Galapagos er eyjaklasi af eldfjallaeyjum sem eru þekktar fyrir einstakt dýralíf sem enginn annar en sjálfur Charles Darwin rannsakaði. Rannsóknarniðurstöðurnar sem Darwin komst að í ferð sinni árið 1835 lagði mikið af mörkum fyrir þróunarkenninguna og náttúruval. Í dag eru Galapagoseyjar töfrandi áfangastaður sem er fullur af litríkri náttúru, gömlum sögum og hefðum ásamt náttúru og dýrum sem þú sérð hvergi annarstaðar. Sem sjálfboðaliði munt þú dvelja á Galapagos, labba framhjá sofandi selum á bekkjum ásamt því að vinna og sóla þig við hliðina á þeim seinnipartinn. Þetta er sko allt annað en íslenski hversdagsleikinn!