Við trúum því að brúðkaupsferðin þín eigi að geyma ógleymanlegar upplifanir, minningar og reynslu. Það er því vel þess virði að byrja að skipuleggja tímanlega - og við vitum um alla bestu áfangastaðina!
Fá fría ráðgjöf
Hvort sem þig langar að slappa af á rómantískum áfangastað, upplifa nýja menningarheima eða vera á ferðinni þá getum við sett saman þína fullkomnu brúðkaupsferð. Kannski langar ykkur að læra að surfa á meðan þið ert á Balí? Eða jafnvel skella ykkur í göngu með ástinni. Við höfum tekið saman nokkrar frábærar tillögur að brúðkaupsferðum sem við brjótum niður í þrjá flokka: rómantískar brúðkaupsferðir, kraftmiklar brúðkaupsferðir og menningarlegar brúðkaupsferðir.
Mundu þó að þetta eru aðeins okkar tillögur að fullkomnum ferðum. Við getum skipulagt draumaferðina þína þótt þú finnir hana ekki hér í þessum tillögum. Ef þér líst síðan á þessar ferðir en ert ekki að fara í brúðkaupsferð þá skaltu ekki hafa áhyggjur! Þú þarft ekki að vera nýbúin/n að gifta þig til að upplifa heiminn svo við getum aðstoðað þig líka.
Komdu til okkar og fáðu fría ráðgjöf frá reyndum ferðaráðgjafa því það er nógu stressandi að skipuleggja brúðkaup svo leyfðu okkur að sjá um að skipuleggja brúðkaupsferðina!
Fá fría ráðgjöf