- Bakpoki eða taska (en ekki á hjólum - það er bara fyrir ömmu þína). Auk þess þarftu minni bakpoka fyrir stuttar skoðunarferðir.
- Vatnsþéttan "poka" til að verja farangurinn þegar rignir (hægt að kaupa í útivistarbúðum).
- Góða gönguskó.
- Lyf, sárabindi, plástur ofl.
- Afrit af öllum pappírum, vegabréfi, flugmiðum og mikilvægum símanúmerum.
- Swiss army hníf eða eitthvað samskonar tól.
- Vasaljós (eða höfuðljós), hengilás og vekjaraklukku.
- Snjallsíma (samskipti, tónlistarspilari, reiknivél, vekjaraklukka, leikir, vara myndavél, geymir gögn)
- Leiðsögubækur sem eiga við hverju sinni.
Með þessa hluti í töskunni getur þú bjargað þér á flestum stöðum. Svo er það bara komið að þér að ákveða hversu mikið af fötum þig langar að taka með. Vertu bara viss um að öll fötin þín séu fljót að þorna, þægileg og ekki of dýr ef þú skyldir týna þeim.
Þú gætir einnig viljað taka vissa hluti með þér (eða ekki) miðað við þann áfangastað sem þú ert að fara til. Þegar þú gistir á hosteli eða öðru líku getur samþjappaður svefnpoki og ferðahandklæði (sem þorna mjög fljótt) reynst þér mjög vel. Þegar þú ferðast um heitar slóðir þá gildir það sama um vatnsflösku og einnig er gott að vera með léttan útileigu búnað (plast disk/skál/hníf/gaffal/skeið) ef þú ætlar þér að stunda mikla útiveru. Sprey/krem eða aðrir hlutir sem halda moskítóflugum frá er einnig mikilvægt að vera með í sumum hlutum heimsins, það er þó oftast best að kaupa þau á þeim stað sem þú ert hverju sinni.