Ekki alveg viss um hvað málið snýst?
Ertu ekki alveg viss hvað KILROY Travel Festival er? Hér reynum við að svara algengum spurningum.
Hvað er KILROY Travel Festival?
KILROY Travel Festival er ein vika af vefkynningum og ferðaspjöllum þar sem þú getur fengið allar helstu upplýsingar um ferðalög, góð ráð og kynnst nýjum ferðafélögum.
Þú færð að sjá ferðalög í nýju ljósi og líklegast læra eitthvað nýtt!
Hátíðin fer fram 10.-14. október 2022 og verður hver kynning sýnd í beinni. Það er alveg ókeypis að taka þátt í hátíiðinni og það eru engin takmörk á hversu margar kynningar þú gtur skráð þig á.
Er þetta bara á netinu?
Allar kynningarnar fara fram á netinu.
Hvenær er hátíðin
Vefkynningarnar munu fara fram 10-14 október 2022.
Hvar og hvernig skrái ég mig á kynningar?
Það er mjög auðvelt að skrá sig á kynningar. Þú smellir einfaldlega á þá kynningu sem þú vilt skrá þig á og skráir þig með nafni og netfangi. Þú munt fá enskan staðfestingarpóst um að þú hefur skráð þig. Þú munt einnig fá póst sem minnir þig á kynninguna á deginum sem hún fer fram.
Ef þig langar að skrá þig á meira en eina kynningu, þá einfaldlega endurtekur þú þetta ferli fyrir allar þær kynningar sem þig langar að skrá þig á.
Hvernig fæ ég aðgang að ferðahátíðinni?
Þegar þú hefur skráð þig á viðburð færðu tölvupóst með hlekk fyrir vefkynninguna sem þú skráðir þig á. Þú munt hafa aðgang að sýndarbiðherberginu 15 mínútum áður en kynningin hefst, en við mælum með því að þú hoppar inn á fundinn nokkrum mínútum áður en hann fer í loftið.
Fer vefkynningin fram á ensku?
Allar kynningar verða haldnar á ensku þar sem við erum með fyrirlesara frá öllum heimshornum! Við viljum að þátttakendur hafi samskipti í spjallinu á ensku svo allir geti lagt sitt af mörkum og fylgst með sama samtalinu. Ef þú getur ekki átt samskipti á ensku, bjóðum við þér að senda okkur tölvupóst svo við getum ákveðið tíma til að svara öllum ferðatengdum spurningum þínum á þínu tungumáli!
Hvernig fæ ég aðgang að kynningu
Þegar þú hefur skráð þig á kynningu munt þú fá póst með hlekknum að kynningunni. Þú getur farið inn á kynninguna sjálfa 15 mínútum áður en að hún hefst.
Er hátíðin ókeypis?
Já. Allar kynningarnar eru 100% ókeypis og þú getur skráð þig á eins margar og þú vilt.
Ég skráði mig á kynningu en get ekki horft á hana á þeim tíma sem hún er. Mun ég geta horft á hana eftir á?
Já! Allar kynningarnar eru teknar upp og munu vera sendar til þeirra sem skráðu sig næsta dag.
Mig langar að skrá mig á kynningu en tíminn á henni hentar mér ekki. Hvað get ég gert?
Ef staðan er svona þá mælum við samt með að þú skráir þig svo þú getur haft aðgang að upptökunni á kynningunni seinna. Þú munt þá geta horft á hana eftir á þar sem við munum senda þér hlekk að kynningunni.
Get ég skráð mig á allar kynningarnar á sama tíma?
Því miður er ekki hægt að skrá sig á allar kynningarnar í einu. Þú getur samt skráð þig á allar kynningarnar! Þú þarft bara að skrá þig á hverja og eina í einu.
Við hverju má ég búast?
Okkar markmið fyrir KILROY Travel Festival 2021 er að veita skemmtilegan ferðainnblátur og góð ráð þar sem þú vonandi getur lært eitt og annað. Allir þeir sem kynna á hátíðinni eru með góða ferðareynslu og munu deila sinni þekkingu sem þú munt eiga erfitt með að finna annars staðar.
Hverjir eru að sjá um kynningarnar?
Kynnar verða mismunandi eftir því á hvaða kynningu þú skráir þig. Okkar frábæru kynnar samanstanda bæði af starfsfólki KILROY og utanaðkomandi aðilum. Allt frá ferðaráðgjöfum til ferðabloggara og loftlags aðgerðarsinna. Þú getur skoðað hverjir kynna hvaða vefkynningu með því að skoða hverja fyrir sig.
Mig langar að deila minni reynslu af hátíðinni, hvar geri ég það?
Ef þú ert með einhverjar sniðugar hugmyndir eða langar að deila þinni reynslu af KILROY Travel Festival þá skaltu senda okkur póst á [email protected].
Hlekkurinn að kynningunni virkar ekki
Til að taka þátt í vefkynningu þarftu að skrá þig áður en útsendingin hefst. Ef að hlekkurinn virkar ekki skaltu prufa að skrá þig aftur. Þú getur einnig prufað að opna hlekkin í öðrum browser og vertu viss um að þú sért ekki með kveikt á ad-blocker. Þú getur verið viss um það að við munum deila með þér upptöku af kynningunni þegar henni er lokið svo þú munt alltaf hafa aðgang að henni þótt hlekkurinn hafi ekki virkað.
Hljóðið og myndin laggar
Internet tengingin þín er líklegast ástæðan. Við mælum með að þú skoðir hana eða farir á aðra nettengingu.
Langar þig að fara að ferðast?
Við aðstoðum þig við að skipuleggja rétta ferðalagið fyrir þig. Hafðu samband við okkur til að fá fría ferðaráðgjöf.
Fá fría ferðaráðgjöf