“Bangkok er fullkominn byrjunarreitur. Það er líka mjög einfalt að finna ódýra flugmiða þangað frá Evrópu. Ein til tvær nætur í Bangkok er líka frábær leið til að komast yfir flugþreytuna og fá að upplifa þessa iðandi stórborg.
Persónulega, þá held ég að mínir uppáhaldsstaðir séu Angkor Wat í Kambódíu (það er skylda, að mínu mati, að stoppa þar í allavega einn dag ef þú ferð til Kambódíu) og þú ættir líka að koma við á Koh Rong sem er vægast sagt paradísareyja!
Í Víetnam myndi ég segja Hoi An. Þessi litli sæti bær einkennist af heillandi ljóslömpum, litlum ám og er einfaldlega augnayndi. Ef þú ert elskar áhættu þá mæli ég með því að leigja vespu og keyra Hai Van Pass frá Hoi An til Hue. Á leiðinni er hægt að stoppa við Elephant Waterfall en það eru líka ótrúlega mörg önnur falleg stopp á leiðinni.
Ef þú elskar að vera umvafinn náttúrunni þá mæli ég með fjöllunum í Da Lat. Prófaðu að fara á kanó niður árnar þar, það er mögnuð upplifun!
Sa Pa er snilld! Að mínu mati skyldustopp og ég sé enn eftir því að hafa ekki eytt meiri tíma í fjalllendi Norður-Víetnam.
Stórborgin Saigon/Ho Chi Minh City virðist vera í algjöru kaosi fyrstu dagana! Það eru vespur allstaðar! Þegar þú ferð yfir umferðagöturnar, vertu viss um að ganga á sama hraða og innfæddir - þá munt þú komast heilu og höldnu yfir götuna að lokum. Foreldrar mínir áttuðu sig ekki á þessu þegar þau heimsóttu Ho Chi Minh og enduðu á því að vera vinstra megin við götuna allan daginn.
Veðrið hefur mikið um það að segja hvenær maður leggur af stað í ferð um Suð-Austur Asíu. Ef þú ætlar að ferðast yfir evrópsku sumarmánuðina mæli ég með því að þú farir til Balí. Svæðið, bæði Balí og eyjarnar í kring, er sannkölluð paradís! Þú ættir ekki síður að heimsækja nágranna eyjurnar. Mín uppáhalds er Nusa Lembongang, þar sem við keyrðum um á vespu allan daginn og könnuðum eyjuna (næstum útaf fyrir okkur). Viltu prófa að lifa í "póstkorti frá paradís"? Heimsæktu þá Gili Trawangan! Þið sem hafið séð Eat, Pray, Love, ættuð að prófa jóga á Balí. Já, það er jafn draumkennt og í bíómyndinni.“