{{ section.name }} Þjónustuver

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

{{ section.name }} Þjónustuver
Leitaðu að áfangastöðum eða að því sem þú vilt gera...

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Við höfum ferðast um allan heimin og erum því sérfræðingar þegar kemur að ferðalögum. Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig við að skipuleggja draumaferðina þína.

Arna Petra - 24 dagar í Afríku: Annar hluti!

Arna Petra í fallhlífarstökki

Arna Petra skellti sér í heimsreisu með KILROY og deilir með okkur sínum ferðalögum

Ég heiti Arna Petra Sverrisdóttir og er 21. árs stelpa sem elskar að ferðast um heiminn, taka fínar myndir, kynnast fólki og prófa allskonar nýja hluti. Ég er fædd og uppalin á Íslandi en draumurinn hefur alltaf verið að vera allt annars staðar en á klakanum og sá draumur rættist þegar ég fór í mína fyrstu heimsreisu með KILROY. Þá var sko ekki aftur snúið skal ég segja ykkur!

Í dag bý ég í Svíþjóð og er alltaf að vinna í að plana næstu ferð… Mér finnst að allir eiga að skella sér í allavega eina svona ferð, vegna þess að þetta er eitthvað sem þú munt aldrei gleyma og aldrei sjá eftir. Það er ekkert skemmtilegra en að ferðast, sjá aðra menningarheima, prófa nýjan mat og upplifa alls konar vitleysu á ferðalaginu.

Mér þykir ótrúlega gaman að fá að deila með ykkur nokkrum ferðasögum frá ferðalaginu mínu. Fyrst förum við til Dúbaí, og núna höldum við aftur með ferðasöguna í Afríku. Hér getið þið lesið fyrsta hlutann og þriðja hlutann.

Hafa samband

Kort af leiðinni sem er farin í Afríkupakkanum

AFRÍKA

Afríka er heimsálfa sem býður upp á svo ótalmarga möguleika! Þar er hægt að skoða ótrúlegt dýralíf, klífa Kilimanjaro,slappað af á ströndinni í Zanzibar og fara í sjálfboðastarf. Það er líka ómissandi að skoða Viktoríufossa. Ef þú ert meira fyrir fornar söguslóðir þá er Egyptaland landið fyrir þig þar sem þú getur skoðað píramídana Giza og Luxor. Við erum ekkert að ýkja þegar við segjum að þessi heimsálfa mun standa undir öll þínum væntingum og meira til. Það er þess vegna sem að Arna fór í 24 daga ævintýraferð frá Höfðaborg í Suður-Afríku.

Ævintýraferðin sem Arna fór í hefst eins og fyrr segir í Höfðaborg en þaðan er farið eftir vesturströndinni og áfram til Namibíu, Okavango deltunnar, Simbabve, Viktoríufossa, Botsvana og Jóhannesarborgar. Í ferðinni er meðal annars farið í kanóferð á Orange River, slappað af á ströndinni í Swakopmund, Etosha þjóðgarðurinn heimsóttur þar sem farið er í safarí, Viktoríufossarnir skoðaðir og Matobo þjóðgarðurinn sóttur heim. Þetta er einungs brota brot af því sem er upplifað í ævintýraferðinni sem Arna fór í. Við gefum henni orðið.

Afríkuferðin

SWAKOPMUND - ÉG HOPPAÐI ÚT ÚR FLUGVÉL

Fólk að skrá sig í fallhlífarstökk í Afríku

Við mættum til Swakopmund og fórum beint í að skrá okkur í fallhlífarstökk næsta dag. Það var alls ekki á planinu að hoppa út úr flugvél einhversstaðar í Afríku í pínkuponsulitlum bæ, en málið var að við vorum nánast öll úr hópnum að fara að gera þetta þannig við gátum bara alls ekki sleppt því.


Næsta dag klukkan tvö vorum við sótt og við fórum á skrifstofu fyrirtækisins, sem sérhæfir sig í að henda fólki út úr flugvél í 10.000 feta hæð… En við mættum þangað til að borga og skrifa frá okkur lífið ef til þess skyldi koma. Ég hef aldrei í mínu fimm ára sambandi séð Tómas (kærastinn minn) svona stressaðan, það sást langar leiðir að hann vildi ekkert gera þetta.

Arna Petra í búningi fyrir fallhlífarstökk

Komin í gallann! Eruð þið að sjá þennan litla geimfara? Ég myndi seint klæðast þessu aftur en hvað gerir maður ekki til að hoppa út úr flugvél:)

Þegar ég átti að fara að hoppa þá var ég ennþá að bíða eftir stress tilfinningunni sem ég var svo viss um að ætti eftir að hellast yfir mig, en hún kom síðan aldrei. Ég var bara sjúklega spennt!

Arna Petra og maðurinn sem hoppaði með henni

Það tók um 15 mínútur að komast upp í 10.000 fet, en á leiðinni upp þá voru allir bara að leggja sig! Nema flugmaðurinn auðvitað. Jæja, svo vöknuðu þeir loksins og byrjuðu að undirbúa sig og svo opnuðu þeir hurðina. Mjög skrítnar aðstæður að vera í flugvél með opna hurð. Kristófer (strákurinn sem hoppaði með mér) hoppaði og svo hoppaði ég rétt á eftir. Tilfinningin var ólýsanleg!!! 

Arna Petra í fallhlífarstökki

Ég hoppaði út úr flugvél, ég var í lausu lofti, ég var að fljúga!

Arna Petra í fallhlífarstökki

Þegar fallhlífin hafði opnast þá fór ég að reyna mitt besta til að losna við krampana í kinnunum (ef það er hægt að kalla það það) en ég gat bara ekki hætt að hlæja og brosa! 

Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu og ég mun 100% gera þetta aftur!

SPITZKOPPE - HVAÐ VAR ÉG AÐ BORÐA!

Sólsetrið við Spitzkoppe

Daginn eftir löbbuðum við upp Spitzkoppe til að horfa á sólsetrið öll saman. Þetta var eitt fallegasta sólsetur sem ég hef séð held ég bara!

Arna Petra í Spitzkoppe

Fólk að labba niður fjall í Spitzkoppe

Eruð þið að sjá hvað þetta er fallegur staður? Þetta er eins og málverk! En þarna voru allir á hlaupum niður áður en það kæmi myrkur.

Varðeldur í Spitzkoppe

Þetta sama kvöld var enginn venjulegur kvöldmatur í boði. Við borðuðum Oryx sem er ein tegund af Antilópu. Ég var ekkert sérstaklega stolt af því, en ég meina… Mér hefur alltaf fundist gaman að prófa eitthvað nýtt. Ég er alin upp við það að smakka alltaf og prófa það sem er í boði og það var sko alls ekki í boði að vera matvondur á mínu heimili!

Að mínu mati hvet ég alla til að prófa nýjan mat þegar þið eruð á ferðalagi. Það þarf alls ekki að vera kjöt, heldur aðallega matur sem þú ert kannski ekki vön/vanur að borða, eitthvað nýtt sem lætur þig upplifa og mun svo seinna meir minna þig á staðinn. Ekki vera hrædd/ur að prófa eitthvað nýtt því maturinn er upplifun út af fyrir sig þegar maður ferðast um heiminn:)

ETOSHA - ÉG SÁ LJÓN

Frá Spitzkoppe héldum við til Etosha þjóðgarðsins í safarí. Það sem mig langaði sem allra mest að sjá voru ljón. Wyatt leiðsögumaðurinn okkar hristi bara hausinn, enda mjög ólíklegt að við myndum sjá þau. Hann sagði að ef við myndum rekast á ljón þá værum við mjög heppin. Og hvað skeði... Það fyrsta sem við sáum í þjóðgarðinum voru ljón!

Sólsetur í Etosha þjóðgarðinum

Kvöldinu var síðan varið upp við svokallað River Front þar sem dýrin safnast saman til að fá sér vatn að drekka. Þetta útsýni var svo fallegt og sólsetrið... VÁ! Himininn bleikur, þrumur og eldingar inn á milli og þarna stóðum við bara og biðum eftir dýrunum.

Sebrahestarnir komu fyrstir og stuttu seinna kom einn nashyrningur, fíll og gíraffar! Og þarna stóðum við bara með galopinn munn og biðum eftir að sjá fleiri dýr. Þetta var eins og í eitthverju ævintýri! 

Josefine að taka myndir af dýrum í safarí í Afríku

Myndirnar af dýrunum eru teknar af henni Josefin Flygare (@josefinflygare). Hún er algjör snillingur og tók þessa STÓRU myndavél með sér allt sem hún fór. VÁ hún er með svo gott auga og ég vona að þið gefið ykkur tíma til að skoða allar þessar sturluðu myndir.

Mynd af ljónum í Afríku sem Josefin Flygare tók

Sebrahestar við vatnsból í Afríku

Antílópur í Afríku

Gíraffi á sléttum Afríku horfir í myndavélina hennar Josefin

Fíll á graslendi í Afríku

Flóðhestur að kíkja upp úr vatni í Afríku

SEINASTI DAGURINN Í NAMIBÍU

Dagurinn fór í það að keyra á næsta áfangastað, Ngebi camp! Skyndilega fór maður að taka eftir því hvað allt fór að snöggbreytast. Eftir að hafa verið  á mjög þurru svæði þar sem allt var í sandi og nánast enginn gróður… og yfir í að ALLT varð grænt og mikið af vatni. Þið vitið hvað það þýðir… Fleiri moskító og skordýr og þá enn fleiri moskítóbit... Við elskum það! 

Tjaldbúðir í Namibíu

Tjöldin okkar voru staðsett alveg upp við þessa á sem var full af krókódílum og flóðhestum. Ég var skítstressuð um að vakna um nóttina til að þurfa að pissa, vitandi það að ég gæti mætt flóðhesti á leiðinni! En þetta var æðislegt tjaldsvæði og við áttum svo skemmtilegt kvöld öll saman.

Ég held áfram að segja ykkur frá Afríkuferðinni okkar í næstu færslu, fylgist með!

Þar til næst!

Arna Petra undirskrift

FYLGSTU MEÐ FERÐALAGINU HENNAR ÖRNU

Á komandi vikum mun Arna deila með okkur fleiri skemmtilegum reynslusögum og myndum frá heimsreisunni hennar með KILROY. Fylgstu með á www.kilroy.is/blogg og á miðlunum hennar Örnu sem má finna hér:

Bloggið hennar Örnu

Instagramið hennar Örnu

alt

Hannaðu þína eigin ferð

Vilt þú ferðast um heiminn á þinn eigin hátt? Svona gerir þú það:

  1. Þú setur upp draumaferðina þína.
  2. Við finnum bestu og hagstæðustu valmöguleikana.
  3. Þú færð persónulegt mat ferðasérfræðings.

Við sjáum til þess að ferðaplanið þitt sé ekki út í hött og að þú fáir sem mest út úr peningnum þínum er við deilum okkar ferðareynslu. Þetta er þér allt að kostnaðarlausu og því fylgir engin skuldbinding!

Byrjaðu að hanna þína ferð

Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText

Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.