
Interrail miði er einn lestarmiði sem þú gildir í jafn marga daga og þú velur. Verðið fer eftir því á hvaða aldri þú ert, hversu marga daga þú vilt nota hann, allt frá 4 dögum upp í 4 mánuði, og hvort þú viljir ferðast í almennu farrými eða á fyrsta farrými. Það eru nokkrir valmöguleikar en heilt á litið eru 2 gerðir:
- Lestarmiði fyrir eitt land (One country pass): Þá getur þú valið hversu marga daga þú notar passann í einu landi, Ítalía er vinsæl sem dæmi.
- Lestarmiði fyrir mörg lönd (Interrail pass): Þá getur þú ferðast til 33 landa og valið í hversu marga daga þú vilt nota lestarpassann. Þú getur til dæmis valið nokkuð lönd af þessu 33, eða "go wild" og skoðað öll 33!
Dæmi: Þú kaupir lestarmiða sem virkar í 7 daga í einn mánuð. Þá getur þú notað hann í 7 daga á einum mánuði, eins oft og þú villt í þessa 7 daga. Þá þarft þú ekki að hugsa um að kaupa hvern lesta miða fyrir sig. Ef þú svo missir af lestinni, þá er alltaf önnur í boði, ekkert stress!
Interrail passinn er svo alltaf virkur í 11 mánuði eftir að hann er keyptur, svo þú þarft ekki að hoppa í lestina um leið og þú kaupir hann. Þú hefur 2 valkosti:
Flexi pass: þá kaupir þú t.d. 15 daga miða sem virkar í 5 daga, þá getur þú valið hvaða 5 daga af þessum 15 þú notar hann.
Continuous pass: þá getur þú notað hann alla dagana, t.d. kaupir 15 daga miða og getur notað hann í 15 daga.
Interrail appið!
Það er til app, sem virkar líka offline. Það er ótrúlega hentugt til þess að skoða öll lestarplön og plana ferðina. Í appinu getur þú einnig bókað sæti í lestir sem fara hraðar og bjóða upp á betri þjónustu. Fyrir þær lestar þarf alltaf að bóka fyrir fram og borga aukalega þar sem sætin eru takmörkuð. Frakkland, Spánn og Ítalía eru með margar lestaleiðir sem þarf að bóka fyrir fram, en ekki hafa áhyggjur, það er alltaf annar kostur með ódýrari lestum í boði þar sem þarf ekki að borga aukalega né panta fyrir fram.