Af hverju ættirðu að íhuga sólóævintýri?
Við teljum að allir ættu að minnsta kosti að reyna að ferðast einir einu sinni á ævinni. Þetta snýst allt um sjálfsuppgötvun og sjálfsuppbyggingu, ásamt öllu því frelsi sem þú gætir viljað þegar þú ferð í svona stóra ferð. Ef þú ert að ferðast ein/n/tt hefur ÞÚ stjórn á því sem þú gerir, hvert þú ferð og hvernig þú kemst þangað. Það er skemmtilegt að fara í ferðalag með vinum en það þarf alltaf að gera málamiðlanir á einn eða annan hátt. Það er erfitt að upplifa raunverulegt sjálfstæði. Já, þessu fylgir einnig að þegar hlutirnir verða erfiðir hefur þú engan með þér til að falla aftur á, en þú munt kynnast sjálfum þér og hvernig þú tæklar þessar aðstæður þegar þú neyðist til þess að gera það. Eftir ferðina muntu upplifa mikla afrekstilfinningu sem fátt jafnast á við.
Sóló ferðir eru ekki samheiti yfir einmana ferðalög. Á farfuglaheimilum og í skipulögðum ferðum verða fullt af tækifærum til að eignast nýja vini til að deila reynslunni með. En sama hvað, sóló ferðalög verða alltaf ævintýri. Stökk út fyrir þægindarammann þinn og gríðarlega gefandi. Þú munt hitta svo margt ótrúlegt fólk á leiðinni og minningar sem þú munt geyma það sem eftir er ævinnar.
Er öruggt að ferðast ein sem kona?
Sennilega mest spurða sóló-ferðaspurning í sögu allra tíma, en ótrúlega gild. Við skulum orða þetta svona: það er mikill munur á öryggi og þægindum. Þó að staður geti verið algjörlega öruggur fyrir þig að ferðast til, þýðir það ekki að þú munt ekki lenda í aðstæðum þar sem þér mun líða óþægilega vegna mismunandi félagslegra aðstæðna eða menningarlegra viðmiða. Það þýðir heldur ekki að það séu engir glæpir, þar sem við skulum vera heiðarleg: slæmt fólk er til alls staðar. Öryggi sem stakur ferðamaður, og sérstaklega sem kvenkyns sóló-ferðamaður, snýst meira um að vera á varðbergi og gera réttar varúðarráðstafanir. Ef þú vilt lesa meira um þetta skoðaðu bloggið okkar um sóló ferðalög kvenna hér.
Hvert er best að fara í sóló ferðalag?
Þessu er erfitt að svara, þetta er eins og að spyrja okkur hver uppáhalds áfangastaðurinn okkar sé. Að velja einn eða nokkra valkosti er ómögulegt, svo niðurstaðan er: svo lengi sem þú upplyfir öryggi að ferðast þangað sjálf/ur/t, þá er það góður áfangastaður. En ef þú ert að leita að frábærum stöðum sem nýliði í ferðalögum, höfum við nokkrar tillögur fyrir þig. Í Asíu væru það Taíland, Víetnam og Sri Lanka, en í Suður-Ameríku eru bæði Perú og Ekvador frábærir áfangastaðir fyrir fyrstu sólóferðina þína. Ástralía og Nýja Sjáland eru alltaf góðar hugmyndir og það eru auðvitað fullt af öðrum valkostum. Ef þú ert að hugsa um eitthvað annað, ekki láta tillögur okkar halda aftur af þér, þar sem ferðasérfræðingar okkar geta kokkað upp draumaflugið þitt fyrir alla áfangastaðina sem við bjóðum upp á.