
Ef þú sérð fyrir þér hvítar strendur, pálmatré, kristaltæran sjó og fallega fossa þá hefur þú rétt fyrir þér! Í þessari hitabeltisparadís finnur þú fullkomnar aðstæður fyrir friðsælt frí á ströndinni ásamt fjölda af spennandi upplifunum eins og að kafa eða sörfa. Þar sem Fiji samanstendur af yfir 300 eyjum er eyjahopp frábær leið til þess að kanna landið.
Fá fría ferðaráðgjöf
EYJAHOPP

Eftir stutt stopp í Sydney fórum við til Fiji í 6 daga eyjahopp og pöntuðum coconut pakkann hjá KILROY og vorum þá með sér herbergi og mat innifalinn í pakkanum.
Eitt sem ég VERÐ að taka fram ef þú ert að fara í þennan pakka er að muna eftir að taka með þér snakk, nammi og orkustykki líka!
Eyjarnar sem við heimsóttum:
– White Sandy Beach
– Long Beach
– Beachcomber
Eyjahopp á Fiji

HALLÓ FIJI
Þegar þú mætir til Fiji tekur heimafólk á móti þér syngjandi og spilandi á Ukulele… hversu krúttað??!
Við vorum mætt frekar seint til Fiji þannig að við ákváðum að fara beint í kvöldmat á hótelinu, Smugglers Cove. Við borðuðum kvöldmat úti og á miðju útisvæðinu var lítil strönd þar sem fólkið sat í litlum hring og söng með heimafólkinu.
Okkur leið svo velkomin!!

Þegar við pöntuðum okkur Fiji pakkann gerðum við það í sitthvoru lagi og þegar við áttum að leggja af stað á fyrstu eyjuna kom í ljós að við vorum ekkert að fara á sömu eyjuna…
Þannig að enn og aftur þurftum við að kveðja þessa vitleysinga!
WHITE SANDY BEACH

Þá héldum við Tómas okkar leið á fyrstu eyjuna, White Sandy Beach.
Þar var auðvitað tekið á móti okkur með söng og starfsfólkið var YNDISLEGT!
Þau lögðu öll nöfnin á minnið sem gerði upplifunina svo mikið persónulegri! Það er eitthvað við það þegar fólk kann nafnið manns, ég þarf að fara að æfa mig í því! Ég gleymi öllum nöfnum 🙄

Við eyddum dögunum okkar á ströndinni…


Þegar við vorum ekki á ströndinni þá vorum við hér inni að kúra og horfa á Grey’s Anatomy. Við áttum það svo mikið inni að taka því bara rólega, liggja í sólabaði, horfa á þætti og sofa lengi.
Það var engin dagskrá og liggur við ekkert að gera sem var mjög gott en á sama tíma mjög skrítið eftir mjög mikla keyrslu seinustu mánuði.
HONEYMOON BEACH

Starfsfólkið sagði okkur að taka smá göngutúr á svokallaða Honeymoonströnd sem var þarna rétt hjá. Við fórum í stutta göngu yfir lítið fjall og þar var þessi gullfallega strönd sem við höfðum út af fyrir okkur.

Við komum okkur fyrir þar, syntum í sjónum og horfðum svo á sólina setjast.
LONG BEACH

Á leið á næstu eyju…

Þessi eyja var fullróleg og í hreinskilni sagt þá var ekki mikið hægt að gera. Svo við vorum mest megnis í hengirólunum annað hvort að spjalla eða lesa. Þetta var voða kósý.

Við vorum frekar óróleg hérna, í stað þess að njóta bara að vera komin alla leiðina til Fiji, af því að við vorum svo spennt að fara til Bandaríkjanna - sem var síðasta stoppið okkar í heimsreisunni!
Ég vil bara minna ykkur á að það er allt í góðu að slaka á og gera ekki neitt þótt maður sé á ferðalagi! Það eru margir sem vilja meina að maður eigi alltaf að vera á fullu en það er líka gott að minna sig á að það þarf bara alls ekki alltaf.
Við náðum að minna hvort annað á það og komum úthvíld til Bandaríkjanna, síðasta stoppinu okkar, eftir þessa Fiji ferð!
BEACHCOMBER

Á seinasta eyjahoppinu fengum við að hitta ferðafélagana okkar, Hrönn & Óskar ❤
Við vorum farin að sakna þeirra mikið….
Við gistum á eyjunni, Beachcomber í aðeins eina nótt og þar var sko bar!
Við fórum auðvitað beint þangað. Óskar & Hrönn fóru upp á svið og dönsuðu fyrir framan fólkið á eyjunni HAHA!
Brjálað stuð á Fiji krakkar…

Núna er þetta skemmtilega verkefni með KILROY á enda.
Það er búið að vera svo gaman að fara í gegnum alla heimsreisuna og hvað þá með ykkur hér á KILROY blogginu.
Ég vil bara þakka ykkur kærlega fyrir að lesa um ferðalagið mitt og allt það skemmtilega sem því fylgdi. Ég vona bara að þetta eigi eftir að hjálpa ykkur að skipuleggja draumaferðina.
Svo er gott að minna á að ferðalög eru bæði upp og niður…alveg eins og einhverskonar rússíbani en bara viiiirkilega skemmtilegur!
Njóttu í botn kæri ferðalangur! Ég er viss um að þú átt eftir að elska þetta ævintýri alveg jafn mikið og ég gerði og geri enn.
Knús,

Arna Petra tekur yfir Instagram reikning KILROY mánudaginn 28. október næstkomandi þar sem hún svarar spurningum um heimsreisu sína og gefur góð ferðaráð. Fylgið okkur á Instagram (@kilroyiceland) og fylgist með!