{{ section.name }} Þjónustuver

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

{{ section.name }} Þjónustuver
Leitaðu að áfangastöðum eða að því sem þú vilt gera...

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Við höfum ferðast um allan heimin og erum því sérfræðingar þegar kemur að ferðalögum. Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig við að skipuleggja draumaferðina þína.

Ferð til Tælands


Maður að horfa á sólarlagið í Tælandi
Sjá sem lista

Lengd

5-6 vikur

Áfangastaðir

Tæland

Tegund ferðalags

Bakpokaferðalag

Innifalið í verði

Flug og ævintýri

Viltu vita meira?
Þessi ferðaáætlun leiðir þig til virkilega flottra og fjölbreyttra staða í Tælandi. Kannaðu Bangkok og ferðastu alla leiðina niður til Hua Hin. Þú ferð í sjálfboðastarf með fílum og öðrum dýrum áður en þú skellir þér til nokkra paradísareyja í suðri. Þetta verður svo sannarlega fjölbreytt og skemmtileg ferð.

Tæland er mjög vinsæll áfangastaður og það er auðvelt að skilja hvers vegna. Uppgötvaðu musterin og frumskógana, njóttu lífsins á hvítum ströndum og borðaðu ótrúlega góðan mat í leiðinni á meðan þú hittir aðra ferðamenn víðsvegar að úr heiminum! Þú getur upplifað og sameinað svo marga mismunandi hluti og staði á stuttum tíma í einni ferð.

Byrjaðu ferð þína í Bangkok áður en þú ferð suður til Hua Hin í æðislegri 8 daga ferð um gróskumikla frumskóga Khao Sok þjóðgarðsins. Eyddu nokkrum dögum í Hua Hin áður en þú leggur af stað í persónulegt ferðalag þegar þú gerist sjálfboðaliði í virkilega flottu björgunarverkefni fyrir dýralíf. Eftir nokkrar vikur hér ertu tilbúin/n fyrir strendur þar sem þín bíður fyrst útileguævintýri áður en þú ferð að læra að kafa í Koh Tao. Ljúktu ferðinni svo á Koh Samui áður en þú leggur af stað heim.

Innifalið
  • Flug frá Bangkok og heim frá Koh Samui
  • 8 daga ferð frá Bangkok til Hua Hin
  • 14 dagar af sjálfboðastarfi með dýrum
  • 5 daga köfunarnámskeið á Koh Tao
  • 3 daga komupakki á Koh Samui
  • Bókunargjald
  • Ráðgjöf hjá ferðaráðgjafa
  • ISIC kort
Ekki innifalið
  • Ferðatrygging - en við getum aðstoðað þig við kaup á slíkri
  • Máltíðir (aðrar en þær sem eru innifaldar í ferðunum)
  • Aðrar afþreyingar
alt

Hannaðu þína eigin ferð

Vilt þú ferðast um heiminn á þinn eigin hátt? Svona gerir þú það:

  1. Þú setur upp draumaferðina þína.
  2. Við finnum bestu og hagstæðustu valmöguleikana.
  3. Þú færð persónulegt mat ferðasérfræðings.

Við sjáum til þess að ferðaplanið þitt sé ekki út í hött og að þú fáir sem mest út úr peningnum þínum er við deilum okkar ferðareynslu. Þetta er þér allt að kostnaðarlausu og því fylgir engin skuldbinding!

Byrjaðu að hanna þína ferð

1. Ferðaáætlun: Frábær ferð um Tæland

Ferðaáætlunin: ✈️ Bangkok - Hua Hin - Chumphon - Koh Tao - Koh Samui - Heim

Ath: Þú getur annað hvort sameinað þessa ferð við lengra bakpokaferðalag eða verið bara í þessa daga. Við getum hjálpað þér við að skipuleggja bæði.

2. Bangkok: Fyrstu dagarnir þínir

Við höfum séð til þess að þú verður sótt/ur á flugvöllinn og flutt/ur á eitt af uppáhalds farfuglaheimilið okkar í þessari iðandi borg. Dvölin í tælansku höfuðborginni er hluti af 8 daga ferð sem fer með þig alla leiðina niður til Hua Hin og á komudeginum verður boðið upp á dýrindis kvöldverð fyrir þig. Á degi tvö getur þú skoðað borgina á eigin vegum. VIð mælum með að taka the river boat express! „Bangkokbúar“ nota bátinn til að ferðast á milli staða en þú ættir að nota hann til að skoða. Í hefðbundinni leigubílaferð sérðu varla það sem er fyrir framan þig en á hraðbátnum ertu úti á víðavangi með vindinn í hárinu, borgin rís fyrir framan þig á meðan þú sérð hvernig fólkið býr við og meðfram ánni. Báturin er hraður en einnig mjög afslappaður og gefur þér tækifæri til að verða hluti af daglegu lífi í Bangkok! Hann er líka súper ódýr. Þú skalt reyna að fá sæti aftast undir berum himni. Í Bangkok munt þú síðan hitta restina að fólkinu sem þú munt ferðast með.

3. Frá Bangkok til Hua Hin: Í gegnum gróskumikla frumskóginn

Á degi 4 ferðu frá Bangkok og heldur til Sai Yok þjóðgarðsins þar sem þú munt eyða næstu 3 dögum. Hér bíður þín töfrandi náttúruupplifun þar sem þú munt sofa í fljótandi bústöðum í þjóðgarðinum þar sem þú sofnar við hljóð frumskógarins. Það er svo sannarlega einstök upplifun.

4. Sjálfboðastarf í Hua Hin: Wildlife Rescue Center

Ferðinni frá Bangkok lýkur í Hua Hin, þar sem þú hefur nokkra daga áður en næsta ævintýri bíður þín. Njóttu þín í sólinni á ströndinni og búðu þig undir 14 daga persónulega þroska. Við höfum bætt við virkilega skemmtilegu sjálfboðastarfi við þessa ferðaáætlun. Það sem þú munt gera í sjálfboðastarfinu er að, ásamt öðrum sjálfboðaliðum sem kom frá öllum heimshornum, hjálpa dýrum sem verið er að endurhæfa svo hægt sé að sleppa þeim aftur út í náttúruna. Þú færð fullt af mismunandi verkefnum og andrúmsloftið í búðunum er einstakt. Ef þú vilt frekar fara í sjálfboðastarf þar sem þú aðstoðar börn á leikskóla, getum við skipulagt það líka frekar í Hua Hin, þú lætur okkur bara vita.

5. Koh Tao: Lærðu að kafa

Þú hefur kannað lífið yfir sjávarmáli, nú er kominn tími til að kanna lífið undir sjávarmáli! Við höfum bætt við 5 daga köfunarnámskeiði á Koh Tao í ferðaáætlunina. Það er ekki bara gaman, heldur færðu einnig PADI vottorð sem þú getur notað þegar þú ferðast aftur. Lífið undir yfirborðinu er ótrúlegt og Koh Tao er fullkominn staður til að kanna það. Dagarnir munu vera blanda af því að kafa, köfunarkennslu og að stunda jóga. Á kvöldin er svo hægt að hanga með hinum ferðalöngunum í hópnum.

6. Koh Samui: Afslöppun og frjáls tími

Síðasti viðkomustaðurinn í þessari mögnuðu Tælandsferð er Koh Samui. Við höfum bætt við komupakka á uppáhalds farfuglaheimilinu okkar hér, og það sem þú munt gera meðan á dvöl þinni stendur, er algjörlega undir þér komið. Við mælum með að leigja vespu og skoða eyjuna. Vertu svo viss um að enda daginn á The Jungle Club til að njóta sólarlagsins með þetta ótrúlega útsýni fyrir framan þig. Þegar þú ert tilbúin/n til að yfirgefa Koh Samui getur þú flogið aftur heim eða haldið áfram á næsta áfangastað, það er undir þér komið.

Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText

Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.