{{ section.name }} Þjónustuver

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

{{ section.name }} Þjónustuver
Leitaðu að áfangastöðum eða að því sem þú vilt gera...

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Við höfum ferðast um allan heimin og erum því sérfræðingar þegar kemur að ferðalögum. Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig við að skipuleggja draumaferðina þína.

Tæland hefur opnað aftur - Hér eru 5 skemmtilegir hlutir til að gera í Tælandi!

Thailand Koh Tao View

Biðin hefur verið löööööng

Tæland er byrjað að taka aftur á móti ferðamönnum svo nú er fátt meira aðlaðandi en að hoppa upp í fyrstu flugvél og setja stefnuna í átt að heitara loftslagi þar sem strendur, frumskógar, ljúffengur matur og 30+ gráður bíða þín! Hér eru 5 hlutir sem gaman er að gera í Tælandi.

Að kafa hjá Koh Tao

Koh Tao er hin fullkomna eyja ef þú ert forvitin/n um lífið undir yfirborðinu. Hún er þekkt sem „köfunareyjan“ og það er ekki að ástæðulausu. Eyjan státar af nokkrum fallegum rifum og köfunarstöðum, skemmtilegu næturlífi á notalegum börum og svo finnur þú um 200 köfunarverslanir um alla eyjuna. Það þarf kannski ekki að segja það en á Koh Tao snýst allt um köfun!

Sama hvort þú ert reyndur kafari eða ekki, hér eru köfunartækifæri fyrir alla. Þú getur lært að kafa, kafað á eigin vegum, farið á freediving námskeið eða farið á framhaldsnámskeið í köfun ef þú hefur lært að kafa áður. Og það góða er að þetta er allt á mjög sanngjörnu verði.

 
Við mælum með:

Hvað: 5 daga köfunarnámskeið

Verð: Frá 37.350 ISK

Innifalið: Köfunarnámskeið, gisting og leiga á búnaði

Skoða betur

Ævintýri frá Bangkok til Hua Hin

Önnur flott leið til að skoða Tæland er að fara í ævintýraferð frá Bangkok til Hua Hin. Þá munt þú eiga 8 ævintýralega daga þar sem þú ferð í gegnum frumskóga, eyðir tíma á ströndum og tekur hressandi dýfu í fossunum. Þú byrjar í Bangkok þar sem þú eyðir nokkrum dögum áður en þú ferð í Sai Yok þjóðgarðinn. Þú munt eyða 3 dögum hér og við tryggjum að þú fáir alvöru frumskógarupplifun þegar þú ferð niður ána á flekanum þínum. Einnig getur þú skellt þér í skemmtilega kajakferð niður ána.

Frá Sai Yok þjóðgarðinum heldurðu áfram til Hua Hin, þar sem þú eyðir nokkrum dögum með ferðafélögum þínum. Þú getur valið að prufa að kitesurfa eða þú getur heimsótt local matarkmarkaðina. Við mælum með báðu!

Frekari upplýsingar:

Hvað: 8 daga ævintýraferð frá Bangkok til Hua Hin

Verð: Frá 140.800 ISK (verð á mann fyrir tvo sem ferðast saman)

Innifalið: Far frá flugvellinum, gisting, 7x morgunmatur, 3x hádegismatur, 2x kvöldmatur, kajakferð og staðbundnar samgöngur.

Skoða betur

Chumpon Coral Island útilega

Langar þig að prófa lífið á eyðieyju? Jæja, hér er tækifærið þitt! Á Chumpon Coral Island tjaldsvæðinu okkar heimsækir þú Koh Kye sem er eyðieyja úr kórölum. Ferðin er 3 dagar/2 nætur og verður tjaldað á eyjunni. Það gerist ekki betra en þetta. Eitt af því sem hægt er að leyfa sér að hlakka til í þessari ferð er heimsókn til sjómannaþorpsins á staðnum þar sem þú færð einstakt tækifæri til að tengjast heimamönnum.

Þessi ferð er frekar stutt, en er fullkomin leið til að hefja eyjaævintýrið þitt ef þú ætlar að heimsækja Koh Pha Ngan, Koh Tao eða Koh Samui næst.

Ferkari upplýsingar:

Hvað: Útileguævintýri á eyðieyju

Verð: Frá 39.600 ISK (verð á mann fyrir tvo sem ferðast saman)

Innifalið: Útilega í 2 nætur, bátsferð, inngöngugjald á Koh Kye, 2x morgunmatur, 1x hádegismatur og 2x kvöldmatur

Skoða betur

Sigling frá Phuket til Phi Phi eyja

Hvað er betra en að njóta lífsins á báti í fallega Andamanhafinu? Byrjaðu þessa ferð í Phuket og endaðu á Koh Phi Phi á fjórða degi. Þar á milli heimsækir þú Khao Phing Kan einnig þekkt sem James Bond eyjan, Railay Beach í Krabi og Koh Ha Yai. Þetta eyjahoppaævintýri ferðu í ásamt öðrum bakpokaferðalöngum..

Þú færð tíma til að snorkla, synda og slappa af á ströndunum á leiðinni. Þú færð líka tækifæri til að skoða næturlífið á Krabi. Ekki svo slæmt, er það nokkuð?

Frekari upplýsingar:

Hvað: 4 dagar / 3 nætur

Verð: Frá 81.438 ISK

Innifalið: Gisting í 3 nætur, 3x morgunmatur, 2x hádegismatur, 2x kvöldmatur

Skoða betur

Ævintýri í Khao Sok þjóðgarðinum

Ef frumskógargöngur og óþekktari hlutar Tælands heilla þig þá viltu ekki missa af þessari einstöku upplifun í Khao Sok þjóðgarðinum. Eyddu 3 dögum í náttúrunni í þessari ævintýraferð.

Dagur eitt byrjar með kvöldverði og síðan bíður þín flott nætursafarí í þjóðgarðinum.

Dagur tvö er fullur af flottum athöfnum eins og til dæmis kanósigling, gönguferðir og kvöldverður í frumskóginum svo eitthvað sé nefnt. Allt í töfrandi umhverfi Cheow Lan Lake.

Á síðasta deginum muntu fá enn meiri tíma til að skoða hið fallega Cheow Lan vatn, tilvalið fyrir morgunsund. Þegar ævintýrinu er lokið geturðu valið að fara á strendurnar eða hvað sem er næst á tælenska bucketlistanum þínum. Þar er nóg um að vera!

Frekari upplýsingar:

Hvað: 3 dagar / 2 nætur

Verð: Frá 107.600 ISK (verð á mann fyrir tvo sem ferðast saman)

Innifalið: Gisting í 2 nætur, staðbundnar samgöngur, 2x morgunmatur, 2x hádegismatur, 2x kvöldmatur

Skoða betur

Langar þig til Tælands?

Ef ekki núna þá hvenær?! Við vonum að þú hafir fengið smá innblástur fyrir ferðina þína hér. Ef þig vantar frekari upplýsingar eða þig langar að gera eitthvað allt annað í Tælandi þá skaltu skrifa okkur og fá fría ferðaráðgjöf.

Fá fría ráðgjöf

Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText

Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.