MÁLASKÓLI Í NEW YORK

New York, borgin sem aldrei sefur, er bæði fjölmenn og alþjóðleg. New York málaskólinn hefur alltaf verið vinsæll hjá okkur, en þetta er heimavistarskóli í um það bil 40 mínútna fjarlægð frá Manhattan. Auðvelt er að taka lestina frá Tarrytown niður á Manhattan. Á heimavistinni er allt sem þú þarft á að halda til eiga frábæra dvöl; stór sundlaug, bókasafn, líkamsrækt og frábær aðstaða fyrir nemendur til að hittast. Í skólanum er bæði kaffitería og kaffihús. Í skólanum er sett upp dagskrá í hverri viku sem nemendur hafa val um að taka þátt í. Það er margt skemmtilegt í boði, t. d. að skoða Frelsisstyttuna, Empire State o.fl.
Gisting í New York
Nemendur geta valið á milli þess að gista á heimavist eða hjá fjölskyldu. Flestir velja að gista á heimavistinni þar sem þar er oft mikil stemning og nemendur ná að kynnast mjög vel. Þar er hægt að velja um að deila herbergi með 1-3 öðrum nemendum af sama kyni eða borga aukalega fyrir að vera í einkaherbergi. Þar sem skólinn og heimavistin eru bæði staðsett á campus þá er ekkert mál að koma sér í og úr skólanum. Þeir sem gista hjá fjölskyldu þurfa að ferðast lengra í byrjun og lok dags. Á heimavistinni fá nemendur hálft fæði á virkum dögum (morgunmat og kvöldmat) og hálft fæði um helgar (brunch og kvöldmat). Hinsvegar fá nemendum hjá fjölskyldum fullt fæði um helgar en hálft fæði á virkum dögum.
Hafðu samband við okkur til að fá frekari upplýsingar um málskólann í New York.
Fá frekari upplýsingar