- Það væri dásamlegt að geta ferðast um allan heiminn - því erum við sko sammála! En núna er það kannski ekki alveg mögulegt í ljósi þess að hlutirnir geta breyst hratt, hvort sem það er flug, inngöngureglur eða takmarkanir. Við mælum með að velja 1-2 áfangastaði til að vera viss um að ferðin þín klikki ekki. Það jákvæða er að þú færð þá meiri tíma á hverjum stað. Fáðu innblástur frá nokkrum ferðatillögum sem við höfum sett saman hér fyrir neðan.
- Áður en þú ákveður hvert þú ferð ættir þú að kynna þér stöðu bólusetninga í landinu. Það gefur þér góða hugmynd um hvort staðan í landinu gæti breyst á næstunni með nýjum takmörkunum.
- Ekki gleyma því að ferðatryggja þig áður en þú leggur af stað! Það hefur aldrei verið jafn mikilvægt. Góð ferðatrygging gerir þér kleift að taka því rólega og forðast óþarfa streitu ef þú ert óheppin/n á ferðinni. Við getum hjálpað þér við kaup á slíkri.
- Jafnvel við venjulegar kringumstæður getur verið flókið að skipuleggja ferð og það vakna alltaf nóg af spurningum. Það er einmitt þess vegna sem við erum hérna! Bókaðu fund með ferðasérfræðingum (alveg ókeypis) og við munum gera okkar besta til að uppfylla ferðadrauma þína! Við þekkjum nýjustu upplýsingarnar svo þú þarft ekki að hafa áhyggjur af öllu sjálf/ur.
- Síðast en ekki síst er mikilvægt að vera sveigjanleg/ur. Með "bókaðu áhyggjulaus" valmöguleikanum okkar getur einstaklingur sem er fullbólusettur bókað ferðina hjá okkur áhyggjulaus. Þetta þýðir að þú bókar ferð þína með mjög sveigjanlegum skilmálum sem gera þér kleift að greiða 35% innborgun af heildarkostnaði og bíða síðan með síðustu greiðslu þar til 35 dögum fyrir brottför. Lestu meira um möguleikann hér eða spurðu ferðasérfræðinga okkar til að fá meiri upplýsingar.
Fá aðstoð frá ferðasérfræðing