{{ section.name }} Þjónustuver

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

{{ section.name }} Þjónustuver
Leitaðu að áfangastöðum eða að því sem þú vilt gera...

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Við höfum ferðast um allan heimin og erum því sérfræðingar þegar kemur að ferðalögum. Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig við að skipuleggja draumaferðina þína.

Brúðkaupsferð til Perú og Ekvador


Brúðkaupsferð til Perú og Ekvador - Maður í bátsferð að sýna giftingarhringinn sinn
Sjá sem lista

Lengd

18 dagar

Tegund ferðalags

Brúðkaupsferð

Áfangastaður

Galapagoseyjar og Machu Picchu í Perú

Verð frá

1.115.300 ISK á mann

Viltu vita meira?
Þessi ferð sameinar tvo einstaka áfangastaði í einni stórkostlegri upplifun. Galapagoseyjar bjóða upp á ótrúlegt dýralíf, tærar strendur og snorkl í heimsklassa á meðan Machu Picchu og Inca stígurinn veita djúpa innsýn í sögu og menningu Suður-Ameríku. Ferðin hentar vel fyrir félagsfiðrilda brúðkaupsferðalanga sem vilja upplifa náttúru, menningu og hreyfingu í góðum félagsskap.

 

Ferðin er skipulögð sem hópferð með öðrum einstaklingum og reyndum leiðsögumanni, sem gerir ferðalagið bæði öruggt og þægilegt. Um leið gefst ykkur svigrúm til að njóta augnablikanna saman og skapa minningar sem endast ævina.

Fá fríða ferðaráðgjöf

 

Innifalið
  • Öll flug með tösku
  • Hópferð um Galapagoseyjar
  • Hópferð upp Inca stíginn að Machu Picchu
  • 16 morgunverðir
  • 4 hádegisverðir
  • 4 kvöldverðir
  • Leiðsögumaður
  • Þjónustgjald
  • Ráðgjöf hjá ferðaráðgjafa
Ekki innifalið
  • Tryggingar, en við getum aðstoðað þig við kaup á slíkum
  • Máltíðir aðrar en þær sem eru nefndar
  • Gistingar aðrar en þær sem eru nefndar, en við getum aðstoðað við kaup á slíkum
  • Afþreyingar aðar en þær sem eru nefndar, en við getum aðstoðað við kaup á slíkum

1. Dagur 1: Quito, Ekvador

Komið er til Quito í Ekvador og ferðin hefst hvenær sem er dagsins. Borgin liggur hátt yfir sjávarmáli og nýtur milds loftslags allt árið. Á heiðskírum degi má sjá snæviþakta eldfjalla tinda í kringum borgina. Quito sameinar fallegt landslag, ríka sögu og vel varðveittan nýlendubæ sem gerir borgina að einstaklega áhugaverðum upphafspunkti ferðarinnar.

2. Dagar 2-3 Quito og Galapagoseyjar

Snemma morguns á degi 2 er flogið til Galapagoseyja. Við komu er haldið upp í hálendið á Santa Cruz eyju þar sem gefst tækifæri til að sjá risaskjaldbökur í sínu náttúrulega umhverfi. Þaðan er haldið áfram til Puerto Ayora þar sem kvöldið er frjálst og hentar vel til að njóta fyrsta kvöldsins á eyjunum.

Dagur 3 hefst með göngu frá Puerto Ayora að Tortuga Bay, fallegri hvítri sandströnd. Þar er farið í kajakferð og gefst tími til að snorkla og synda í tærum sjónum áður en haldið er aftur til bæjarins. Síðdegis er heimsótt Charles Darwin rannsóknarstöðin þar sem hægt er að sjá Galapagos skjaldbökur og ígúönur og fræðast um verndun dýralífs eyjanna.

3. Dagur 4: Snorkl á Galapagoseyjum

Fyrri hluti dagsins er frjáls á Santa Cruz eyju. Seinnipart dagsins er siglt með hraðbát til Floreana eyju. Við komu er komið sér fyrir á lóköl gistiheimili sem rekið er í samvinnu við nærsamfélagið. Þeir sem vilja geta farið í sund eða snorkl við Black Beach og notið rólegs andrúmslofts eyjarinnar.

4. Dagar 5-7: Náttúra og frjáls tími

Að morgni á degi 5 er gengið meðfram svörtum sandströndum að Loberia þar sem tækifæri gefst til að synda og snorkla. Síðdegis er farið í leiðsögn um hálendi Floreana eyju sem er sjaldan heimsótt og býður upp á aðra hlið á náttúru Galapagoseyja.

Á degi 6 er haldið af stað með hraðbát til Isabela eyju. Þar er farið í gönguferð að útsýnisstað yfir Sierra Negra eldfjallið sem er eitt það virkasta á eyjunum og býr yfir næststærsta gíg heims. Að göngunni lokinni er farið í hjólaferð niður brekkur eldfjallsins. Seinni part dagsins er frjáls tími og hægt að bæta við valfrjálsri afþreyingu á ströndinni.

Á degi 7 er morguninn frjáls á Isabela eyju og tilvalið að nýta hann í valfrjálsa afþreyingu. Síðdegis er farið í kajakferð og snorkl við Tintoreras þar sem hægt er að sjá hvítodda riffhákarla, pelíkana, fregatfugla og jafnvel skötur og sjaldgæfa Galapagos mörgæs.

5. Dagur 8-9 Farið aftur til Quito

Að morgni á degi 8 er heimsótt ræktunarstöð risaskjaldbaka á Isabela eyju áður en siglt er aftur til Santa Cruz eyju. Eftir innritun á hótel í Puerto Ayora er síðdegið og kvöldið frjálst. Hægt er að rölta um bæinn, borða á lóköl veitingastöðum eða versla minjagripi.

Á degi 9 er haldið yfir Santa Cruz eyju til Baltra flugvallar og flogið aftur til Quito. Við komu er farið á hótel þar sem síðasta nótt ferðarinnar í Ekvador er eydd. Kvöldið er frjálst og hægt að njóta borgarinnar áður en haldið er áfram í næsta hluta ferðarinnar.

6. Dagar 10-12: Cusco

Dagur 10 hefst í Quito þar sem gefst tími til að skoða borgina áður en flogið er til Lima síðdegis. Akstur á flugvöll og flug til Lima er innifalið. Við komu til Lima bíður akstur sem fer með ykkur á hótelið. Kvöldið er frjálst og hentar vel til að slaka á eftir ferðalagið.

Á degi 11 heldur ferðalagið áfram þar sem flogið er til Cusco. Eftir komu gefst frjáls tími til að kanna borgina, fara í verslanir eða setjast á kaffihús. Hægt er að bóka matreiðslunámskeið eða fara í valfrjálsa borgarskoðun. Dagurinn fer einnig í að venjast hæðinni og njóta afslappaðs tempós í þessari heillandi borg.

Á degi 12 eftir morgunverð er gengið að dómkirkjunni í Cusco þar sem leiðsögumaður hittir hópinn. Farið er í gönguferð um gamla hluta borgarinnar þar sem nýlenduarfleifð og Inka arkitektúr fléttast saman. Einnig er heimsótt Sapantiana stigafossakerfið áður en snæddur er hádegisverður nálægt aðaltorginu. Eftir það er gengið aftur á hótelið og síðdegið og kvöldið eru frjáls.

7. Dagar 13-15 Sacred Valley

Á degi 13 er lagt af stað í heildagsleiðsögn um Sacred Valley. Heimsótt er kvennasamvinnufélag sem sérhæfir sig í hefðbundnum vefnaði og síðan lóköl samfélag þar sem leirmunagerð er stunduð. Í hádeginu er stoppað á Parwa Community Restaurant þar sem snæddur er hlaðborðsréttur og stuðningur veittur við nærsamfélagið. Eftir hádegi gefst val um að fara í gönguferð upp að vöruhúsum Ollantaytambo og njóta útsýnis yfir rústirnar eða rölta um steinlagðar götur bæjarins og heimsækja lóköl chicheria. Kvöldið er eytt í Ollantaytambo.

Dagur 14 er helgaður frekari könnun Sacred Valley. Farið er að Maras saltnámunum og fornum landbúnaðarveröndum í Moray. Einnig er ekið um smáþorp með stórbrotnu útsýni yfir Andesfjöllin áður en komið er að rústum Chincheros, sem Inkar kölluðu fæðingarstað regnbogans. Um kvöldið er snúið aftur til Ollantaytambo.

Eftir morgunverð á degi 15 eru rústir Ollantaytambo heimsóttar þar sem gengið er upp steintröppur að toppnum. Þaðan er farið með fallegri lest til Aguas Calientes. Eftir stutta kynningargöngu um bæinn gefst frjáls tími til að velja afþreyingu. Hægt er að heimsækja Machu Picchu safnið, Mandor fossana eða fiðrildagarðinn. Einnig er vinsælt að slaka á í heitum laugum bæjarins.

8. Dagar 16-17: Machu Picchu

Snemma morguns á degi 16 er farið upp að Machu Picchu þar sem leiðsögumaður fer með hópinn í ítarlega skoðunarferð um rústirnar. Eftir heimsóknina er haldið aftur niður til Aguas Calientes og þaðan með lest til Ollantaytambo. Að lokum er ekið til Cusco þar sem síðasta kvöldinu er varið.

Á degi 17 lýkur ferðinni í Cusco og heimferð hefst.

Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText

Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.