Núna er tíminn til að bóka jólaferðina!
Sameinaðu hópinn í tryllt jólafrí. Þetta er tíminn til að bóka! Veldu úr áfangastöðum eins og Tæland, Sri Lanka, Dóminíska lýðveldið og Kosta Ríka. Kynntu þér áfangastaðina betur og kláraðu dæmið svo þú missir ekki af jólaflugsætunum.
1. Tæland - 3 vikur

Fjölskylduferðin hefst á flugi til Tælands þar sem ferðalagið er brotið upp með tveimur nóttum í eyðimerkurborgunum Dúbaí eða Doha. Þegar þið lendið er fjölskyldan sótt á flugvöllin og færð á 4* hótel þar sem morgunmatur er innifalinn. Í Dúbaí/Doha getur fjölskyldan átt saman magnaðar upplifanir þar sem þið farið í ógleymanlegt eyðimerkursafarí og ef þið eruð í Dúbaí, heimsókn upp í hæstu byggingu heims, Burj Khalifa!
Eftir dásamlegt stopp heldur fjölskylduferðin áfram til Tælands. Þið lendið í Phuket og dveljið á 4* hóteli við ströndina með morgunmat. Næstu 6 nætur fara svo í slökun á ströndinni þar sem þið getið farið í tælenskt nudd, rölt um lifandi götmarkaði og upplifað Tæland.
Eftir Phuket tekur við Khao Sok þjóðgarðurinn í tvær nætur með öllu inniföldu. Fjölskyldan gistir í trékofum og fljótandi húsum á vatninu. Í þjóðgarðinum finnið þið stórkostlega náttúru og ótrúlegt dýralíf allstaðar í kring. Á meðan þið dveljið hér er tilvalið að skella sér í bátsferðir um þjóðgarðinn, snorkla, fara í hellaskoðanir og sjá fíla vera baðaða.
Eyjan Koh Samui er næsti áfangastðaur en eyjan er full af lífi þar sem þið finnið spennandi afþreyingar eins alvöru tælensk matreiðslunámskeið, göngur upp að fallegum fossum þar sem hægt er að baða sig, fjórhjólaferðir og svo er auðvitað líka bara hægt að slappa af á ströndinni með kokteil í hönd. Eftir 6 nætur á eyjunni heldur fjölskyldan áfram til Bangkok þar sem ferðin endar. Þar er gist í tvær nætur á 4* með morgunmat. Bangkok er ótrúleg borg svo það er tilvalið að nýta tímann og kanna sem mest af henni áður en þið haldið aftur heim á leið.
Innifalið:
- Flug
- Far frá flugvellinum
- Gisting á 4* hóteli með morgunmat í Dúbaí/Doha
- 4* hóteli við ströndina með morgunmat í Phuket
- Tvær nætur með öllu inniföldu í Khao Sok þjóðgarðinum
- Gisting á Koh Samui í 6 nætur
- Gisting í tvær nætur á 4* hóteli með morgunmat í Bangkok
- Þjónustugjald
Verð: Frá 549,000 ISK á mann í lágmark 10 manna hóp, miðað við gistingu í tvíbýli. Gott er að hafa í huga verð getur hækkað yfir háannatíma eins og jól.
Hafa samband um ferð
2. Sri Lanka: 14. dagar

erðin hefst í Colombo, þar sem þið getið tékkað ykkur inn og slakið á eftir flugferðina. Síðan er haldið til Kandy sem er fyrrum höfuðborg Sri Lanka og á heimsminjaskrá UNESCO . Þar geti þið heimsótt Tannmustera Buddha Kandyvatn, Konunglega grasagarðinn í Peradeniya og upplifað menningu borgarinnar áður en þið undirbúið ykkur fyrir hina frægu lestarferð til Ella. Lestarferðin milli Kandy og Ella er ein sú fallegasta í heimi, þar sem þið ferðist í gegnum te-ekrur, gróðursæla dali og þokukennd fjöll með stórbrotnu útsýni.
Í Ella skoðið þið Nine Arches Bridge og Little Adam’s Peak áður en þið haldið er til Yala þjóðgarðsins. Þar njótið þið spennandi safaríferðar þar sem þið hafið tækifæri til að sjá hlébarða, fíla og annað dýralíf.
Eftir Yala er ferðinni hetið Unawatuna, þar sem þið eyðið síðustu dögunum í afslöppun á fallegri strönd. Unuwatuna er þekkt fyrir fallegar stendur og einstaklega gott Snork og köfunaraðstæður, afslappað andrúmsloft og líflegt næturlíf. Hinn fullkomni staður til að enda ferðina.
Innifalið:
- Flug fram og til baka
- Far til og frá flugvelli og milli staða
- Töfrandi lestarferð
- Yala þjóðgarðurinn
- Gisting á 4* hótelum með morgunmat allan tímann
- Þjónustugjald
Verð: Frá 489.000 ISK á mann í lágmark 10 manna hóp, miðað við gistingu í tvíbýli. Gott er að hafa í huga verð getur hækkað yfir háannatíma eins og jól.
Hafa samband um ferð
3. Dóminíska lýðveldið: 10 dagar

Punta Cana er vinsæll ferðamannastaður og er góð ástæða fyrir því. Þar má finna hvítar sandstrendur og tært, blátt ha asamt fjöldann allan af hótelum og veitingastöðum. Hægt er að fara í vinsælar skoðunarferðir meðal annars siglingar til Saona-eyju, köfun við kóralrif og zip-lining í regnskóginum.
Með einstaka samsetningu af náttúru, sögu og menningu er Dóminíska Lýðveldið áfangastaður sem skilur eftir sig fullt af góðum minningum.
Innifalið
- Flug
- Far til og frá flugvellinum
- Gisting á 5* hóteli með öllu inniföldu
- Þjónustugjald
Verð: Frá 489.000 ISK á mann í lágmark 10 manna hóp, miðað við gistingu í tvíbýli. Gott er að hafa í huga verð getur hækkað yfir háannatíma eins og jól.
Hafa samband um ferð
4. Kosta Ríka: 2 vikur

Ferðin hefst með í Bandaríkjunum eða Kanada þar sem er stoppað í eina nótt eða lengur eftir því hvað ykkur langar.
Síðan munum við fljúga til höfuðborgar Kosta Ríka, San José. Borgin er lifandi og menningarlega fjölbreytt, með fjölmörgum söfnum, kaffihúsum og mörkuðum sem gaman er að skoða. Hér er gott að byrja ferðina rólega og venjast andrúmslofti landsins áður en við höldum áfram í ævintýrið.
Eftir eina nótt San José förum við til La Fortuna, þar sem við verðum í tvær nætur. Svæðið er frægt fyrir Arenal-eldfjallið og heitu lindirnar sem Hér er gott að skoða gönguleiðir í þjóðgarðinum, heimsækja La Fortuna-fossinn og jafnvel fara í zipline eða kajaksiglingu fyrir þá sem leita að meiri spennu.
Næst höldum við til Monteverde, þar sem við verðum í tvær nætur. Þar sem hægtt er að ganga á göngubrúm yfir trjátoppana og heimsækja fiðrildagarða.
Að lokum endum við ferðina í Tamarindo, þar sem við njótum sólar og sjávar á fallegri strönd við Kyrrahafið. Við gistum á þægilegu hóteli og notum tímann til að slaka á, fara í sjóinn eða jafnvel prófa brimbretti. Tamarindo býður líka upp á frábæran mat og næturlíf svo þetta verður fullkomin leið til að slaka á eftir ævintýralega ferð.
Innifalið
- Flug fram og til baka
- Far til og frá flugvellinum og milli staða
- Gisting á 4* hótelum með morgunmat allan tíman
- Þjónustugjald
Verð: Frá 589.000 ISK á mann í lágmark 10 manna hóp, miðað við gistingu í tvíbýli. Gott er að hafa í huga verð getur hækkað yfir háannatíma eins og jól.
Hafa samband um ferð
Hljómar spennandi?
Langar hópnum að fara í einhverja af þessum ferðum um jólin? Eða kannski einhverja allt aðra? Við getum hjálpað ykkur að setja saman draumaferðina ykkar, sérsniðin fyrir ykkar hóp. Sendið okkur endilega skilaboð og við aðstoðum ykkur.
Fá fría ráðgjöf