Ekvador gæti verið eitt af minnstu löndum Suður-Ameríku en stórbrotin náttúra og litrík menning bætir upp fyrir stærðina. Þetta land er þekkt fyrir suðræna regnskóga sína, ferskt fjallaloft Andesfjallanna, Iguanas á Galapagoseyjum og einnig annasama markaði og vinalegt fólk.
Ef þig langar til Ekvador þá mælum við með því að þú takir þátt í verkefnum sem gera þér kleift að uppgötva landið á dýpri og þýðingarmeiri hátt. Þú getur til dæmis valið um að gerast sjálfboðaliði sem vinnur með dýrum í Amazon frumskóginum, unnið með börnum í höfuðborg landsins eða lært spænsku á sama tíma og þú lærir að surfa? Hér eru okkar tillögur að þremur frábærum verkefnum.
Ég vil vita meira