{{ section.name }} Þjónustuver

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

{{ section.name }} Þjónustuver
Leitaðu að áfangastöðum eða að því sem þú vilt gera...

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Við höfum ferðast um allan heimin og erum því sérfræðingar þegar kemur að ferðalögum. Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig við að skipuleggja draumaferðina þína.

Road trip um Bandaríkin og Kanada: Okkar bestu ráð!

Bixby Creek brú á Kaliforníu þjóðvegi 101, yfir háum kletti rétt við sjóinn

Öll bestu ráðin okkar fyrir ótrúlegt road trip í Norður-Ameríku

Road trip er aldrei slæm hugmynd. Ef þú ert að skipuleggja stórt ævintýri í gegnum Bandaríkin eða Kanada hefurðu fullt af ástæðum til að verða spenntur, en það er líka að mörgu að huga og nóg af ráðum til að kynna sér. Í þessu bloggi munum við fara yfir okkar bestu ráðleggingarnar þegar kemur að road trip ferðum í Norður-Ameríku svo þú getir verið vel undirbúinn fyrir ferðina þína.

Lightblue Oldtimer Car By The Side Of The Road In A Desert Landscape In The USA
On the road í USA
Bandaríkin eru hið fullkomna road trip land. Mílur og kílómetrar af auðum vegum, frægum kennileitum og þjóðgörðum: við erum alveg viss um að þér mun ekki leiðast. Í hvaða road tripi sem er (ekki bara í Bandaríkjunum), skaltu vera viss um að stoppa mikið. Það hjálpar til þegar verið er að keyra langar vegalengdir.

Öryggið í fyrirrúmi!

Þegar þú ert að ferðast til annars heimshluta gætu aðrar reglur átt við þegar kemur að bílaleigu. Við mælum eindregið með því að þú lesir skilmála leigusamningsins vel, svo þú vitir hvað er leyfilegt og hvernig þú ert tryggður.

Að auki getum við ekki mælt nógu mikið með því að þú hafir ferðatryggingu klára fyrir brottfarardag. Ef þú ert ekki með ferðatryggingu, vertu þá viss um að hafa samband við einn af ferðaráðgjöfunum okkar sem getur aðstoðað þig. Það kostar ekki mikið, en er risastór þáttur í hugarró þinni, sérstaklega þegar þú keyrir þúsundir kílómetra.

Bestu ráðin okkar um road trips, beint frá sérfræðingunum

Þegar þú spyrð ferðaráðgjafana okkar um meðmæli, þá er endalaus viska á leiðinni ;) Í þessari grein höfum við reynt að taka saman mörg af bestu ráðunum okkar svo road tripið þitt muni heppnast vel. Við skulum vinda okkur í þetta!

View of desert and rocks taken through a car window

Redwood National Park
Þjóðgarðar, minnisvarðar og sögulegir staðir
Tilgangurinn við að fara í road trip er að heimsækja eins marga staði og hægt er, ekki satt? Bæði í Bandaríkjunum og Kanada þýðir þetta líklega að þú munt heimsækja fullt af þjóðgörðum. Þá er hentugt að þú getur sparað þér mikinn pening á því! Í Bandaríkjunum muntu geta keypt árskort til að fá aðgang að meira en 59 þjóðgörðum. Þú sparar pening í aðgangseyri og það besta af öllu: það gengur líka fyrir mörg önnur kennileiti og sögulega staði. Best er að kaupa þennan pass fyrirfram. Þú getur meira að segja leitað í ferðahópum á netinu fyrir notaða miða, þar sem þeir gilda í heilt ár og eru ekki bundnir við neinn einstakling. Fyrir Kanada er enginn all-in-one passi, en þú getur keypt Discovery Pass sem mun hjálpa þér að spara töluvert af aðgangsgjöldum með afslætti og öðrum fríðindum.

Ráð 1: Hin fullkomna akstursfjarlægð

Hefurðu einhvern tíma velt fyrir þér vegalengdum og hversu marga kílómetra þú ættir að gera ráð fyrri á road tripi? Gullna reglan er um 180 kílómetrar á dag. Ef þú skipuleggur 17 daga ferð til Kaliforníu ætti road tripið þitt ekki að vera lengri en 17 x 180 = 3060 km. Þá erum við líka að taka með daga án aksturs. Treystu okkur, þessi gullna regla virkar!

Ráð 2: Fylltu á tankinn fyrir utan stórborgirnar

Þó að bensínverðið er miklu ódýrara en heima, þá er verðið í Bandaríkjunum og Kanada ekki lengur eins ódýrt og það var. Það er skynsamlegra að fylla á tankinn fyrir utan stórborgirnar þar sem bensínverð getur oft verið allt að dollara ódýrara (á gallon, það er 3,75 lítrar) ef þú forðast stórar borgir eins og L.A., San Fran, San Diego, Chicago o.s.frv.

Ráð 3: Kostnaður við að leggja í bílastæði yfir nótt

Reyndu að forðast að leggja bílnum þínum yfir nótt í miðbæ stórborga. Það mun kosta á bilinu 20-50 USD fyrir nóttina í kringum hótel í miðbænum í borgum eins og San Francisco, L.A., New York og Washington. Finndu frekar gistingu með bílastæði inniföldu eða gistu rétt fyrir utan borgina. Miklu ódýrara, en nógu nálægt til að fá þér morgunmat á Denny's í miðbænum.

Ráð 4: Sparaðu með því að leigja cross-country bílaleigubíl

Ef þú vilt keyra frá strönd til strandar, mælum við með að keyra frá vestri til austurs (Kaliforníu til New York City). Það er ódýrari kosturinn en ekki síður skemmtilegur! Ástæðan fyrir verðmuninum er sú að allar bílaleigur sem byrja í Kaliforníu eru töluvert ódýrari en ef þú byrjar á austurströndinni.

Bison hjörð í Yellowstone þjóðgarðinum
Canada Jasper National Park Road
Road trip í Kanada
Road trip í Kanada er nokkuð svipað og í Bandaríkjunum, með breiðum opnum vegum utan stórborganna. Það er mjög afslappandi land að keyra í gegnum, sérstaklega á sumrin. Þegar vetur skellur á er það örlítið erfiðara þar sem snjór og ís geta haft mikil áhrif á hvernig bílaleigubíllinn þinn gengur. Ef þú ert ekki vanur að keyra við vetrarskilyrði er best að fara á sumrin. Ef þú ert á leið til Montreal-eyju (á hvaða tíma árs sem er) skaltu nota smá tíma í að skoða hinar ótrúlegu handahófskenndu akstursreglur þar. Þú munt eflaust hlæja, en jafnframt tryggja að þú sért tilbúinn fyrir heimsókn þína.

Ráð 5: Að aka Kaliforníuhraðbrautina (101)

Ef þú ert að fara til Kaliforníu eru góðar líkur á því að þú ætlar að keyra eftir 101 strandveginum. Við mælum með að keyra veginn frá San Francisco til Los Angeles. Ef þú gerir það í hina áttina (frá suðri til norðurs) ekurðu í fjallshlíð vegarins en ekki sjávarmegin. Þetta þýðir að þú tapar fallegu útsýni og útsýnisstoppum. Þegar þú keyrir veginn frá norðri til suðurs er nánast allt sem þú vilt sjá og gera hægra megin við veginn!

Bónusráð: Athugaðu alltaf ástand vegarins áður en ekið er í Kaliforníuhraðbrautina - vegalokanir eru tíðar vegna skriðufalla eftir mikla rigningu.

Ráð 6: Árstíðabundin - Yosemite þjóðgarðurinn

Tioga-skarðið í Yosemite þjóðgarðinum er venjulega lokað frá lok október og fram í miðjan maí vegna veðurskilyrða á veturna. Ef þú þarft að fara framhjá Sierra Nevadas utan aðaltímabilsins þarftu annað hvort að keyra suður um Bakersfield (við Sequoia þjóðskóginn) eða norður um borgina Reno til að fara yfir hinn glæsilega fjallgarð. Þetta mun taka þig aðeins lengri tíma, en að minnsta kosti bæta útsýnið þér það upp!

Ráð 7: Sparaðu smáaura fyrir vegatollinn

Fullt af ríkjum Bandaríkjanna eru með vegatoll. Vegir með tolli eru oft fljótfarnari en venjulegir þjóðvegir, sérstaklega í kringum helstu borgir, en þeir munu kosta þig nokkra dollara. Mundu að geyma smáurana þína þar sem sumar tollastöðvar taka ekki við kreditkortum (þó það sé að verða sjaldgæfara). Ef ekki er greitt á staðnum er gjaldið skráð á númeraplötu bílaleigubílsins og það verður gjaldfært á kreditkortið þitt af bílaleigufyrirtækinu, auk auka umsýslugjalds.

colorado-rocky-mountains-view-cover

Ráð 8: Fáðu þér GPS (og gamaldags vegaatlas)

GPS er best. Án þess skaltu búa þig undir að villast. Eins mikið og það gæti verið gaman að villast, þá er satt að segja skemmtilegra að vita hvert þú ert að fara. Þú hefur nokkra möguleika þegar kemur að GPS.

  • Þú getur leigt eitt GPS tæki með bílnum
  • Komdu með þitt eigið að heiman (vertu viss um að þú hafir sett upp USA/Kanada kort)
  • Skelltu þér í Walmart til að kaupa tæki
  • Notaðu Google Maps í símanum þínum (sæktu „svæði án nettengingar“ áður en þú ferð eða fáðu þér staðbundið SIM-kort með gagnaáætlun í Bandaríkjunum/Kanada)

Sama hvað þú kýst, að hafa GPS er ótrúlega dýrmætt. Hins vegar er klassíski Rand McNally Road Atlas frábær viðbót til að skipuleggja og fá yfirsýn yfir road tripið þitt.

Ekki aðdáandi bóka og pappírs? Hið frábæra snjallsímaforrit MAPS.me hefur mjög ítarleg (og ókeypis!) kort sem þú getur hlaðið niður án nettengingar og notað þegar þú ert ekki á netinu. Þeir sýna oft jafnvel minnstu gönguleiðir og það hefur ekki svikið okkur hingað til.

Ráð 9: Keyptu þér kæli fyrir road tripið

Fyrir 15-20 dollara færðu ágætis kæli og getur notið kaldra drykkja og snarls á veginum. Keyptu líka nokkra íspoka eða búðu til þína eigin; flest hótel eru með ísmolavél. Komdu með zip-lock poka og fylltu þá. Einfalt og ókeypis. Ekki nógu kalt? Pakkaðu kælinn með þurrís, sem þú getur auðveldlega fengið í flestum Costco, Walmart og jafnvel bensínstöðvum og 7-11' stöðum. Þetta er ódýr og góð leið til að halda drykkjunum þínum og snarlinu köldu allan daginn, jafnvel þegar bílnum þínum er lagt í brennandi heitri sólinni í Death Valley.

Ef þú ert að leigja húsbíl, vertu viss um að þessar tegundir farartækja eru nú þegar með ísskáp eða kæli.

Ráð 10: Komdu með auka kreditkort

Þegar þú leigir bíl skaltu hafa í huga að sumir leigustaðir í Norður-Ameríku taka ekki við debetkortum eða samsettum debet- og kreditkortum. Fyrir öll ævintýri erlendis mælum við með alþjóðlegu kreditkorti, einfaldlega vegna þess að það mun aldrei svíkja þig og það er auðveld leið til að halda öllum útgjöldum þínum á einum stað. Flestum kortum fylgir líka einhvers konar (ferða)trygging, svo vertu viss um að bera saman skilmálana á milli mismunandi valkosta ef þú ert ekki með kreditkort enn þá.

alaska-winter-lake-usa-cover

Ráð 11: Lestu leigusamninginn

Ekki það skemmtilegasta í heimi! En það er vel þess virði að lesa yfir skilmála og skilyrði leigusamningsins áður en þú skrifar undir hann. Bílaleigufyrirtæki geta verið nokkuð ágeng í að reyna að selja aukavörur, tryggingar eða uppfærslur. Svo vertu viss um að skrá þig ekki fyrir viðbótum sem þú hefur ekki beðið um þar sem þú munt ekki geta fengið það endurgreitt eftir á.

Ráð 12: Forbókaðu hluta af gistingunni þinni

Þá komum við aftur að því að setja upp ferðaáætlun áður en þú ferð. Já, road trip er frelsi, en hafðu í huga að ef þú vilt heimsækja nokkra af hinum þekktu þjóðgörðum gætirðu þurft að bóka gistingu eða gistingu á tjaldsvæði á þessum vinsælu stöðum fyrirfram.

Gisting í vinsælum þjóðgörðum eins og Yosemite, Yellowstone, Grand Canyon, Arches, Zion og Bryce Canyon mun líklega seljast upp allt að 6 mánuðum fram í tímann yfir sumarið. Ef þú ert í hjólhýsi eða húsbíl, mundu þá að forpanta plássið þitt á þeim tjaldsvæðum sem þú vilt gist á þar sem það getur verið mikill munur á staðsetningu og aðstöðu.

Ráð 13: Hugsaðu um mismunandi akstursreglur

Flest aksturslög í Norður-Ameríku eru kunnugleg okkur Evrópubúum. Það eru þó nokkur sem standa upp úr sem þú ættir að vita um til að verða ekki pirraður út í hina ökumennina.

Hægri beygja á rauðu ljósi: Í Bandaríkjunum og Kanada er almennt leyfilegt að beygja til hægri, jafnvel þótt ljósið er rautt. Varist aðra umferð, að sjálfsögðu, þar sem þeir hafa enn rétt yfir þér ef ljósið þeirra er grænt. Það eru nokkrar staðbundnar undantekningar, svo vertu viss um að fletta upp staðbundnum reglugerðum um þetta áður. Ein athyglisverð undantekning er eyjan Montreal í Kanada. Hér þýðir rautt ljós rautt, sama í hvaða átt þú ert að keyra.

Við þetta bætist: ef þú ert ekki að beygja til hægri er best að halda sig utan ytri-hægri akreinar við umferðarljós, til að víkja fyrir bílum sem vilja beygja til hægri.

Vertu meðvitaður um skólabíla í Bandaríkjunum: Það er merkilegt hversu stíf umferðarlög í kringum skólabíla eru í fylkjunum. Þegar skólabíll stoppar við veginn til að sækja eða koma farþegum af stað verður öll umferð að stöðvast. Flestir amerískir skólabílar eru með skilti og blikkandi rauð ljós til að gera þér grein fyrir þessu, en það sem margir gera sér ekki grein fyrir er að það telur líka til umferðar sem kemur úr hinni áttinni (nema það séu aðskildar akreinar). Viðurlög eru frekar alvarleg, svo ef þú ert í vafa skaltu bara gæta þess að stöðva bílinn þinn. Eins gott að þessir rútur eru skærgular, svo þú munt ekki, ekki sjá þær!

Vertu viss um að lesa þér til um umferðarlög og reglur í ríkjunum sem þú munt fara í gegnum áður en þú ferð. Við viljum ekki að umferðarsekt setji dæld í ferðakostnaðinn þinn.

Ó, og ekki gleyma að forðast að keyra með bundið fyrir augunum í Alabama fylki. Smá pæling hvers vegna þau lög voru eiginlega sett.

Panoramic highway 1 in California, hills on the right with an ocean view on the left

Langar þig að skella þér í road trip núna?

Við getum hjálpað þér að skipuleggja ævintýrið. Skrifaðu okkur og fáðu fría aðstoð.

Skrifa okkur

Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText

Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.