Svæði sem frábært er að ferðast til í október

Hér getur þú séð þau svæði í heiminum sem er frábært að ferðast til í október. Okkur langar þó að taka fram nokkra áfangastaði sem við mælum sérstaklega með en mundu, þetta eru einungis tillögur - við getum hjálpað þér að fara hvert sem þú vilt í október.
Veðrið í Nepal er í kringum 24-28 gráður í október nema þú farir upp í fjöll. Það er þó að sjálfsögðu í góðu lagi að fara upp í fjöll þar sem október er fullkominn mánuður til að fara í göngu í Nepal. Nepal í október er þó meira en bara gott veður.
Næst stærsta og stærsta hátíð Nepals fer fram í október. Dashain (5.-10. október) sem fagnar gyðjunni Durga og Tihar/Diwali (27.október) sem er hátíð ljósins. Diwali hátíðin hefst á því að heiðra dýr eins og hunda og kýr. Á þriðja degiu, sem er dekksti dagur ársins, heimsækir gyðja auðæfa alla þá sem hafa birt upp húsið sitt þokkalega. Það birtir í rauninni yfir öllu þennan dag þar sem honum er fagnað með flugeldum og fólk fær nammi og önnur sætindi að gjöf á meðan hátíðinni stendur.
Eins og við nefndum er einnig frábært að fara í gönguferðir til Nepal á þessum tíma árs. Nepal er að sjálfsögðu heimili Mt. Everest en það sem er best við gönguferðir í Nepal er að þú gengur oftast bara á milli tehúsa svo þú færð að smakka nokkur bestu te heims.
Fá fría ráðgjöf
Við mælum sérstaklega með eftirfarandi afþreyingum í Nepal í október

1. Everest Base Camp Trek
Everest er meira en bara fjall og ferðin til Everest Base Camp er meira en bara fjallganga. Á leiðinni færðu tækifæri til að sjá fallega skóga, Sherpa þorp og jöklaruðninga. Þessi 15 daga ganga er því fullkomin fyrir þig ef þig langar í krefjandi ævintýraferð.
Skoða betur

2. Nepal Rafting ævintýri
Frábær dagsferð sem hefst í Kathmandu þar sem þú ferð í rafting niður Trishuli ánna. Innifalið í ferðinni er allur búnaður, leiðsögn, samgöngur, leyfi og hádegisverður.
Skoða betur

3. Chitwan National Park Explorer
Einn fyrsta þjóðgarð Asíu, Chitwan þjóðgarðinn, er að finna í Nepal. Í þessari þriggja daga ferð munt þú vera í heimadvöl og uppgötva frumskóginn og fjölbreytt dýralíf hans. Kanóferð og jeppasafarí er meðal þess sem þú munt gera í ferðinni.
Skoða betur