Heil vika af ferðaspjöllum og ferðaráðum á netinu
Tilbúin í viku af ferðainnblæstri?
Taktu þátt í heilli viku af ferðaspjöllum sem kveikja hjá þér ferðaþrá. Þú munt sjá ferðalög frá alveg nýju sjónarhorni, læra nýja hluti og jafnvel hitta framtíðarferðafélagana, allt í gegnum netið!
Hátíðin fer fram 10.-14. október 2022 og samanstendur af vefkynningum og umræðum. Hún er ókeypis og þú getur sótt eins margar eða eins fáar kynningar og þú vilt.
Ath. Allar vefkynningar munu fara fram á ensku og er tíminn á kynningunum Central European Time (CET)
Af hverju átt þú að taka þátt?
Lærdómur: Kynnstu hvernig það er að taka sér námspásu. Fáðu innblástur fyrir sóló ferðalög. Lærðu að ferðast á umhverfisvænni hátt. Fáðu ráð við hvernig þú berst við fjórðungskrísuna.
Upplifun: Upplifðu heiminn í gegnum vefkynningarnar og fáðu innsæi og góð ráð frá reyndum ferðalöngum.
Nýtt fólk: Kynnstu fólki með sömu áhugamál - hver veit, kannski kynnist þú nýjum ferðafélaga.
