{{ section.name }} Þjónustuver

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

{{ section.name }} Þjónustuver
Leitaðu að áfangastöðum eða að því sem þú vilt gera...

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Við höfum ferðast um allan heimin og erum því sérfræðingar þegar kemur að ferðalögum. Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig við að skipuleggja draumaferðina þína.

Maí

Ströndin í Rio de Janeiro í Brasilíu

Bestu áfangastaðirnir í maí

Loksins er farið að koma sumar og dagana tekið að lengja! Maður veit hinsvegar aldrei hvernig maí verður, kannski snjóar kannski verður sól. Það er því tilvalið að ferðast til áfangastaða þar sem veðrið er aðeins stöðugra. Kíktu á hvaða þrjá áfangastaði við mælum með að heimsækja í maí. Ef að engin þeirra hentar þér þá skaltu ekki hafa áhyggjur. Við sérhæfum okkur í að sérsníða ferðir eftir óskum viðskiptavina okkar svo hafðu samband við okkur og fáðu fría ráðgjöf.

Fá fría ráðgjöf

Ertu ekki að ferðast í maí? Kíktu á ferðadagatalið okkar HÉR.

Svæði sem frábært er að ferðast til í maí

Hér getur þú séð þau svæði í heiminum sem er frábært að ferðast til í maí. Okkur langar þó að taka fram nokkra áfangastaði sem við mælum sérstaklega með en mundu, þetta eru einungis tillögur - við getum hjálpað þér að fara hvert sem þú vilt í maí.

BANDARÍKIN

Bandaríkin, eins og þú kannski veist, samanstanda af 50 ríkjum svo það er úr nógu að velja. Val þitt fer allt eftir því hvað þú vilt fá út úr ferðinni þinni. Þú getur upplifað iðandi stórborgir, slappað af á ströndinni eða uppgötvað óbyggðirnar. Í maí getur þú upplifað vorið í Bandaríkjunum. Það fer eftir því hvar þú ert hvernig vorið lítur út en það er þó nokkuð öruggt að vorið í Bandaríkjunum er nokkrum gráðum heitara en vorið á Íslandi.

Í Bandaríkjunum eru möguleikarnir endalausir. Þú getur farið í spennandi bakpokaferðalag og road trip en við getum hjálpað þér að finna rétta húsbílinn fyrir þig. Þú getur líka frekar farið í skipulagða ferð með öðrum ævintýraþyrstum bakpokaferðalöngum.

Fá fría ráðgjöf

Við mælum sérstaklega með eftirfarandi ferðum í Bandaríkjunum í maí

Las Vegas að nóttu til í maí

1. Það besta vestanhafs: Frá LA til Las Vegas

Ef þig dreymir um að skoða fullt af flottum stöðum í vesturhluta Bandaríkjanna, eins og Los Angeles, Grand Canyon, Zion National Park og Sin City, Las Vegas, bara svo eitthvað sé nefnt, þá er þetta ferðáætlunin fyrir þig!

Skoða betur

2. Road trip á Hawaii

Aloha! Þetta frábæra road trip um suðrænu Hawaii-eyjunni Oahu bíður þín. Njóttu þess að surfa, skoða fallega útsýnisstaði, þorp, stórkostlegrar náttúru, kræsinga frá Hawaii og sögulegra minnisvarða. En fyrst, stutt 3 daga stopp í Los Angeles.

Skoða betur

3. Route 66 road trip

Lokið var við leiðina árið 1926 og fékk hún nafnið Route 66. Nærri 4000 km liggja frá Grant Park í Chicago til Santa Monica Boulevard í Los Angeles í gegnum þrjú tímabelti og átta fylki - Illinois, Missouri, Kansas, Oklahoma, Texas, New Mexico, Arizona og Kaliforníu.

Skoða betur

BRASILÍA

Í Brasilíu getur þú upplifað strendur, frábært andrúmsloft, stærsta regnskóg heims, heillandi dýralíf, spennandi borgir, samba, fótbolta og fallega fossa. Með öðrum orðum, Brasilía hefur allt!

Landið er stórt og þess vegna er veðurfarið breytilegt eftir því hvar þú ert. Það er þó að mestu hitabeltisloftslag í landinu þar sem meðalhitinn er í kringum 25-30 gráður. Hver er aftur hitinn á Íslandi í maí, 10 gráður ef við erum heppin? Þá myndum við heldur vilja liggja á ströndinni í Brasilíu í 20+ stiga hita!

Fá fría ráðgjöf

Við mælum sérstaklega með eftirfarandi afþreyingum í Brasilíu í maí

1. Bólivía, Argentína og Brasilía

Ef þig langar að ferðast um Suður-Ameríku þá muntu elska þessa ferð. Í þessu epíska ævintýri færðu stórborgarupplifun í Rio De Janeiro, Buenos Aires og La Paz, og náttúruupplifun þegar þú heimsækir hina mögnuðu Iguassu-fossa og stórkostlegu saltslétturnar, Salar de Uyuni.

Skoða betur

1. Frá Buenos Aires til Rio De Janeiro

Búðu þig undir 17 daga ævintýri þar sem þú ferðast alla leiðina frá Buenos Aires í Argentínu til Rio De Janeiro í Brasilíu.

Skoða betur

SUÐUR-AFRÍKA

Alveg eins og í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi, er sumarið í Suður-Afríku í febrúar á meðan veturinn ríkir hjá okkur. Veðurfarið í Suður-Afríku er jafn breytilegt og landið sjálft og fer eftir því hvar þú ert staðsett/ur hverju sinni. Þú finnur eyðimerkur, græn hitabeltissvæði og jafnvel snæviþakin fjöll.

Yfir sumarið í Suður-Afríku rignir eitthvað út um allt land fyrir utan á suðvesturhorninu þar sem Höfðaborg er staðsett. Þar er meðalhitinn í kringum 16-27 gráður sem er fullkomið fyrir þá sem vilja heimsækja borgina vinsælu.

Afhverju að fara til Suður-Afríku í febrúar?

Suður-Afríka hefur nánast allt en ef þig langar að vera mikið utandyra þá er þetta staðurinn fyrir þig. Þar finnur þú fallega þjóðgarða, teygjustökkstaði, fallhlífastökk og þú getur meira að segja farið að kafa með hákörlum! Ekki síðan láta Braai sem er suður-afrískt BBQ framhjá þér fara.

Við mælum sérstaklega með eftirfarandi ferðum í Suður-Afríku í febrúar

Fíll að labba yfir götu í sólarlaginu í Krugar þjóðgarðinum í Suður-Afríku í febrúar

1. Það besta í suðurhluta Afríku

Ævintýri lífs þíns bíður eftir þér í suðurhluta Afríku. Farðu til Höfðaborgar áður en þú ferðast í gegnum fjögur fallegustu löndin á svæðinu og upplifir meðal annars safarí, eyðimörk, fallega náttúru og að tjalda undir stjörnubjörtum himni. Byrjaðu því að hlakka til þess að ferðast með öðrum ævintýragjörnum einstaklingum frá öllum heimshornum!

Skoða betur

Maður með útbaðaða handleggina í Höfaborg í Suður-Afrfíku í febrúar

2. 7 adrenalínfylltir dagar í Höfðaborg

Ertu tilbúin/n í adrenalínfyllt ævintýri sem þú munt seint gleyma? Í þessum adrenalín vikupakka upplifir þú allt það besta sem Höfðaborg í Suður-Afríku hefur upp á að bjóða!

Skoða betur

Tré í sólarlaginu á Okavango deltunni í Botsvana í febrúar

3. Road trip eftir Garden Route

Fallegar strendur, lítil strandþorp, mögnuð náttúra og ótrúlegt dýralíf. Garden Route sýnir þér hápunkta Suður-Afríku.

Skoða betur

LANGAR ÞIG AÐ FERÐAST Í MAÍ EN VEIST EKKI HVERT?

Engar áhyggjur! Við höfum sérþekkingu á þessu sviði og getum aðstoðað þig að skipuleggja ferð sem hentar þér fullkomlega. Bókaðu fría ráðgjöf hjá okkur og við getum byrjað að hanna ferðina þína. Ertu ekki að fara að ferðast í maí? Kíktu þá á ferðadagatalið okkar og veldu þann mánuð sem þig langar að ferðast í.

Bóka fría ráðgjöf

Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText

Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.