Legðu af stað og uppgötvaðu fegurð og andrúmsloft Balkanlandanna! Skelltu þér í göngu- eða hjólaferð í gegnum lifandi þorp þar sem villiblóm vaxa upp úr hverri skoru á jörðinni. Farðu í river rafting á milli fjalla eða í eyjahopp þar sem þú getur tekið sundsprett í kristaltæru hafinu. Njóttu þess að hlusta á lifandi tónlist á iðandi torgum og fáðu þér kaffibolla á kósí kaffihúsum. Labbaðu á milli spennandi bása á matarmörkuðum sem eru umkringdir fallegum arkitektúr. Balkanskaginn er áfangastaður sem er frábær þegar þú ert að leitast eftir fersku ævintýri!
Fá fría ráðgjöf
Balkanskaginn er hluti af Evrópu en með óvæntu andrúmslofti. Þar getur þú upplifað nýja hluti og eldri sögu á sama tíma. Þrátt fyrir að vera ekki langt í burtu er Balkanskaginn mörgum ókunnugur. Þetta er svona "ég trúi ekki að það er að finna svona fallega náttúru og skemmtilega menningu í Evrópu" dæmi. Ferðalag um Balkanskaga er fyrir þá sem elska að kanna nýja staði og elska andstæður.
Hvað og hvar?
Vestur-Balkanskaginn er frábær staður til að hefja ferðalagið þitt. Þar finnur þú fyrrum 6 ríki Júgóslavíu: Bosníu og Hersegóvínu, Króatíu, Svartfjallaland, Norður Makedóníu, Serbíu og Slóveníu. Öll ríkin eru nú sjálfstæð og með einstaka sögu! Í nágrenninu er einnig að finna Albaníu sem eitt sinn var einangraðasta land Evrópu rétt eftir seinni heimstyrjöldina.
Ég vil vita meira
Gerðu það mesta úr þinni ferð til Balkanskagans
Kostnaðurinn við það að lifa, samgöngukostnaður og matarkostnaður er mikið lægri á Balkanlöndunum en á mörgum öðrum stöðum í Evrópu sem þýðir að þú munt eiga meiri pening eftir fyrir allskonar afþreyingar. Á þessum löndum kemur það sér virkilega vel þar sem þú munt klárlega vilja nýta þér tækifærin sem þér bjóðast í ferð þinni.
Vestur-Balkanskaginn eru samanþjappaður svo það þýðir bara eitt... roadtrip! Auðvitað getur þú líka farið bara til einstakra landa en afhverju ekki að nýta tækifærið fyrst þú verður á svæðinu. Hoppaðu um borð í strætó, lest eða leigðu þinn eigin húsbíl. Það er tiltölulega auðvelt að ferðast um og þrátt fyrir að almennings samgöngurnar eru ekki yfirgripsmiklar er að finna ýmsar leiðir (sérstaklega um fjöllin) sem gera það vel þess virði að ferðast með þeim. Ef þú velur að ferðast frekar um með bíl mundu þá bara að heimamenn gætu haft aðeins öðruvísi túlkanir á umferðarreglunum en þú... en það er bara hluti af sjarmanum!
Fá fría ráðgjöf
Matur á Balkanlöndunum
Á svæðinu er að finna mikið af heimaræktuðu grænmeti, kryddjurtum og berjum en einnig hefur Balkanskagin neinstaka ást á grilluðu kjöti - miklu kjöti! Veitingastaðirnir meðfram vegunum, sérstaklega í Serbíu, Svartfjallalandi og Bosníu og Hersegóvínu eru fullkomnir til þess að smakka lókal góðgæti og kynnast heimafólki.
Svo ekki bíða lengur og farðu að kanna Balkanskagann!
Fá fría ráðgjöf