Travelling Classroom er einstök blanda af ferðalagi og spænskunámi á fjórum mismunand stöðum - Panama City, Boquete og Bocas del Toro í Panama og Turrialba í Kosta Ríka.

Sameinaðu ferðalag í Mið-Ameríku við spænskunám og endalaust af fjöri sem hefst í Panama og endar í Kosta Ríka. Í ferðinni munt þú meðal annars versla, læra að elda Mið-Amerískan mat, dansa, fara í zipline, heimsækja fallegu eyjarnar í San Blas, sigla á catamaran og heimsækja Panama Canal, allt á meðan þú lærir spænsku!
Þú munt ferðast með hópi af öðrum ævintýraþyrstum einstaklingum og spænskukennara sem sér til þess að þið sökkvið ykkur í spænskuna þegar þið ferðast í þessar 4 vikur um þessi tvö fjölbreyttu lönd.

Innifalið í ferðinni er:
- Þrjár og hálf vika af spænskukennslu.
- Spænskukennari.
- Morgunmatur.
- Samgöngur á milli staða.
- Kynning á hverjum nýjum áfangastað.
- Vikuleg spænsk danskennsla.
- Vikulegt matreiðslunámskeið.
- Happy Hour drykkir á föstudögum.
- Panama City ævintýri: Casco Viejo / Panama Canal ferð.
- Panama City ævintýri: San Blas Islands (gist í 2 nætur).
- Boquete ævintýri: Canopy Tour (zip lining).
- Bocas ævintýri: Catamaran sigling.
- Turrialba ævintýri: Rafting á Pacuare ánni og gisting yfir nótt í river camp.
Lesa meira um ferðina