ATH: Gott er að hafa í huga verð getur hækkað yfir háannatíma eins og jól og páska.
Kosta Ríka bíður uppá ótrúlega fjölbreytilegt landslag og dýrakíf en þar má finna 35 þjóðgarðar sem samtals þekja 11% af landinu og um 500.000 mismunandi dýrategundir. Þeir sem elska ævintýraferðir geta valið á milli fjölda afþreyinga eins og river rafting, snorkli, kayakferðum, zip-lining, surfi og svo mætti lengi telja. Þín mesta áskorun verður að ákveða hvar þú vilt eyða þeim tíma sem þú hefur.
FERÐIN
Ferðin hefst með í Bandaríkjunum eða Kanada þar sem er stoppað í eina nótt eða lengur eftir því hvað ykkur langar.
Síðan munum við fljúga til höfuðborgar Kosta Ríka, San José. Borgin er lifandi og menningarlega fjölbreytt, með fjölmörgum söfnum, kaffihúsum og mörkuðum sem gaman er að skoða. Hér er gott að byrja ferðina rólega og venjast andrúmslofti landsins áður en við höldum áfram í ævintýrið.
Eftir eina nótt San José förum við til La Fortuna, þar sem við verðum í tvær nætur. Svæðið er frægt fyrir Arenal-eldfjallið og heitu lindirnar sem Hér er gott að skoða gönguleiðir í þjóðgarðinum, heimsækja La Fortuna-fossinn og jafnvel fara í zipline eða kajaksiglingu fyrir þá sem leita að meiri spennu.
Næst höldum við til Monteverde, þar sem við verðum í tvær nætur. Þar sem hægtt er að ganga á göngubrúm yfir trjátoppana og heimsækja fiðrildagarða.
Að lokum endum við ferðina í Tamarindo, þar sem við njótum sólar og sjávar á fallegri strönd við Kyrrahafið. Við gistum á þægilegu hóteli og notum tímann til að slaka á, fara í sjóinn eða jafnvel prófa brimbretti. Tamarindo býður líka upp á frábæran mat og næturlíf svo þetta verður fullkomin leið til að slaka á eftir ævintýralega ferð.