
1. Asía
Við mælum sérstaklega með því að skoða Asíu. Þar er að finna marga ósnortna staðir og einstakar upplifanir sem ekki hafa orðið fyrir áhrifum fjördaferðamennsku. Við höfum valið tvo áfangastaði í Asíu sem eru sérstaklega góðir!
Myanmar
Myanmar, einnig þekkt sem Búrma, opnaði landið sitt fyrir ferðamönnum fyrir aðeins nokkrum árum síðan. Það besta við Myanmar er að maður fær þessa einstöku tilfinningu sem fylgir því að vera í ósnortnu asísku landi sem hefur ekkert breyst þrátt fyrir heimsóknir ferðamanna. Ef þú ert með það í kortunum að fara til fleiri landa í Suð-Austur Asíu þá mælum við með því að enda á Myanmar.
Fólkið í landinu er mjög trúað svo að það er fjöldinn allur af Búdda hofum til þess að skoða, sérstaklega í Bagan þar sem eru að finna um 2.200 Búdda hof! Við mælum einnig með því að skoða Suður-Myanmar, þar er að finna nokkrar af flottustu ströndum heims. Þú getur meira að segja skellt þér í kayak-ferð og ef þú ert heppin/n nærðu kannski að spotta fótspor villtra tígrisdýra. Hafðu þó í huga að það er yfirleitt erfiðara að komast að ótroðnum slóðum eins og Myanmar þar sem ekki er mikið um fjöldaferðamennsku. Best er að fara landleiðis frá Tælandi, sem bíður upp á enn fleiri ævintýri!
Filippseyjar
Filippseyjar samanstanda af nokkur þúsund eyjum þar sem auðvelt er að ferðast til nokkra með flugi en til að heimsækja aðrar þarftu að ferðast með heimamönnum sjóleiðis. Stundum getur þú meira að segja ferðast til eyju og haft hana alveg útaf fyrir þig! Á stærstu eyjunum er ágætis magn af ferðamönnum og þá sérstaklega bakpokaferðalöngum, en það er auðvelt að komast hjá því með því að fara á aðrar eyjar, enda nóg úr að velja. Ef þú ert ekki tilbúin/n í hasarinn við að komast á ótroðnar slóðir í Myanmar, þá er þetta klárlæga næsti bær við, bara en aðeins þægilegri.