{{ section.name }} Þjónustuver

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

{{ section.name }} Þjónustuver
Leitaðu að áfangastöðum eða að því sem þú vilt gera...

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Við höfum ferðast um allan heimin og erum því sérfræðingar þegar kemur að ferðalögum. Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig við að skipuleggja draumaferðina þína.

Hvaða ferðatýpa ert þú?

hong-kong-asian-woman-selfie-stick-cover

Hvaða ferðatýpa ert þú?

Það er mjög líklegt að þú hefur eða átt eftir að hitta einhverjar af eftirfarandi týpum á ferðalagi þínu um heiminn. Það getur verið á hostelinu, í ævintýraferðinni, í surfskólanum, í fluginu, á ströndinni eða jafnvel miðjum frumskóginum! En hvaða týpa ert þú?

1. Frjálsa týpan

Þetta er týpan sem elskar að ferðast ein og stjórna ferðinni - hún fylgir vindátt dagsins! Þú átt líklega eftir að hitta hana eina upp á fjallstindi, í afskekktu þorpi eða ráfandi um markaðinn. Hún lifir í núinu og breytir ferðaplani sínu reglulega.

2. Leiðsögumaðurinn

Þetta er týpan sem þarf að hafa stjórn á öllu og veit allt um ferðafélagana sína. Mikilvægasti hluturinn hennar á ferðalaginu er mappa með útprentuðum upplýsingum um flug, afrit af vegabréfum og lista yfir upplýsingar um tengiliði allra - svona til öryggis ef eitthvað skyldi koma upp á.

3. Jóakim Aðalönd

Þessi týpa hugsar aðallega í krónum, evrum, dollurum eða þeim gjaldmiðli sem er notaður hverju sinni. Hún er hún snillingur í að finna allskonar afslættir og ódýr flug ásamt því að vera líklega sú eina sem þarf ekki að hringja heim til að fá smá auka lán.  

4. Hvatvísa týpan

Hún ákvað mjög skyndilega að skella sér í ferðalag og hafði því ekki mikinn tíma til að skipuleggja reisuna. Hún virðist stundum vera svolítið ringluð og ekki alltaf viss um hvert hún ætlar næst. Hún vill upplifa sem mest og því sjaldan sem hún neitar nýjum ævintýrum. Hún á það til að gleyma sér stundum og týna mikilvægum hlutum eins og veskinu og vegabréfinu en á einhvern ótrúlegan hátt þá finnast þeir alltaf aftur.

5. Matgæðingurinn

Þessi týpa velur áfangastaðina eftir matargerðinni. Hún veit allt um matargerð heimamanna - hverjir eru þjóðarréttirnir sem og aðrar minna þekktar matarupplifanir í landinu. Hún lætur engar ferðamannagildrur, sem innihalda matarupplifun, plata sig. Það eru bragðlaukarnir sem stjórna ferðalaginu.

6. Vængmaðurinn

Þessi týpa er einhleyp og hefur einstaklega gott auga fyrir næsta mögulega daðri en af einhverjum ástæðum þá endar hún alltaf sem vængmaður vina sinna. Hún kynnist ótrúlega mörgum öðrum bakpokaferðalöngum en þú átt líklega aldrei eftir að sjá hana byrja daginn á því að koma sér aftur upp á hostelið sitt.

7. Adrenalín fíkillinn

Adrenalín fíkillinn laðast að þeim afþreyingum sem fær hjartað til að slá hraðar. Þetta er týpan sem tekur áhættu og elskar að stíga út fyrir þægindarammann. Hún segir næstum aldrei nei við áskorunum og er að auki einstaklega góð í að fá aðra með sér í adrenalínfull ævintýri.  

8. Ljósmyndarinn

Ef hið fullkomna ljósmyndunar tækifæri kemur upp þá þurfa ferðafélagarnir að bíða - LENGI! Ljósmyndarinn er alltaf til í að fórna öllu fyrir hina fullkomnu ljósmynd, ekkert mál að bíða í nokkrar klukkustundir til að fá rétta ljósið. Hann á ekki eftir að yfirgefa ströndina, fjallstindinn eða þjóðgarðinn áður en hann nær hinni fullkomnu ljósmynd.

9. Menninga nördinn

Þessi týpa þarf engar ferðabækur eða ferðaráð þar sem hún hefur nú þegar lesið allt fyrir ferðalagið. Hún er sú sem vaknar fyrir sólarupprás til að vera örugg um að missa ekki af neinum menningarupplifunum. Dagskráin hennar er þétt og átt þú líklega eftir að þakka henni seinna!

10. Naumhyggju týpan

Móttó hennar er „ef það er ekki pláss í bakpokanaum þá þarf ég það ekki”. Hún kemst auðveldlega af með aðeins tvær buxur og tvo boli. Er svo ekki bara nóg að taka 10 myndir á tveggja mánaða ferðalagi um Asíu? Þetta er týpan sem safnar upplifunum og minningum og er með gífurlegt ofnæmi fyrir snertanlegum hlutum.

alt

Hannaðu þína eigin ferð

Vilt þú ferðast um heiminn á þinn eigin hátt? Svona gerir þú það:

  1. Þú setur upp draumaferðina þína.
  2. Við finnum bestu og hagstæðustu valmöguleikana.
  3. Þú færð persónulegt mat ferðasérfræðings.

Við sjáum til þess að ferðaplanið þitt sé ekki út í hött og að þú fáir sem mest út úr peningnum þínum er við deilum okkar ferðareynslu. Þetta er þér allt að kostnaðarlausu og því fylgir engin skuldbinding!

Byrjaðu að hanna þína ferð

Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText

Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.