Svæði sem frábært er að ferðast til í september

Hér getur þú séð þau svæði í heiminum sem er frábært að ferðast til í september. Okkur langar þó að taka fram nokkra áfangastaði sem við mælum sérstaklega með en mundu, þetta eru einungis tillögur - við getum hjálpað þér að fara hvert sem þú vilt í september.
Ahh ... Las Vegas. Heimili stórra spilavíta, listasafna, frábærra veitingastaða, uppisstanda, næturklúbba og stórkostlegra sýninga. Áður en að veturinn skellur á þá er tilvalið að skreppa til Las Vegas og sameina þá ferð við road trip til Arizona og Utah. Fyrst þú ert komin/n til Bandaríkjanna, þá er um að gera að sjá eins mikið og þú getur.
Á meðan ferðalaginu stendur munt þú upplifa fallega þjóðgarða, skemmtilega smábæi, hefðbundna veitingastaði við veginn og margt margt fleira.
Fá fría ráðgjöf
Við mælum sérstaklega með eftirfarandi afþreyingum í Las Vegas/Arizona/Utah í september

1. Western Express Northbound
Þessi átta daga ferð er sérsniðin fyrir þá sem vilja upplifa þetta svæði á stuttum tíma. Þú munt ferðast frá Los Angeles og enda í San Francisco en á leiðinni munt þú til dæmis heimsækja Yosemite þjóðgarðinn og skoða Miklagljúfur.
Skoða betur

2. San Diego, Miklagljúfrið og Las Vegas
Það er fátt jafn amerískt og að ferðast eftir þóðvegi 66! Í þessari ferð munt þú upplifa þjóðveginn með öllum sínum burgerbúllum er þú ferðast frá LA til San Diego, skoðar Miklagljúfrið, Monument Valley og endar í Las Vegas.
Skoða betur

3. Sin, Surf & Sierras - Las Vegas til LA
Í þessari 8 daga road trip ferð ferðstu frá Las Vegas og eftir Pacific Coast þjóðveginum þar sem þú munt njóta ótrúlegs útsýnis en ferðin endar síðan í borg draumanna, Los Angeles.
Skoða betur