NEW YORK NEW YORK!

Hvar er betra en að byrja brúðkaupsferð í borginni sem aldrei sefur! New York býður upp á ótal möguleika og spennandi hverfi eins og Soho og Greenwhich Village. Þar sem New York sefur aldrei getur þú farið að versla klukkan ellefu að kvöldi til og farið á næturklúbb klukkan tíu að morgni.
Hér hefst ferðin og er dvalið í tvær nætur áður en flogið verður áfram til Cancún í Mexíkó þar sem sólarsælan hefst.
MEXÍKÓ

Mexíkó er fullkominn áfangastaður fyrir brúðhjón sem vilja fara í rómantíska brúðkaupsferð. Þar er meðal annars að finna sól, hvítar strendur, tæran sjó, skemmtilega menningu, flott hótel, gott verðlag, köfunar- og snorklstaði í heimsklassa og nýjar upplifanir.
Það er þess vegna sem það er tilvalið að fara í KILROY brúðkaupsferð til Mexíkó þar sem bæði er hægt að slappa af og upplifa eitthvað nýtt í landinu.
Ef þið viljið upplifa alvöru lúxus á meðan dvalið er í Mexíkó getum við til dæmis bókað ykkur á frábært 4 og 1/2 stjörnu hótel alveg við ströndina og Karíbahafið, með öllu inniföldu en einnig getum við fundið aðrar gistingar sem henta ykkar betur. Í sólarsælu brúðkaupsferðinni í Mexíkó er einnig skroppið í tvær spennandi dagsferðir.