150.000 afslættir í 130 löndum fyrir nemendur og kennara
Þegar þú bókar nemendaferðina eða fræðsluferðina þína í gegnum KILROY opnast dyrnar að fjölmörgum afsláttum með ókeypis stafrænu ISIC námskorti fyrir nemendur og ókeypis stafrænu ITIC korti fyrir kennara. Venjulega kosta þessi kort 1900 krónur hvort, en í gegnum KILROY fá allir í bekknum frítt kort - án aukakostnaðar. Gildir í allt að ár frá kaupdegi, nemendur og kennarar geta fegnið aðgang að yfir 150.000 afsláttum á veitingastöðum, kaffihúsum, söfnum, afþreyingum, samgöngum og upplifunum í meira en 130 löndum.
ISIC & ITIC eru samþykkt af UNESCO og veita korthafa aðgang að yfir 150.000 afsláttum um allan heim, sem hægt er að nýta bæði í ferðinni og þegar heim er komið. Á isic.is getur þú skoðað úrvalið af afsláttum. Hér fyrir neðan höfum við tekið nokkur dæmi af afslættum sem þú færð aðgang að í Berlín og London.
Afslættir í Berlín
- 25% afsláttur af bátsferðum á Reederei Riedel
- 4 EUR afsláttur af aðgangsmiða að Deutsches Historisches Museum
- 20% afsláttur af reiðhjólaleigu á Fahrradstation
- 25% afsláttur af leikhúsmiðum í Friedrichstadt-Palast
Afslættir í London
- 15% afsláttur af miðum í London Eye
- 50% afsláttur af aðgangi í Royal Botanic Gardens Kew
- Stúdíómiðar á söngleikinn 'Thriller Live' í Lyric Theatre
- 20% afsláttur af matseðli Hard Rock Café
Langar þig að vita meira um hvaða afslátt þú færð hvar? Náðu í ISIC appið í farsímann þinn!
Hvað er ISIC?
ISIC er skammstöfun fyrir International Student Identity Card, og er alþjóðleg viðurkennd stofnun fyrir nemendur með yfir fimm milljónir meðlima um allan heim. Frá stofnun þess árið 1953 hefur ISIC unnið markvisst að því að efla þvermenningarlegan skilning, bæta aðgengi að menntunartækifærum og auðvelda námsmannalíf þvert á landamæri og heimsálfur. Þetta eru gildi sem eru einnig hluti af DNA KILROY - með öðrum orðum, samstarfið á milli KILROY og ISIC liggur vel við. ISIC nemendaskírteini er UNESCO samþykkt og þar sem það er eina sinnar tegundar er hægt að nota það sem námsskírteini um allan heim.
Það er auðvelt að nota ISIC appið á ferðinni
Að nota ISIC appið í nemendaferðinni er bæði einfalt og þægilegt. Þegar þú bókar í gegnum KILROY færðu leiðarvísi til að hjálpa bekknum að byrja að nota ISIC og ITIC kortið. Stafræna kortið er hlaðið niður í app í farsímann sem gefur góða yfirsýn yfir afslætti á ákveðnum áfangastöðum auk afsláttarmöguleika á netinu. Það er auðvelt að fletta í gegnum appið, sama hvar þú ert í heiminum, og sjá mörg kjör sem nemendur geta fengið. Þú getur séð meira hér í myndbandinu.
Fá tilboð í nemendaferð