Undirbúðu þig undir litadýrð því ein stærsta hátíð Kólumbíu, Barranquilla carnival, er í mars! Þetta er mikilvægasta hátíðin í Kólumbíu þar sem fólk af öllum aldri tekur þátt. Slagorð hátíðarinnar eru "þeir sem lifa, njóta þess".
Í mars getur veðrið í Kólumbíu verið breytilegt en meðalhitastigið er í kringum 18-22 gráður. Andes-fjöllin hafa áhrif á veðrið hér svo þú getur upplifað það besta af báðu - bæði sól og snjó.
Ef þig langar svo að heimsækja hjarta Kólumbíu þá verður þú að heimsækja Bogotá. Þar búa 10 milljón manns og þar finnur þú fjölda matarhátíða og vín á góðu verði.
Afhverju að fara til Kólumbíu í mars?
Vegna þss að í mars er gott veður í Kólumbíu en þar finnur þú líka frábæra menningu, geggjaðar hátíðir, góða tónlist og ískaldan bjór!
Fá fría ráðgjöf
Við mælum sérstaklega með eftirfarandi afþreyingum í Kólumbíu í mars

1. Ganga til The Lost City
Flestum langar til að heimsækja stórkostleg svæði áður en það verður troðið af ferðamönnum. Ef þú ert ein/n af þeim þá er þessi ferð fyrir þig. Sjö dagar þar sem þú gengur í gegnum frumskóginn til týndu borgarinnar í Teyuna.
Skoða betur

2. Karabískir hápunktar Kólumbíu
Í þessari flottu 14 daga ferð munt þú upplifa karabískuhlið Kólumbíu. Hápunktar ferðarinnar eru til dæmis Caragena, Santa Marta, ganga til The Lost City, Punta Gallinas og Cabo de La Vela.
Skoða betur

3. Köfunarnámskeið í Taganga
Lærðu að kafa af reyndum köfurum í frábæru umhverfi. Uppgötvaðu iðandi lífið neðansjávar á sama tíma og þú nærð þér í PADI köfunarskírteini.
Skoða betur
LANGAR ÞIG AÐ FERÐAST Í MARS EN VEIST EKKI HVERT?
Engar áhyggjur! Við höfum sérþekkingu á þessu sviði og getum aðstoðað þig að skipuleggja ferð sem hentar þér fullkomlega. Bókaðu fría ráðgjöf hjá okkur og við getum byrjað að hanna ferðina þína. Ertu ekki að fara að ferðast í mars? Kíktu þá á ferðadagatalið okkar og veldu þann mánuð sem þig langar að ferðast í.
Bóka fría ráðgjöf