{{ section.name }} Þjónustuver

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

{{ section.name }} Þjónustuver
Leitaðu að áfangastöðum eða að því sem þú vilt gera...

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Við höfum ferðast um allan heimin og erum því sérfræðingar þegar kemur að ferðalögum. Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig við að skipuleggja draumaferðina þína.
northern-island-new-zealand-hobbiton-cover
Sjá sem lista

Lengd

Rúmar 3 vikur

Áfangastaður

Nýja-Sjáland

Hápunktar

Roadtrip & allir helstu tökustaðir Lord of the Rings og Hobbitans

Verð frá

490.000 ISK

Viltu vita meira?
Alvöru roadtrip fyrir áhugafólk um Hringadrottinssögu og Hobbitaþríleikinn eftir J.R.R. Tolkien. Við höfum sett saman tillögu að skemmtilegu roadtrip-i sem fer á alla helstu tökustaði þessara sögulegu kvikmynda.

 

Nýja-Sjáland hefur upp á svo ótrúlega margt að bjóða og erum við því auðvitað einnig með nokkra áhugaverða og skemmtilega staði sem mega ekki framhjá þér fara. Mögnuð menning og saga, stórbrotin náttúra og einstakt dýralíf er eitthvað sem við mælum eindregið með að skoða og upplifa á þessu ferðalagi um eyjarnar.

Innifalið
  • Flug til og frá Auckland
  • Innanlandsflug frá Queenstown til Auckland
  • 3 vikna campervan leiga
  • 2 nætur á hosteli í Auckland
  • 1 nótt á hosteli í Queenstown
  • Ráðgjöf hjá ferðasérfræðingi
Ekki innifalið
  • Máltíðir
  • Ferjumiði á milli norður og suður eyjanna
  • Ferðatrygging - en við getum aðstoðað þig við kaup á slíkri
  • Aðrar afþreyingar
alt

Hannaðu þína eigin ferð

Vilt þú ferðast um heiminn á þinn eigin hátt? Svona gerir þú það:

  1. Þú setur upp draumaferðina þína.
  2. Við finnum bestu og hagstæðustu valmöguleikana.
  3. Þú færð persónulegt mat ferðasérfræðings.

Við sjáum til þess að ferðaplanið þitt sé ekki út í hött og að þú fáir sem mest út úr peningnum þínum er við deilum okkar ferðareynslu. Þetta er þér allt að kostnaðarlausu og því fylgir engin skuldbinding!

Byrjaðu að hanna þína ferð

1. Auckland

Ferðin hefst í stærstu borg Nýja-Sjálands, Þar sækir þú bílinn.

Lifandi hafnarborg, fallegar strendur og eyjar. Auckland er þekkt sem "The City of Sails". Frá Auckland getur þú farið í ferðir til...

Waiheke Island: Njóttu þess að borða góðan mat og drekka vín í sólinni í þessari paradís sem er í aðeins 30 mín. bátsferð frá Auckland. Waiheke Island er þekkt fyrir sína verðlaunuðu vínakra og hvítar strendur.

Vesturstrandarinnar: Á ferð þinni um regnskóga vestur-Auckland finnur þú fallegar strandlengjur. Kannaðu skóga og svartar strendur þessa svæðis sem er þekkt fyrir einstaka fegurð. Þetta er drauma áfangastaður þeirra sem elska að taka ljósmyndir.

2. Tauranga

Skoðaðu þessa sólríku strandborg sem er fræg fyrir gullfallegar strendur, höfnina og táknræna fjallið Mount Maunganui.

3. Hobbiton

Stígðu inn í töfrandi heim Hringadróttinssögu og Hobbita með leiðsögn um heillandi tökustaðinn Hobbiton. Hér finnur þú alvöru hobbitaholur sem eru nógu stórar fyrir manneskjur. Njóttu þess að labba um svæðið og finnast þú vera dottin/n inn í alvöru ævintýri. Svo er um að gera að stoppa og fá sér öl á The Green Dragon barnum eða fá sér léttan hádeigismat á The Shire's Rest Café.

Tökustaðir í nágrenninu: Shire og Hobbiton.

4. Waitomo Caves

Uppgötvaðu ótrúlega fegurð heimsfrægu ljósormanna! Þú getur farið á báti um neðanjarðarlæki þar sem þúsundir þeirra lýsa upp myrkrið! Hellarnir eru í einnar klukkustundar fjarlægð frá Hobbiton. Þeir eru heillandi völundarhús af neðanjarðarhellum og ám. Farðu annað hvort í gönguferð eða bátsferð, prófaðu "black water rafting" eða "zip linening" í gegnum myrkrið.

Tökustaðir í nágrenninu: Trollshaw Forest, Troll Hoarde Cave.

5. Rotorua

Drullupollar, hverir og ævintýri. Roturua er eitt líflegasta jarðhitasvæði heims. Fyrir okkur Íslendinga er það kannski ekki það mest spenanndi í heimi (nema að þú sért hardcore jarðfræðingur) en svæðið hefur fleira spennandi upp á að bjóða. Hér er nóg af adrenalín-ævintýrum: Teygjustökk, fallhlífarstökk, vatnaævintýri, völundarhús og margt fleira. Einnig er þess virði að heimsækja Te Puia til að upplifa Maori menninguna og læra um sögu þeirra.

6. Lake Taupo

Lake Taupo er stærsta stöðuvatn Nýja-Sjálands. Þar getur þú farið á jet ski, skoðað eldfjallið og Huka-fossinn.

7. Tongariro National Park

Heimili dramatískra landslaga sem sjást í Hringadróttinssögu. Þessar UNESCO-heimsminjar bjóða upp á ótrúlegar gönguleiðir, þar á meðal hina frægu Tongariro Alpine Crossing.

8. Wellington

Wellington er höfuðborg Nýja-Sjálands, þekkt fyrir líflega listasenu, ljúffenga matargerð og staði eins og Te Papa safnið og Mount Victoria. Borgin er staðsett á syðsta punkti norðureynnar. Wellington er heimili Weta Workshop & Weta Cave. En það er fyrirtækið sem bjó til Lord of the Rings myndirnar. Hér getur þú upplifað kvikmyndagerð beint í æð. Frá Wellington tekur þú svo ferju á suður-eyjuna.

Tökustaðir í nágrenninu: Nazgul, Rivendell, Isengard Gardens.

9. Hanmer Springs

Slakaðu á í heitum laugum í þessu heillandi fjallaþorpi, umvafin stórbrotinni fjallasýn.

10. Christchurch

Þekkt sem „Garðaborgin“, Christchurch býður upp á blöndu af sögulegum þokka og nútíma nýsköpun með fallegum görðum og líflegri miðborg.

11. Lake Tekapo

Dástu að tæra vatninu Lake Tekapo, myndræna Church of the Good Shepherd og stórfenglegum stjörnuskoðunarmöguleikum undir heiðskírum næturhimininum.

12. Queenstown

Queenstown er umkringd fallegum fjöllum og kristaltærum vötnum. Það er ekki skrítið að borgin sé einn af vinsælustu áfangastöðum Nýja-Sjálands. Hér er auðvelt að fá útrás fyrir adrenalín þörfina, m.a. á frábærum skíðasvæðum. Einnig er hægt að dekra við sig með góðum mat og víni og þetta er einn besti staðurinn til að sjá stórkostlega tökustaði Miðgarðs.

Tökustaðir í nágrenni: The Ford of Brunein, The Gladden Fields, Sindarin Pillars of the Kings, Isengard, Lothlorien.

13. Fiordlands

Einn af mest heilandi stöðum Nýja-Sjálands. Fiordland er heimkynni fossa sem hafa fallið í þúsundi ára og forna skóga. Við getum sérstaklega mælt með Milford Track göngunni en það er 4 daga ganga um þetta einstaklega fallega svæði. Einnig er hægt að upplifa svæðið á bát eða kajak.

14. Auckland

Þú skilar af þér bílnum og tekur innanlandsflug aftur til Auckland þar sem ferðin hófst. Hér höfum við innifalið eina nótt til viðbótar þar sem þú getur lokið þessu ógleymanlega ævintýri með stæl, slakað á og rifjað upp stórkostleg landslög og ævintýri Nýja-Sjálands. Frá Auckland flýgur þú svo heim.

Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText

Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.