{{ section.name }} Þjónustuver

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

{{ section.name }} Þjónustuver
Leitaðu að áfangastöðum eða að því sem þú vilt gera...

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Við höfum ferðast um allan heimin og erum því sérfræðingar þegar kemur að ferðalögum. Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig við að skipuleggja draumaferðina þína.
Podgorica Montenegro Aerial City View
Podgorica Montenegro Millenium Bridge

Ferðir til Podgorica

Ólíkt flestum öðrum Evrópulöndum snýst allt í Svartfjallaland um útivist frekar en borgir. Í landinu búa um 650.000 íbúar og það eru engar raunverulegar stórborgir en höfuðborgin Podgorica kemst hvað næst því en hún er virkilega skemmtileg ásamt því að vera aðgengileg frá ströndinni. Þótt þú finnur ekki mikið af sögulegum stöðum, byltingarkenndum arkitektúr eða Instagram-vænum stöðum, þá er borgin full af veitingastöðum og skemmtilegum kaffihúsum og börum.

Fá fría ferðaráðgjöf

Hvað er Korzo?

Áður en þú heimsækir Podgorica ættir þú að vita um "korzo", en þær finnast um allan Balkanskagann og ekki síst í Svartfjallalandi. Korzo er göngugata, staður þar sem þú röltir fram og til baka til að sjá fólk eða láta sjá þig, en hugtakið lýsir einnig ákveðnu ástandi - hópi af fólki sem safnast hefur saman á einum stað. Þú getur ekki komist hjá því að upplifa korzo ef þú stefnir á Njegoševa, göngugötuna sem er nefnd eftir hetju og leiðtoga Montenegrin, Njegoš og Hercegovačka, þar sem heimamennn rölta upp og niður og spjalla við vini og kunningja sem þeir rekast á. Meðfram þessum þröngu götum finnur þú nóg af kaffihúsum, veitingastöðum, bakaríum og verslunum. Hér er líka tilvalið að smakka vínin frá Svartfjallalandi en í Podgorica er að finna stærsti vínframleiðanda Svartfjallalands, Plantaže, sem framleiðir virkilega góðu vínin Vranac og Krstač.

Það besta í Podgorica

Í kringum þessar heillandi göngugötur munt þú sjá byggingar stjórnvalda og þjóðleikhúsið. Aðeins lengra frá Morača ánni geturðu farið yfir Millennium brúnna sem var reist árið 2005, aðeins ári fyrir sjálfstæði Svartfjallalands. Önnur falleg nýbygging er dómkirkjan, Cathedral of the Resurrection of Christ. Veggir hennar eru skreyttir með helgimyndum og gólfið er úr marmara. Framkvæmdir við kirkjuna hófust árið 1993 og lauk árið 2013.

Það þarf þó ekki að fara langt til að sjá skuggalegar byggingar kommúnista í útjaðri borgarinnar en flestar byggingar í Podgorica eru byggðar eftir seinni heimsstyrjöldina þar sem bærinn var sprengdur og því getur verið erfitt að átta sig á því að Podgorica getur státað sig af 1.000 ára sögu.

Ég vil vita meira

Samgöngur í Podgorica

Podgorica er með alþjóðaflugvöll þar sem flogið er allan ársins hring, þar með talið daglegt flug frá Belgrad. Höfuðborgin er einnig tengd öllum öðrum bæjum Svartfjallalands og sunnan við Podgorica er hægt að skoða Skadar þjóðgarðinn með óviðjafnanlegu fuglalífi og klaustrum frá miðöldum. Það er best að ferðast um borgina með strætó en frá Bar við ströndina er hægt að fara alla leiðina til Belgrad. Sú leið er ótrúlega falleg ferð um gljúfur og fjöll.

Ekki láta framhjá þér fara...

  • Að smakka Vranac og Krstač vínin
  • Að sjá Millenium brúnna
  • Að njóta lífsins við Njegoševa götuna
  • Að upplifa fossana við Cijevna ánna nálægt Podgorica

Lestu meira um Balkanskagann

Sjá fleiri ferðablogg
alt

Hannaðu þína eigin ferð

Vilt þú ferðast um heiminn á þinn eigin hátt? Svona gerir þú það:

  1. Þú setur upp draumaferðina þína.
  2. Við finnum bestu og hagstæðustu valmöguleikana.
  3. Þú færð persónulegt mat ferðasérfræðings.

Við sjáum til þess að ferðaplanið þitt sé ekki út í hött og að þú fáir sem mest út úr peningnum þínum er við deilum okkar ferðareynslu. Þetta er þér allt að kostnaðarlausu og því fylgir engin skuldbinding!

Byrjaðu að hanna þína ferð

Afþreyingar í Podgorica

Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText

Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.