært eitthvað nýtt og komið adrenalíninu af stað. 

Nýja-Sjáland er kjörinn áfangastaður fyrir ævintýraleg pör þar sem þið finnið fallega jökla, vötn og strendur. Ef þið viljið smá adrenalínkick þá getið þið meira að segja skellt ykkur í fallhlífastökk!

Annar frábær áfangastaður fyrir hjón sem vilja vera aktív í fríum er Kosta Ríka. Þar getið þið farið í zip-lining, prufað river rafting, kajaksiglingar og surf. Kosta Ríka er líka heimili fallegra þjóðgarða og friðlanda, þar sem pör geta farið í gönguferðir og séð framandi dýralíf.

Suður-Afríka er annar frábær áfangastaður. Þið getið til dæmis gengið upp á Table Mountain eða Lion's Head í Höfðaborg, farið í safarí til að sjá "The big 5" eða farið í road trip meðfram Garden Route. Hér er líka hægt að skella sér í teygjustökk fyrir þau sem þora!

Fá fría ferðaráðgjöf

Menningarlegar brúðkaupsferðir

veggmyndir í egyptalandi sem fólk getur skoðað í menningarlegri brúðkaupsferð

Eruð þið par sem elskið að uppgötva nýja menningarheima, borða spennandi mat og kanna nýja áfangastaði? Þá eru menningarlegar brúðkaupsferðir eitthvað fyrir ykkur! 

Það að fara í menningarlega brúðkaupsferð þýðir ekki að þið munið eyða allri ferðinni á söfnum eða sýningum, heldur frekar að þið munið uppgötva nýja menningu á áfangastöðum sem þið hafið ekki farið til áður. 

Balí er falleg indónesísk eyja, rík af menningu og töfrandi náttúrufegurð. Hjón geta skoðað forn musteri, notið hefðbundinna danssýninga, prófað staðbundna matargerð og slakað á á fallegum ströndum. Balí er einnig þekkt fyrir einstaka listir og handverk, eins og flókinn tréskurð og fallegan batik vefnað.

Mexíkó er síðan land með bæði fjölbreytta menningu og heillandi sögu. Hjón geta heimsótt fornar rústir, eins og Maya-musterin í Chichen Itza. Einnig getið þið skoðað nýlenduborgir eins og Oaxaca eða San Miguel de Allende sem eru þekktar fyrir fallegan arkitektúr og lifandi listasenur. Og auðvitað er engin ferð til Mexíkó án þess að prófa ljúffenga lókal matargerð, halló tacos!

Við getum einnig mælt með Marokkó en það er er Norður-Afrískt land sem hefur verið undir arabískum, berba- og evrópskum áhrifum. Hjón geta skoðað iðandi medinas (gömul markaðstorg), borgir eins og Marrakech og Fez, prúttað um vörur í soukunum (markaðir) og slakað á í fallegum riads (hefðbundin marakkósk hús). Einnig er hægt að skoða fornar rústir eins og Volubilis eða skoðað fallegu Sahara eyðimörkina. Marokkósk matargerð er líka hápunktur, þar sem réttir eins og tagine og kúskús veru algjört must.

Fá fría ferðaráðgjöf

Langar ykkur að fara í brúðkaupsferð erlendis?

Brúðkaupsferðir erlendis bjóða upp á fjölbreytt úrval valkosta fyrir nýgift hjón, hvort sem þau vilja slaka á, skoða nýja menningu eða njóta ævintýralegrar upplifunar. Það er hægt að velja úr ótalmörgum áfangastöðum svo það er mikilvægt að finna brúðkaupsferð sem hentar ykkar óskum og áhugamálum. Brúðkaupsferðir hafa enga ákveðna tímalengd, það fer allt eftir því hversu lengi ykkur langar að vera á ferðalagi. Hvort sem það er vika eða mánuður eða jafnvel nokkrir mánuðir þá getum við hjálpað ykkur með að finna hina fullkomnu áfangastaði sem henta ykkur. Sama hvert þið farið þá er brúðkaupsferðin tækifæri til að fagna ást ykkar og búa til minningar sem endast alla ævi. Skrifaðu okkur ef ykkur vantar aðstoð við að plana brúðkaupsferð.

Fá ráðgjöf

Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText

Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.