{{ section.name }} Þjónustuver

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

{{ section.name }} Þjónustuver
Leitaðu að áfangastöðum eða að því sem þú vilt gera...

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Við höfum ferðast um allan heimin og erum því sérfræðingar þegar kemur að ferðalögum. Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig við að skipuleggja draumaferðina þína.

Road trip um Kyrrahafsströndina


Skógur sem þú getur séð á road trippi eftir kyrrahafsströndinni
Sjá sem lista

Lengd

4 vikur

Byrjar í / Endar í

Seattle - Los Angeles

Áfangastaður

USA

Besti tíminn til að fara

Allt árið um hring

Viltu vita meira?
Þetta road trip er hin fullkomna blanda af stórbrotinni náttúru og líflegum borgum. Kyrrahafsstrandlengjan tekur þig í gegnum gróskumikið landslag í Oregon að norðurhluta Kaliforníustrandarinnar og áfram til San Francisco og til sólríku Los Angeles.

Byrjaðu ævintýrið þitt í Seattle og farðu suður. Þegar þú keyrir niður vesturströnd Bandaríkjanna færðu að heimsækja borgir eins og Seattle, Portland, San Francisco og Los Angeles, en þú munt líka fá að sjá ótrúlega náttúruna eins og dýpsta stöðuvatn Bandaríkjanna og að sjálfsögðu Yosemite þjóðgarðinn.

Við höfum sett inn bílaleigu bíl fyrir þessa ferð en þú getur breytt honum í húsbíl ef þú vilt, valið er þitt! Það er líka gott að hafa í huga að þú sért með góða ferðatryggingu þegar þú leigir bíl erlendis. Við getum aðstoðað þig við það!

Hvernig eru KILROY road trip?

Við hvetjum alltaf KILROY ferðalanga til að vera forvitna. Ekki keyra bara til að keyra. Stoppaðu þar sem þú getur, farðu niður þröngu hliðargötuna og ekki festast bara í húsbílnum. Kynnstu nýju fólki og kynntu þér nýjar leiðir til að gera hlutina. Kannaðu og vertu opin/n fyrir breytingum - það er þá sem ævintýrin gerast

*Frá verð á mann, miðað við 2 einstaklinga sem ferðast saman eldri en 25 ára. Hafðu samband við okkur ef þú ert aðeins yngri en það - það er ekkert vandamál!

Innifalið
  • Flug til Seattle
  • Flug heim frá Los Angeles
  • Bílaleiga í 4 vikur (Hertz FCAR model)
  • Gisting í 3 nætur í Los Angeles
  • Bókunargjöld
  • Ráðgjöf hjá ferðasérfræðing
Ekki innifalið
  • Ferðatrygging (en við getum aðstoðað þig við kaup á slíkri)
  • One way gjald (500 USD + local tax)
  • Máltíðir
  • Afþreyingar

1. Ferðaáætlunin

Heim - Seattle - Portland - Redwood þjóðgarðurinn - San Francisco - Yosemite þjóðgarðurinn - Monterey Bay - Big Sur - Hearst Castle - Morro Bay - Santa Barbara - Malibu - Santa Monica - Los Angeles - Heim

Mundu að þetta er aðeins ferðatillaga fyrir stóru ferðina. Ef þú vilt fá aðstoð við að hanna road tripið að þínum þörfum þá skaltu skrifa okkur og fá fría ráðgjöf. Og eitt enn! Þegar þú ferð í road trip er gott að vera með góða ferðatryggingu, við getum aðstoðað þig við kaup á slíkri.

2. Seattle, Washington

Byrjaðu ferð þína í hinni fallega Seattle þar sem við mælum með að þú dveljir í að minnsta kosti 2 nætur svo þú getir byrjað ævintýrið þitt á rólegu nótunum. Gefðu þér tíma til að skoða borgina sem er fræg fyrir fjölmörg kaffihús, Space Needle turninn og gamla Pike Place markaðinn.

Eftir nokkra daga af borgarlífi er kominn tími til að leggja af stað og sækja bílaleigubílinn!

3. Portland, Oregon

Næsta stopp er hin líflega borg Portland sem er einnig talin ein grænasta og umhverfisvænasta borg Bandaríkjanna. Heimsæktu einn eða fleiri af görðum borgarinnar, prófaðu mismunandi veitingastaði, ráfaðu um hinn fræga laugardagsmarkað og verslaðu aðeins ef þú vilt.

Á meðan þú ferðast um Oregon fylki ættirðu líka að heimsækja hið glæsilega Crater Lake og ganga upp eina af gönguleiðunum til að fá ótrúlegt útsýni yfir kristaltært vatnið og næstum 700 metra öskjuna sem myndaðist af hrundu eldfjalli.

4. Redwood þjóðgarðurinn, Kalifornía

Hefur þig einhvern tíma dreymt um að ráfa um í gróskumiklum skógi umkringdur hæstu trjám heims? Hér er tækifærið þitt! Stoppaðu í Redwood þjóðgarðinum og farðu í gönguferð um einn af mörgum stígum þessa töfrandi svæðis. Garðarnir eru ótrúlega fjölbreyttir, sem þýðir að þú sérð ekki bara rauðviðarskóga, heldur einnig sléttur, ár og 60 kílómetra af Kyrrahafsstrandlengjunni.

5. San Francisco, Kalifornía

Verið velkomin í fallegu borgina San Francisco þar sem hippar og fjármálamenn búa hlið við hlið. Borgin er full af mótsögnum, litríkum persónuleikum, menningu, flottum veitingastöðum og notalegum hverfum. Hér finnur þú fjármálahverfi, hippabæ, China Town og Japan Town! Alcatraz er líka þess virði að heimsækja. Mundu bara að panta miða með góðum fyrirvara, treystu okkur - þeir verða uppseldir!

6. Yosemite National Park, Kalifornía

Næst er kominn tími til að taka smá krók frá ströndinni og halda til Yosemite þjóðgarðsins. Hér getur þú fundið nokkra af hæstu fossum í Norður-Ameríku auk kletta og dala sem munu gera þig agndofa. Eyddu nokkrum dögum í gönguferðir og skoðaðu garðinn og gönguleiðir hans.

7. Monterey Bay, Kalifornía

Ef þú vilt sjá sæljón og otra undir berum himni ættir þú að fara á Fisherman's Wharf þar sem þau liggja oft í sólinni á steinum í kringum höfnina. Ef þú ert aðdáandi víns geturðu heimsótt eina af mörgum vínekrum Kaliforníu.

8. Big Sur, Kalifornía

Big Sur þjóðgarðurinn er sannkallaður ferðamannastaður. Vegurinn í gegnum garðinn teygir sig meðfram stórkostlegu strandlandslagi sem einkennist af fallegum ströndum, sæljónum, sea elephants og einum merkasta fossi svæðisins - McWay Falls.

9. San Simeon, Hearst Castle og Morro Bay, Kalifornía

San Simeon er þekkt fyrir hinn magnaða Hearst-kastala, smíðaður af fyrrum fasteigna mógúlnum, William Randolph Hearst, og San Luis Obispo þar sem þú getur leigt dune buggy! Vertu viss um að gefa þér einnig tíma til að skoða sjávarfallalaugarnar og sjávarlífið í San Simeon. Endaðu dvöl þína á svæðinu í Morro Bay , litlum strandbæ, áður en þú ferð lengra niður með ströndinni.

10. Santa Barbara, Kalifornía

Santa Barbara er einnig þekkt sem „ameríska rívíeran“. Hér getur þú farið í hvalaskoðun, farið á vikulegan lista- og handverksmarkað eða farið í bjórsmökkun í einu af mörgum brugghúsum á staðnum. Þú ættir líka að fara á ströndina þar sem þú getur leigt kajak eða surfbretti! Í borginni er einn flottasti framhaldsskóli í Kaliforníu, svo strandbærinn er unglegur.

11.. Santa Monica og Los Angeles, Kalifornía

Síðasta stoppið í þessari ferðaáætlun er Los Angeles. Við höfum innifalið 3 nætur á uppáhalds hostelinu okkar á Venice Beach, svo þú getur annað hvort ákveðið að skila bílnum og kanna umhverfið gangandi, á hjóli eða rafmagnshlaupahjóli. En ef þú vilt fara stærri vegalengdir í borginni til dæmis til að skoða nokkur af tískusvæðunumm eins og Beverly Hills og Hollywood, þá væri bíll betri lausn. Ekki missa af útsýninu frá Griffith Observatory, þar sem þú munt fá stórkostlegt útsýni yfir borgina. Hvort þú vilt fara heim eftir LA eða halda ferðinni áfram er undir þér komið, við hjálpum þér sama hvað þú vilt gera.

Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText

Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.