Kórónavírusinn hefur breytt lífum okkar allra, bæði í og utan vinnu og það að geta ekki ferðast er sérstaklega erfitt. Við ræddum við Amöndu Dunning, vörumerkjastjóra hjá G Adventures, á ferðahátíðinni okkar 2020 og hún gaf okkur góð ráð um það hvernig það verður að ferðast eftir COVID. Margir hugsa einmitt um það hvernig heimurinn verður þegar þessi skæði faraldur endar.. og það er ekki auðvelt að svara þeirri spurningu. Hér kemur hins vegar okkar hugmynd um það hvernig ástandið gæti orðið.
Mun vera öruggt að ferðast eftir COVID?
Amanda brosir og segir: "Góðu fréttirnar eru JÁ. Það mun einfaldlega vera aðeins öðruvísi og mun krefjast meiri skipulagningu. Þannig það þarf að kynna sér hvern áfangastað aðeins betur en það verður vel þess virði.“