{{ section.name }} Þjónustuver

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

{{ section.name }} Þjónustuver
Leitaðu að áfangastöðum eða að því sem þú vilt gera...

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Við höfum ferðast um allan heimin og erum því sérfræðingar þegar kemur að ferðalögum. Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig við að skipuleggja draumaferðina þína.

Arna Petra - 24 dagar í Afríku: Þriðji hluti!

Menn á bátum í Botsvana

Arna Petra skellti sér í heimsreisu með KILROY og deilir með okkur sínum ferðalögum

Ég heiti Arna Petra Sverrisdóttir og er 21. árs stelpa sem elskar að ferðast um heiminn, taka fínar myndir, kynnast fólki og prófa allskonar nýja hluti. Ég er fædd og uppalin á Íslandi en draumurinn hefur alltaf verið að vera allt annars staðar en á klakanum og sá draumur rættist þegar ég fór í mína fyrstu heimsreisu með KILROY. Þá var sko ekki aftur snúið skal ég segja ykkur!

Í dag bý ég í Svíþjóð og er alltaf að vinna í að plana næstu ferð… Mér finnst að allir eiga að skella sér í allavega eina svona ferð, vegna þess að þetta er eitthvað sem þú munt aldrei gleyma og aldrei sjá eftir. Það er ekkert skemmtilegra en að ferðast, sjá aðra menningarheima, prófa nýjan mat og upplifa alls konar vitleysu á ferðalaginu.

Mér þykir ótrúlega gaman að fá að deila með ykkur nokkrum ferðasögum frá ferðalaginu mínu. Fyrst förum við til Dúbaí, og núna förum höldum við aftur með ferðina í Afríku, en ekki gleyma að lesa hluta eitt og hluta tvö áður.

Hafa samband

Kort af leiðinni sem er farin í Afríkupakkanum

AFRÍKA

Afríka er heimsálfa sem býður upp á svo ótalmarga möguleika! Þar er hægt að skoða ótrúlegt dýralíf, klífa Kilimanjaro,slappað af á ströndinni í Zanzibar og fara í sjálfboðastarf. Það er líka ómissandi að skoða Viktoríufossa. Ef þú ert meira fyrir fornar söguslóðir þá er Egyptaland landið fyrir þig þar sem þú getur skoðað píramídana Giza og Luxor. Við erum ekkert að ýkja þegar við segjum að þessi heimsálfa mun standa undir öll þínum væntingum og meira til. Það er þess vegna sem að Arna fór í 24 daga ævintýraferð frá Höfðaborg í Suður-Afríku.

Ævintýraferðin sem Arna fór í hefst eins og fyrr segir í Höfðaborg en þaðan er farið eftir vesturströndinni og áfram til Namibíu, Okavango deltunnar, Simbabve, Viktoríufossa, Botsvana og Jóhannesarborgar. Í ferðinni er meðal annars farið í kanóferð á Orange River, slappað af á ströndinni í Swakopmund, Etosha þjóðgarðurinn heimsóttur þar sem farið er í safarí, Viktoríufossarnir skoðaðir og Matobo þjóðgarðurinn sóttur heim. Þetta er einungs brota brot af því sem er upplifað í ævintýraferðinni sem Arna fór í. Við gefum henni orðið.

Afríkuferðin

EIN HÆTTULEGASTA DÝRATEGUND JARÐAR Í BOTSVANA 

Báturinn sem Arna og hópurinn sigldu á í Afríku

Í lok síðustu færslu áttum við okkar síðasta dag í Namibíu. Því næst lá leiðin til Botsvana. Við hoppuðum upp í bát til að komast yfir á eyjuna sem við vorum að fara að gista á næstu tvær nætur. Á leiðinni sáum við örugglega um 10 flóðhesta en flóðhestar eru ein hættulegasta dýrategund jarðar enda eru þeir um 3 tonn og hefðu auðveldlega geta hvolft bátnum okkar. Líkurnar á því voru sem betur fer ekki miklar.

Tómas í tjaldbúðunum í Botsvana

Við mættum loksins á eyjuna eftir skemmtilega bátsferð og viti menn…. Það biðu okkar uppsett tjöld með rúmum! Við þurftum ekki að tjalda í þetta skipti. Allir voru svo glaðir, þetta var nú meiri lúxusinn!

Flóðhestaspor í þurri leðju

Þessi flóðhestaspor voru beint fyrir utan tjaldið okkar og okkur var því ráðlagt að fara ekki út á nóttunni. En auðvitað ef maður skyldi vakna í spreng þá varð maður bara að fara út en með því skilyrði að fara ekki ein/n. Ég sagði við sjálfa mig að það væri ekki í boði að vakna, þannig ég svaf bara eins og steinn.

Hópurinn hennar Örnu á kanóum í Botsvana

Arna Petra á kanó í Botsvana

Næsta dag hófum við daginn á því að ferðast með Mokoro yfir á aðra eyju þar sem farið var í Game-walk.

Hópurinn hennar Örnu labbar á graslendi í Botsvana

Game-walk er það sama og Game-drive nema þú ferð fótgangandi að leita að villtum dýrum. Rétt eftir að við vorum komin á eyjuna sáum við LJÓN í um sirka 60 metra fjarlægð frá okkur! Maður stífnaði allur upp og allir þurftu að hafa hljóð… Ímyndið ykkur tilfinninguna að vera fótgangandi og sjá ljón beint fyrir framan nefið á ykkur! Enda var Guidinn okkar alveg að missa sig úr gleði yfir að hafa fengið að sjá ljón fótgangandi í annað sinn á sínum 5 ára starfsferli. 

Tómas í bát á Okavango ánni með sólsetrið í bakgrunn

Svo horfðum við á sólsetrið yfir Okavango ánni.

ELEPHANT SANDS

Eftir heimsókn í pínulitla þorpið, Chanoga, þar sem við hittum heimafólk og heimsóttum meðal annars barnaskóla og sjúkrahús lá leiðin til Elephant Sands.

Fílar á Elephant Sands að nóttu til

Eins og vanalega áttum við að setja upp tjaldið okkar þegar við komum á áfangastað, en í þetta skipti var mjög mikilvægt að hafa nógu mikið bil á milli tjaldanna og helst upp við runna svo fílarnir kæmust alveg örugglega á milli tjaldanna! Seinna um kvöldið þegar við vorum að borða saman þá allt í einu eru bara tveir fílar mættir. Það heyrðist ekkert í þeim! En þeir löbbuðu bara framhjá okkur og fóru beint í vatnið sem var þarna rétt hjá.

SIMBABVE

Áfram héldum við frá Elephant Sands og yfir til Simbabve. Þegar við mættum á næsta stopp gátum við valið um að fara í allskonar afþreyingar. Við ákváðum að fara í river rafting, nudd og svo fórum við hópurinn út að borða samana um kvöldið á mjög skemmtilegum stað. 

Ég var dregin í river rafting og ótrúlegt en satt þá var ég mun stressaðri yfir því frekar en fallhlífarstökkinu. Ég hef bara alltaf verið mjög hrædd þegar kemur að vatni eða sjó og ekki nóg með það þá var mjög mikill straumur og krókódílar í ánni!

Nuddstofa í Afríku

Nuddari í Afríku

Við skelltum okkur síðan í nudd, okkur var sagt að við værum að fara í spa en þetta tók á móti okkur. Allt mjög vinalegt og opið. Við elskuðum þetta!

Tómas og Arna úti að borða í Simbabve

Um kvöldið fórum við svo á mjög skemmtilegum veitingarstað þar sem við fengum slæður utan um okkur og trommur til að spila á. Þar var auðvitað sungið og dansað fram á rauða nótt!

VIKTORÍUFOSSAR

Viktoríufossar í Simbabve

Tómas og Arna við Viktoríufossa í Afríku

Að sjálfsögðu er ekki hægt að fara til Simbabve án þess að skoða Viktoríufossana sem liggja á milli Zamibíu og Simbabve. Ótrúleg upplifun og sjúklega fallegt.

BLESS AFRÍKA!

Þá er komið að leiðarlokum hjá okkur í Afríku en ég mæli hiklaust með þessari ferð. Við vörðum síðasta kvöldinu í að rifja upp skemmtilegustu minningarnar úr ferðinni og það var svo gaman að heyra hvað hinum í hópnum þótti eftirminnilegast, af því að ég var greinilega búin að steingleyma svo mörgu. Það er mjög erfitt að velja eitthvað eitt, en það sem stóð mest upp úr að mínu mati var:

Höfðaborg

Fallhlífarstökkið

Að heimsækja skólann og krakkana í Chanoga þorpinu

Að sofa úti undir stjörnubjörtum himni

Að hlaupa niður Big Daddy sandfjallið

Að sjá ljón

Að standa við hliðina á nashyrning

Öll kvöldin saman með hópnum

Eftir langa keyrslu komum við loksins til Jóhannesarborgar, með enga gistingu! Við tókum þá ákvörðun að borða með krökkunum og fara svo upp á völl og gista bara á gólfinu þar. Ekkert vera að gera það neitt, pantið frekar gistingu! En ef þið nýtið ykkur afsláttinn hér efst í færslunni, á  meðan hann gildir, fáið þið fría gistingu í eina nótt eftir að ferðinni líkur!

GÓÐ RÁÐ

Áður en ég loka Afríku kaflanum okkar langaði mig að gefa ykkur nokkur góð ráð ef þið hafið áhuga á sömu ferð og ég er búin að vera að fjalla um.

1. Þegar maður er í pakkaferð með svona stórum hópi þá er lang skemmtilegast að reyna að vera opinn og kynnast fólkinu sem þú ert að fara að vera með næsta mánuðinn! Þó að þið séuð kannski fjórir íslendingar saman eða jafnvel bara tveir, trúið mér það gerir ferðina svo miklu skemmtilegri.

2. Muna eftir góðum svefnpoka og silkisvefnpoka.

3. Taktu með þér mikið af moskítóspreyi!

4. Mundu eftir höfuðljósinu, það er ekkert gaman að tjalda í myrkri án þess.

5. Mundu líka eftir moskítónetinu.

6. Hafðu í huga að afþreyingar sem eru ekki tilteknar í ferðinni kosta aukalega, eins og til dæmis fallhlífarstökk.

7. Það er mjög sniðugt að kaupa millimál til að hafa alltaf með sér. Það líður oft langur tími á milli máltíða.

8. Mikilvægt er að taka frá pening/þjórfé fyrir leiðsögumanninn í ferðinni sem verður vonandi jafn frábær og okkar var.

Næst höldum við til Sri Lanka, fylgist með!

Þar til næst!

Arna Petra undirskrift

FYLGSTU MEÐ FERÐALAGINU HENNAR ÖRNU

Á komandi vikum mun Arna deila með okkur fleiri skemmtilegum reynslusögum og myndum frá heimsreisunni hennar með KILROY. Fylgstu með á www.kilroy.is/blogg og á miðlunum hennar Örnu sem má finna hér:

Bloggið hennar Örnu

Instagramið hennar Örnu

alt

Hannaðu þína eigin ferð

Vilt þú ferðast um heiminn á þinn eigin hátt? Svona gerir þú það:

  1. Þú setur upp draumaferðina þína.
  2. Við finnum bestu og hagstæðustu valmöguleikana.
  3. Þú færð persónulegt mat ferðasérfræðings.

Við sjáum til þess að ferðaplanið þitt sé ekki út í hött og að þú fáir sem mest út úr peningnum þínum er við deilum okkar ferðareynslu. Þetta er þér allt að kostnaðarlausu og því fylgir engin skuldbinding!

Byrjaðu að hanna þína ferð

Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText

Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.