Er verið að skipuleggja árshátíðarferð?
Er árshátíð á næsta leiti? Á að gera eitthvað öðruvísi í ár? Hvað með að fara með fyrirtækið í árshátíðarferð erlendis? Við getum aðstoðað ykkur við að skipuleggja árshátíðarferð fyrir stóra jafnt sem smáa hópa. Kíkið á okkar tillögur að frábærum árshátíðarferðum og hafið síðan samband við okkur til að fá fría ráðgjöf fyrir hópinn ykkar.
ATH. Þetta eru einungis tillögur, við getum sérsniðið árshátíðarferðir alveg eftir ykkar höfði.
Fá fría ferðaráðgjöf Bóka fund með ferðaráðgjafa
Hvernig virkar þetta?
Veistu ekkert hvernig maður byrjar að skipuleggja árshátíðarferðina fyrir fyrirtækið? Engar áhyggjur, þú ert í góðum höndum hjá okkur! Við getum hjálpað þér að svara spurningum eins og; Hvert á að fara? Hvenær er best að fara? Hvað kostar þetta? Góðu fréttirnar eru þær að þetta þarf ekki að vera flókið! Svona virkar ferlið.
En hvert á að fara?
Við getum skipulagt árshátíðarferð fyrir fyrirtækið þitt út um allan heim, en til að auðvelda þér vinnuna tókum við saman þá áfangastaði sem hafa verið hvað vinsælastir hjá okkur upp á síðkastið. Skoðaðu þetta og hafði svo samband við okkur til að fá fría ráðgjöf fyrir hópinn þinn.

Árshátíðarferð til Prag
Prag er ein fallegasta og mest heillandi borg Evrópu og tilvalin fyrir árshátíðarferð þar sem hópurinn sameinast í upplifun sem enginn gleymir. Borgin er þekkt fyrir stórbrotinn arkitektúr, sögufræga götur og notalegt andrúmsloft. Gamli bærinn, sem er á heimsminjaskrá UNESCO, er fullur af lífi og býður upp á fjölbreytta menningu, sögur og falin fjársjóð til að uppgötva saman.
Gist er á glæsilegu fimm stjörnu hóteli í miðborginni þar sem morgunverður er innifalinn. Hótelið býður upp á veislusal sem hentar einstaklega vel fyrir sjálfa árshátíðina. Herbergin eru vel búin, með öllum þeim þægindum sem gera dvölina afslappandi og þægilega.
Prag hentar einstaklega vel fyrir hópa og býður upp á skemmtilega og fjölbreytta afþreyingu. Röltið um gamla bæinn og yfir Karlsbrúna, bjórsmökkun, gómsæta kvöldverði og bátsferð á Vltava-ánni, þar sem hægt er að njóta borgarinnar frá öðru sjónarhorni.
Fá að vita meira um Prag

ÁRSHÁTÍÐARFERÐ TIL DUBLIN
Dublin er einstaklega lífleg og skemmtileg borg sem hentar fullkomlega fyrir árshátíðarferð. Hér sameinast rík menningarsaga, frábær stemning og hlýlegt andrúmsloft sem gerir borgina sérstaklega heillandi fyrir hópa. Hvort sem þið viljið njóta írskrar menningar, góðra veitinga eða einfaldlega upplifa borg sem tekur gestum opnum örmum, þá er Dublin rétti staðurinn.
Hópurinn gistir á fjögurra stjörnu hóteli með frábæra staðsetningu í hjarta borgarinnar og morgunverður er innifalinn. Við komu tekur rúta á móti hópnum á flugvellinum og keyrir ykkur þægilega að gististað.
Í Dublin má finna fjölbreytta afþreyingu fyrir alla eins og heimsókn í Guinness verksmiðjuna, gönguferð um Temple Bar hverfið, söfn, dómkirkjur og stór græn almenningssvæði eins og Phoenix Park. Kvöldverður í góðum félagsskap á eftirminnilegum veitingastað er tilvalin leið til að fagna og skapa góðar minningar saman. Dublin býður upp á ferð sem sameinar afslöppun, upplifun og gleði.
Fá að vita meira um Dublin

ÁRSHÁTÍÐARFERÐ TIL STOKKHÓLMS
Stokkhólmur er ein fallegasta og mest heillandi borg Norðurlandanna. Borgin er byggð á eyjum sem tengjast með brúm og hefur gjarnan verið kölluð Feneyjar norðursins. Hér mætist sögulegur miðbær með þröngum steinlögðum götum og litríkum húsum við nútímalega hönnun og lifandi borgarmenningu. Þetta er staður þar sem saga og nútími fléttast saman á einstakan hátt.
Hópurinn gistir á fjögurra stjörnu hóteli í miðborginni þar sem morgunverður er innifalinn. Hótelið hentar sérlega vel fyrir hópa og býður upp á stílhrein herbergi, góða aðstöðu og nálægð við helstu kennileiti borgarinnar.
Fyrir þá sem vilja bjóða meira enn hefbundna árshátíðarferð býður Stokkhólmur einnig upp á skemmtileg hópefli utan hins hefðbundna. Hægt er að bóka Game Night Show þar sem keppnisskap og hlátur ráða ríkjum, eða halda í ævintýralega ferð með báti yfir í Prison Island, þar sem hópar takast á við krefjandi og skemmtileg verkefni saman. Kvöldið má síðan fullkomna á glæsilegum veitingastað í miðbæ Stokkhólmar.
Fá að vita meira um Stokkhólm

ÁRSHÁTÍÐARFERÐ TIL BRIGHTON
Brighton er lifandi og skapandi borg við suðurströnd Englands þar sem skemmtileg stemning og óformlegur andi ráða ríkjum. Þetta er borg sem býður upp á einstaka blöndu af sjávarsíðufegurð, listasenu, litríkum verslunum og líflegu næturlífi. Hér má njóta tilverunnar á ströndinni, rölta um The Lanes með sínum sjarmerandi kaffihúsum og forvitnilegu verslunum, eða skoða óvenjuleg kennileiti eins og Brighton Pavilion sem líkist asískri konungshöll.
Hópurinn gistir á fjögurra stjörnu hóteli þar sem morgunverður er innifalinn og aðstaða fyrir árshátíðina sjálfa er til fyrirmyndar. Hótelin sem koma til greina eru bæði við sjávarsíðuna og í miðborginni, þar sem allt sem skiptir máli er í göngufæri.
Brighton hentar frábærlega fyrir árshátíðarferð þar sem markmiðið er að njóta saman, gleðjast og skapa eftirminnilegar stundir í borg sem tekur vel á móti öllum.
Fá að vita meira um Brighton

ÁRSHÁTÍÐARFERÐ TIL GLASGOW
Langar ykkur að fara í ógleymanlega árshátíðarferð til Glasgow? Ferðalagið til Glasgow er ekki langt og oftast er það bara beint flug frá Keflavík sem hentar einstaklega vel fyrir stutta en innihaldsmikla ferð!
Þegar árshátíðarhópurinn lendir í Glasgow er hann sóttur á flugvöllinn og skutlað á frábærlega staðsett 4 stjörnu hótel. Glasgow er stútfull af lífi og er alveg einstaklega skemmtileg borg með góðu verðlagi sem auðvelt er að njóta sín í.
Fyrsta daginn væri tilvalið að koma sér fyrir á hótelinu og skella sér svo í smá leiðangur um þessa fallegu stórborg. Kíkja jafnvel í hop on-hop off rútu til þess að kynnast sögu borgarinnar með hröðum og skemmtilegum hætti. Einnig væri hægt að taka skoðunarferð á eigin vegum og dást að fallegum arkitektúr- og sögu Glasgow Cathedral, fá sér hádegismat í litríkri náttúrudýrð í Botanic gardens, heimsækja City Chambers, fara í bjórsmökkunartúr um Glasgow eða jafnvel bara kíkja í smá verslunarleiðangur.
Daginn eftir verður síðan haldinn ógleymanlegur árshátíðarkvöldverður þar sem hópurinn nýtur kvöldstundarinnar saman og gæðir sér á dýrindis veitingum og drykkjum.
Eftir frábæra árshátíð geta morgunfuglarnir kíkt að versla morguninn eftir á meðan aðrir njóta þess að sofa út og fá sér síðan góðan morgunmat á hótelinu og rjúkandi heitann kaffibolla í rólegheitum áður en haldið er heim á leið.
Fá að vita meira um Glasgow

ÁRSHÁTÍÐARFERÐ TIL HELSINKI
Helsinki er einstaklega áhugaverður áfangastaður sem sameinar rólegt norrænt andrúmsloft við líflega borgarmenningu og skapandi orku. Borgin stendur við strönd Eystrasaltsins og er þekkt fyrir glæsilega arkitektúr, nútímalega hönnun, góða matarmenningu og fjölbreytt menningarlífið. Hér finnur hópurinn bæði ró og fjör, fullkomið jafnvægi fyrir árshátíðarferð.
Hópurinn gistir á fjögurra stjörnu hóteli með morgunverði þar sem öll aðstaða til að halda árshátíð er til staðar. Veislusalurinn er með fallegu útsýni og kvöldverðurinn sem býðst er bæði vandaður og sniðinn fyrir tilefnið.
Í Helsinki er úrval af afþreyingu sem hentar hópum, hvort sem það er að fara saman í klassíska finnska gufu, skella sér í karókípartý eða njóta góðs matar á einum af mörgum veitingastöðum borgarinnar. Þetta er ferð sem sameinar hágæða upplifun, fallegt umhverfi og ógleymanlega samveru.
Fá að vita meira um Helsinki

ÁRSHÁTÍÐARFERÐ TIL MUNICH
Langar ykkur að fara í einstaka árshátíðarferð til Munich? Þá er þessi hugmynd okkar að hinni fullkomnu árshátíðarferð til Munich, sem samanstendur af einstökum arkitektúr, hátíðarhöldum og góðum mat, eitthvað fyrir ykkur!
Ferðalagið til Munich er ekki langt og í flestum tilfellum er það bara beint frá Keflavík, sem er frábært fyrir stutta ferð. Þegar árshátíðarhópurinn lendir í Munich er hann sóttur á flugvöllinn og skutlað á frábærlega staðsett 4 stjörnu hótel í þessari gullfallegu borg.
Fyrsta daginn væri tilvalið að fara í göngutúr og skoða borgina eða jafnvel hoppa í skoðunarferð og enda túrinn á stórkemmtilegri bjórsmökkun, þar sem Munich er mjög þekkt fyrir bjórmenningu sína.
Næsta dag yrði síðan haldinn hátíðlegur árshátíðarkvöldverður þar sem þið munuð gæða ykkur á dýrindis veitingum og drykkjum og fagna saman fram á nótt!
Daginn eftir frábæra árshátíð erlendis væri tilvalið að eyða deginum í að skoða Munich betur, jafnvel kíkja aðeins í búðir og nýta tækifærið áður en haldið er af stað heim á leið.
Fá að vita meira um Munich