Ef heimsreisa heillar þig ekki en þig langar þó að ferðast, upplifa nýja hluti, nýtt umhverfi og leggja þitt af mörkum til þess að gera heiminn að betri stað þá gæti sjálfboðastarf verið lausnin fyrir þig.
Það er mikilvægt að þú vitir að þegar þú ferð í sjálfboðastarf þá er ekki hægt að kalla það að fara í frí heldur ertu að ganga í ákveðið starf þar sem gert er ráð fyrir því að þú vinnir á hverjum degi (oftast er þó frí um helgar). Svo vertu viss um að þú hafir áhuga á því sem þú ert að fara að gera. Við erum í samstarfi með fjölmörgum sjálfboðastörfum út um allan heim en hvort sem þú ferð í sjálfboðastarf tengt dýravernd eða samfélagsþjónustu þá verður þú að hjálpa einstaklingum og dýrum sem njóta góðs af hjálp þinni en eru henni ekki háðir.
Við bjóðum upp á fjöldan allan af sjálfboðastörfum hvort sem þú vilt vinna með börnum, vinna við uppbyggingu, íþróttir, náttúrvernd eða hjálpa dýrum.
Ég vil vita meira um sjálfboðastarf