Einfalda svarið væri að sjálfsögðu það að leita nýrra ævintýra, kynnast nýjum menningarheimum og að stíga út fyrir þægindarammann. En það veltur auðvitað líka á því hvers konar týpa þú ert.
”Ég er mjög forvitin að eðlisfari og ég finn hvað það hefur góð áhrif á mig að vera þar sem sólin skín. Að sjálfsögðu sakna ég vina og fjölskyldu en ég veit að þau verða alltaf þarna. Ég á það til að fá fljótt leið á aðstæðum og er því alltaf jafn spennt að leita nýrra ævintýra” segir Maja og Sam tekur undir.
“Ég elska að vera í kringum vini mína og fjölskyldu en ég hef alltaf haft þessa tilfinningu eins og ég eigi að kanna nýjar slóðir, uppgvöta nýja hluti og upplifa hvernig er að búa á nýjum stöðum. Já, það getur verið erfitt að vera stöðugt að kynnast nýju fólki en það er ekki jafn erfitt og það er gaman að prófa að búa erlendis. Ætli það sé ekki mismunandi á milli fólks en þegar allt kemur til alls verður þú að finna það sjálf/ur” útskýrir Sam.
Líklega áttu eftir að spyrja þig næst, hvert ætti ég eiginlega að fara? Heimurinn er þinn leikvangur og í rauninni er allt í boði. Það er þó staðreynd að sum lönd henta betur en önnur þegar kemur að Digital Nomad lífsstílnum. En í hvaða löndum finnur þú finnur gott internet, auðfengin visa og getur hitt ferðlanga sem eru í svipuðum hugleiðingum?
Maja á augljóslega sín uppáhaldssvæði:
“Ég hef aðallega ferðast um Suð-Austur Asíu enn sem komið er og ég held að flestir Digital Nomads myndu segja Balí, því það gengur allt svo smurt fyrir sig þar. Það er auðvelt að finna gott WIFi, það er auðvelt að kynnast nýju fólki, falleg náttúra, þú getur ferðast um allt á vespu, nóg af góðum mat og síðast en ekki síst þá er Balí mjög örugg. Ef þú ert síðan til í að gista í lókal heimagistingum þá getur þú komist upp með að lifa mjög ódýrt.”

Fyrir Sam er Asía ekki eini staðurinn sem kemur upp þegar hann hugsar um besta mögulega staðinn.
“Að sjálfsögðu er Asía frábær fyrir Digital Nomads en ég vil líka undirstika að Ástralía og Nýja-Sjáland eru líka lönd sem bjóða upp á góða internet tengingu, náttúrufegurð og nóg af upplifunum. Jafnvel á einangruðustu stöðunum getur þú fundið ýmis konar tækifæri hvort sem það sé að finna nýja vinnu eða vera í fjarvinnu úr tölvunni. Evrópa er reyndar frábær staður sem fólk á það til að gleyma. Sérstaklega ef þú ert frá Evrópu þá getur þú ferðast auðveldlega á milli landa, þú þarft engar vegabréfsáritanir, internetið er frábært og þú getur fundið vinnu auðveldlega. Evrópa er líklega uppáhalds staðurinn minn til að starfa sem Digital Nomad en ég trúi því að þú getir fundið gott internet næstum allstaðar, svo ég myndi ekki einblína of mikið á það."