{{ section.name }} Þjónustuver

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

{{ section.name }} Þjónustuver
Leitaðu að áfangastöðum eða að því sem þú vilt gera...

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Við höfum ferðast um allan heimin og erum því sérfræðingar þegar kemur að ferðalögum. Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig við að skipuleggja draumaferðina þína.

Kynnstu manninum sem er að ferðast um heiminn án þess að fljúga

Travel Festival Thor Once Upon Again

Once upon a saga...

... og söguhetjan er Thor Pedersen frá Danmörku sem er á vægast sagt heillandi ferðalagi. Hann er að heimsækja hvert einasta land í heiminum í einni ferð - án þess að fljúga! Enn sem komið er hefur það tekið hann um 7 ár en þar sem leiðangurinn er að líða undir lok hefur hann tekið sér tíma til að deila með okkur ævintýrum sínum og því sem hann hefur lært.

Hvar er hann staddur í dag?

Thor kvaddi Danmörku þann 10. október 2013 og hefur verið á ferðalagi síðan þá. Í dag hefur hann heimsótt 194 lönd af 203 löndum en er búinn að vera fastur í Hong Kong síðan hann mætti þangað með gámaskipi í janúar á þessu ári. Honum vantar níu lönd upp á til að geta lokið leiðangri sínum um heiminn án þess að fljúga. Það eru Palau, Tuvalu, Vanuatu, Samoa, Tonga, Nýja-Sjáland, Ástralía, Sri Lanka og Maldíveyja.

Hvernig byrjaði þetta allt saman

Ef við förum aftur til 2013, þá var Thor í góðu starfi í flutningaiðnaðinum. Einn daginn rakst hann á grein þar sem hann uppgvötaði að enginn hefur nokkurn tímann heimsótt öll lönd heimsins án þess að fljúga. Fyrir mann eins og hann, sem hafði ástríðu fyrir því að ferðast, vakti þetta áhuga hans en á sama tíma var eitthvað innra með honum sem sagði honum að hann væri orðinn of gamall til að leggja af stað í slíkt ferðalag.

Thor hugsaði málið og einn daginn komst hann að þeirri niðurstöðu að hann vildi vera sá fyrsti í heiminum til að gera það. Hann gerði ráð fyrir því að ferðin myndi taka um 3-4 ár og hann fékk stuðning frá góðum vinum í upphafi. Sá stuðningur hefur verið nauðsynlegur til að koma honum á þann stað sem hann er á í dag og þessum aðilum er hann ævinlega þakklátur.

Tilgangur verkefnisins - og hvernig sá tilgangur breyttist á leiðinni!

Tilgangur verkefnisins var að heimsækja öll lönd í heiminum án þess að fljúga og að sjálfsögðu upplifa öll ævintýrin á leiðinni. Það breyttist fljótt úr því að vera verkefni um lönd yfir í að vera verkefni um fólkið, þar sem allt snérist um að kynnast fólki, menningarheimum og fegurðinni í öllum sínum birtingarmyndum. Tilgangurinn fór með tímanum að snúast um að sýna fólki að það er miklu meira í heiminn varið en það sem við sjáum í fréttunum.

Verkefnið hans Thors hafði um leið umbreyst í "hvatningar verkefni" þar sem hann gefur fólki innblástur til að gefast ekki upp á draumum sínum heldur finna sína ástríðu, hver sem sú ástríða er. En þessi heimsspeki á einmitt mikinn samhljóm með lífsgildum Thors.

Hvernig lítur venjulegur dagur út í lífi einfarans?

Thor vill halda sem flestum möguleikum opnum þegar hann er að ferðast. Þó hann sé samkvæmt skilgreiningunni að ferðast einsamall er hann sjaldnastt einn á ferð. Stundum kynnist hann öðrum ferðalöngum í lestum, í rútum eða á landamærum. Þau ferðast oft saman í hálfan dag, heilan dag eða jafnvel nokkra daga þar til leiðir skiljast.

Í Hong Kong, þar sem hann staddur í dag, segir Thor að fullt af fólki hefur haft samband við hann til að bjóða honum í göngur, partí eða út að borða, eða bara hanga saman og eiga góðar stundir þar sem þau deila þekkingu og sögum. Það vill svo heppilega til að Thor er mjög opinn og félagslyndur. Það er eiginlega nauðsynlegt ef þú ætlar að ferðast um heiminn í sjö ár samfleytt á eigin vegum.

Hann hefur líka notið þeirrar blessunar að margir vinir hafa komið og heimsótt hann á leiðinni. Og já, tilvonandi kona hans á þeim tíma kom að heimsækja hann 21x á þessum árum - meira um það síðar.

Það er ekki eintómur dans á rósum að ferðast

Thor útskýrir að fyrir utan augljósa kosti þess að ferðast um heiminn þá sé líka mikil umsýsla og vinna sem fylgir því. Atriði sem fólk myndi fljótt gefast upp á eftir lengri tíma. Hann nefnir sérstaklega að skipuleggja rútuferðir, kaupa rétta lestarmiða, tímastjórnun, fara eftir kostnaðaráætlunum, þurfa að fara í sendiráðin o.s.frv.. Þetta eru atriði sem taka mikinn tíma. Hans ályktun er að flestir myndu gefast upp á verkefni sem slíku ef þau myndu vita um hið gríðarlega umfang vinnunnar sem liggur að baki.

En Thor er maður með skýr markmið. Markmið sem hann ætlar sér svo sannarlega að uppfylla og krefst mikils sjálfsaga og yfirsýnar. Hann hefur bæði.

"Ég held að flestir myndu kjósa að fara frekar í skoðunarferð, á ströndina eða í casino, ef þau vissu hversu mikil vinna og umsýsla liggur að baki svona verkefni."

Thor Pedersen - Once Upon A Saga

Hvernig heldur þú þig við fjárhagsáætlun ef þú ert að ferðast í 7 ár?

Þetta er klasssísk spurning, hvernig hefur einhver efni á því að ferðast í 7 ár samfleytt? 

Thor er með það markmið að eyða ekki meira en 20 dollurum (2.769 kr) á dag sem nær þá yfir samgöngur, mat, gistingu og vegabréfsáritanir. Já þú heyrðir rétt! Heilir 20 dollarar á dag - það hljómar ekki eins og mikið og myndi aldrei virka fyrir hinn klassíska flashpacker.

Ef þú sýnir sjálfsaga þegar kemur að peningamálum, þá gengur dæmið upp. Thor útskýrir að auðvitað eru sum lönd dýrari en önnur en sem þumalputtaregla hefur hann haft 20 dollara á dag sem markið alla ferðina - ásamt hjálp frá styrktaraðilum og fjölskyldu og vinum. Það kemur samt ekki í veg fyrir að maður geti fengið sér bjór eða kíkt í bíó einstaka sinnum, þá kemur hann til móts við það með því að spara aðra daga. Hann er með nokkur góð ráð þegar kemur að því að fylgja fjárhagsáætlun.

Þegar þú ert að ferðast þá veluru einfaldlega "the chicken bus" í stað þess að taka lúxus rúturnar. Það þýðir engin loftkæling, líklega engir gluggar, mikill hávaði og milljón stopp á leiðinni og það tekur oft 3, 4. eða jafnvel 5. sinnum lengri tíma miðað við dýrari rúturnar... en það er ódýrara!

Þegar kemur að mat, þá er Thor á einu máli. Borðaðu streetfood! Það er miklu ódýrara og ef þú finnur þig í landi þar sem verðlag er hátt farðu þá í matvöruverslun og kauptu þér brauð, ost og tómata og farðu í picnic í almenningsgarðinum.

Gisting getur líka verið mjög ódýr ef þú ert ekki of kröfuharður/hörð. Couchsurfing er einn kostur og hinn væri hostel. Kosturinn við að vera á hosteli er að þú færð oft morgunmat og WiFi innifalið í gistingunni.

Vegabréfsáritanir á annað borð eru dýrari flokkur og geta auðveldlega kostað allt frá 15-200 dollara en þar sem þú þarft ekki að sækja um vegabréfsáritun nema með löngu millibili (yfir sjö ára tímabil í þessu tilviki) vegur kostnaðurinn ekki eins mikið og felur ekki í sér mikinn kostnað per dag.

"Þar sem þú finnur fólk, þar finnur þú samgöngur og þú getur alltaf komið þér frá A til B. Meira að segja í dýru löndunum þar sem fólk er að lifa á litlu. Og já, það er það sem ég er búin að vera gera í sjö ár..."

Thor Pedersen - Once Upon A Saga

Einu sinni í Kongó...

Talandi um samgöngur. Thor hefur upplifað sinn skammt af furðulegum aðstæðum þar sem hann hefur verið að koma sér frá A til B og þá sérstaklega í Afríku.

Einu sinni var hann staddur í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og hafði ákveðið að koma sér yfir til nágrannaríkisins Gabon. Það vildi svo óheppilega til að sama dag hafði farið í gegn þjóðaratkvæðagreiðsla sem leiddi til upplausnar og ótta meðal heimamanna um að ófriður myndi brjótast út í borgum landsins og án þess að hann vissi þá voru allar mögulegar samgöngur uppbókaðar. Eins og hann segir: "Í aðstæðum sem þessum eru vöruflutningarbílarnir dregnir fram!"

Í samvinnu með öðrum ferðafélaga náðu þeir að redda sér tveimur sætum aftan í vöruflutningabíl og eftir að hafa keyrt um misjafna og rykuga vegina voru þeir þaktir ryki og litu út eins og draugar þegar þeir náðu loks á áfangastað. Jafnvel í ömurlegum aðstæðum sem þessum (hans orð, ekki okkar!) getur fæðst eitthvað fallegt. Alveg upp úr þurru byrjaði ein konan á trukknum að klappa saman vatnsflöskum og syngja og áður en hann vissi af voru 40-50 manns aftan í bílnum búin að taka undir og allir sungu saman á meðan sólin settist við sjóndeildarhringinn. Þetta fallega augnablik í þessu fallega umhverfi entist þó ekki lengi. Þegar sólin settist og allir voru hættir að syngja "varð allt glatað aftur". Og þannig gekk það næstu tvo daga aftan á trukknum þar til hann náði á leiðarenda.

Þessi frásögn segir svo mikið um Thor og ferðalag hans. Þarna hefði hann getað valið annan dag og annan ferðamáta en hann ákvað samt sem áður að halda sig við upprunalegt plan og nældi sér þannig í ómetanlega sögu í reynslubankann.

Þegar þú leggur af stað í ferð sem þessa þá eru augljósir ókostir líkt og lýst var að ofan. Það getur verið erfitt og tekið ótrúlega langan tíma. En kostirnir (já, það eru líka kostir) við að ferðast hægt er að þú upplifir land og þjóð á mun sterkari máta en þú myndir annars gera. Þegar þú eyðir meiri tíma í að ferðast færðu meiri tíma í að melta umhverfið þitt á þægilegum hraða - oft í samfloti með ókunnugum sem eru í raun vinir sem þú hefur ekki enn hitt.

Að ferðast hefur verið mikill lærdómur

Thor hefur ekki verið að ferðast stefnulaust síðustu sjö ár. Yfir þessi ár hefur hann safnað gífurlegri þekkingu um hvert einasta land sem hann hefur heimsótt. Þessi þekking og reynsla fær hann til að stressa sig ekki of mikið þegar hann heyrir fréttir frá fjölmiðlum hér heima af hinum ýmsu atburðum erlendis , en hann segir:

"Ég veit að þó að mikið af fólki finni fyrir áhrifum allskonar atburða út í heimi, þá er samt flest allt fólkið í þessum löndum að lifa eðlilegu hversdagslegu lífi. Ég hef ferðast um sveitir þessara landa og fólk er nokkurn vegin eins allstaðar. Mæður elska enn börnin sín, fólk verður enn ástfangið, fólk er enn að taka ljósmyndir til að setja á samfélagsmiðla..."

Ofan á það að hafa þroskað og víkkað hugarfar sitt þá hefur hann eignast RISA tengslanet um heim allan, þar sem fólk getur reitt sig á hann með hjálp í framtíðinni líkt og þau hjálpuðu honum á hans ferðalagi. What goes around, comes around.

Stóra spurningin: Hvað tekur við þegar verkefnið klárast?

Það kemur kannski ekki á óvart en eftir að hafa verið að ferðast í mörg ár liggur metnaður hans í að koma sér fyrir á einum stað þegar hann kemur heim. Hann mun vera giftur eða vera á leiðinni að gifta sig. Honum langar að vera umkringdur vinum og fjölskyldu og draumurinn er að jafnvel stofna sína eigin litlu fjölskyldu.

Takmarkið er einfaldlega að komast heim, draga andann djúpt og njóta þess að þessi ótrúlega langa ferð sé að baki. Njóta þess að bera ekki ábyrgð á því að klára þetta ruglaða verkefni. Að þurfa ekki að finna út úr því hvert hann á að fara næst eða að þurfa að bíða í marga mánuði eftir vegabréfsáritun í næst land.

Það eitt mun augljóslega ekki borga reikningana en til að geta það þá vonast Thor til að verkefnið geti orðið að bók. Það mætti segja að bókin mun sjá um að skrifa sig sjálf þar sem Thor á ógrynni af sögum frá ævintýrum sínum í gegnum árin. Fyrir utan drauminn um að gefa út sögu sína þá hefur hann áhuga á því að vera með spjall og fyrirlestra í t.d. skólum um verkefnið. Það myndi að sjálfsögðu innihalda sinn skerf af ferðalögum.

Þó svo að Thor muni vera fyrsta manneskjan í allri sögunni til að ferðast til allra landa í heiminum án þess að fljúga, viðurkennir hann að hann hafi ekki séð allt. Það er enn nóg af stöðum sem hann á eftir að heimsækja og nóg að hlutum sem hann á eftir að prófa eða sjá. Á bucketlistanum hans finnur þú Galapagoseyjar, Páskaeyjar og Alaska. Ef þú hélst að Thor væri kominn með nóg af því að ferðast þá hafðir þú aldeilis rangt fyrir þér.

Þolinmóð kona bíður heima

Þrátt fyrir að hafa verið á flakki í næstum 7 ár er Thor alls ekki einhleypur. Það kemur líklega á óvart, sérstaklega ef þú tekur það inn í myndina að verkefnið átti upprunalega að vera 3-4 ár en endaði í 7 árum (og er enn í gangi).

En þrátt fyrir það smáatriði að ferðin er búin að standa yfir í næstum áratug þá á Thor unnustu sem bíður hans í Danmörku. Hún hefur heimsótt hann 21x í heildina og Thor er með mjög skýrar reglur. Regla sem hljóðar svo, að hann rakar sig alltaf þegar hún kemur í heimsókn (eins og sjá má á myndinni) en á efstu myndinni sem er nýlega tekin í Hong Kong nær skeggið niður á bringu. Hann hefur ekki hitt unnustu sína í næstum ár. Þrátt fyrir mikinn missi ætlar Thor ekki að gefast upp! Ástæðan er, eins og hann segir fylgjendum sínum: "The Saga must continue..."

Langar þig að hlusta á Thor tala um sín ævnitýri?

Við vorum svo heppin að fá Thor til að halda kynningu á ferðahátíð KILORY 2020, og ef þessi grein er ekki nóg þá mælum við með því að kíkja á kynninguna hans hér. Eina sem þú þarft að gera er að skrá þig (það tekur 5 sek, við lofum) og þú færð strax aðgang að fyrirlestrinum.

Horfa á kynninguna

alt

Hannaðu þína eigin ferð

Vilt þú ferðast um heiminn á þinn eigin hátt? Svona gerir þú það:

  1. Þú setur upp draumaferðina þína.
  2. Við finnum bestu og hagstæðustu valmöguleikana.
  3. Þú færð persónulegt mat ferðasérfræðings.

Við sjáum til þess að ferðaplanið þitt sé ekki út í hött og að þú fáir sem mest út úr peningnum þínum er við deilum okkar ferðareynslu. Þetta er þér allt að kostnaðarlausu og því fylgir engin skuldbinding!

Byrjaðu að hanna þína ferð

Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText

Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.