
Balí er eyja sem tileyrir Indónesíu og þar ríkir hindúismi. Balí hefur upp á ótalmarkt að bjóða. Þar er að finna stórfenglegar strendur sem eru tilvaldar til þess að læra að sörfa, heillandi hof, frábæra veitingastaði og yndislega jóga tíma eða námskeið.
Fá fría ferðaráðgjöf
SURBÚÐIR

Þú ferð ekki til Bali án þess að prófa að surfa, það er bara þannig! Enda var þessi vika ein af uppáhalds vikunum mínum í allri heimsreisunni. Við kynntumst svo mikið af frábæru fólki, lærðum að surfa, spiluðum leiki, fórum út öll kvöld og borðuðum svoo góðan mat.
Eins og ég hef komið inná áður þá er ég mjög sjóhrædd. Þannig að enn og aftur þá var þetta ekki auðvelt fyrir mig. En mér tókst að stand upp á brettinu, surfa ofan á öldunum og hvolfa mér undir RISA öldur (skítstressandi!).
Svo má jú auðvitað ekki gleyma að ég datt örugglega 150 sinnum, fékk heilu lítrana af sjóvatni upp í nef og munn, og svo tókst mér að klessa á greyið Tómas og meiða hann.
Mér leið best hjá litlu öldunum, ég stóð mig líka bara vel þar. Þægindaramminn myndu kannski einhverjir segja en ég held bara að ég hefði aldrei komist alla leið út í sjóinn í gegnum allar þessar öldur. Þetta virkar nefnilega þannig að þú þarft að hvolfa þér með brettið og þannig ferðu í gegnum ölduna. Ef það virkar ekki þá máttu búast við ótal heljarstökkum og að skjótast til og frá með brettinu ofan í sjónum, og fóturinn þinn er fastur við brettið. Þið skiljið líklegast ekkert hvað ég er að reyna að segja, en gaman að þessu! :)
Surfbúðir á Balí

Við vorum alltaf á brettinu!

En já, skelltu þér í surfskóla! Það er mjög skemmtilegt og svo kynnistu fullt af nýju skemmtilegu fólki.
ROAD TRIP - HRÍSGRJÓNAAKRAR OG KAFFISMÖKKUN

Það er mjög gaman að ferðast á milli staða á vespu en ef þið ætlið að leigja vespu þá verð ég að segja ykkur að fara varlega! Umferðin þarna er sturluð. Við sáum svo marga útmarna eftir að hafa dottið á vespunni.

Við fórum í road trip á vespunni til Ubud og skoðum hrísgrjónaakur og fórum í kaffismökkun.

Við skoðuðum Tegallalang hrísgrjónaakurinn sem var gullfallegur EN þetta var einum of mikill túristastaður fyrir minn smekk. Það var bókstaflega troðið af fólki og ég hef ekkert rosalega gaman af því.


Sama dag fórum við síðan í kaffismökkun sem var mjög skemmtilegt fyrir okkur kaffisjúklingana! Það var líka mjög gott að komast hingað í ró og drekka gott "kúkakaffi" með þetta útsýni.

MATURINN Á BALÍ - HVAR ER GOTT AÐ BORÐA?


Það er MUST að fara á Avocado Factory ef þú ert í Canggu. Vá svo gott! Myndirnar ættu að geta sannfært ykkur um það.

The Mocca í Canggu er líka frábær!

Kynd Community í Canggu er líka einn frábær Instagram vænn staður eins og þið sjáið!
Gott ráð: Fáðu þér GO-JEK appið! Við notuðum það óspart á Balí. Þar er hægt að kaupa allt frá nuddi, mani & pedi, mat og þú getur meiri að segja látið þá fara í búð fyrir þig.
BALÍ NÆST...

Ég get alveg hugsað mér að þegar ég fer næst til Balí þá færi ég í jógaskóla, það er eitthvað sem ég er búin að vera með á heilanum í langan tíma. En þá verð ég að fara að rifja upp gamla takta þegar ég var góð í að spara pening og byrja að plana þann draum!
Næst höldum við til Fiji, fylgist með!
Þar til næst!
