Goa er minnsta ríkið á Indlandi en það nær aðeins yfir 100 km strandlengju og er frábært upphaf, eða endir, á ferðalagi þínu um Indland. Lífstíllinn er afslappaður og þú sérð brosandi andlit allsstaðar. Goa og Indland bjóða upp á svo margt spennandi að það er ekki hægt að leiðast þar. Njóttu dásamlegs matar og skemmtilega litríkrar menningar, syntu í hlýjum sjónum við pálmatrésstrendur, verslaðu eins og enginn sé morgundagurinn, farðu á markaði til að gera frábær kaup, skoðaðu hinar frægu heilögu kýr og umfram allt njóttu andrúmsloftsins.
Hvað á að skoða í Goa
Ef þú ert að leita að verslun ættir þú að kíkja á markaðina Mapusa og Anjuna. Sá síðarnefndi er þekktur hippamarkaður þar sem þú getur sem dæmi keypt; fallega sari-vafninga, skartgripi, eldhúsvarning og efni, handgerða muni, krydd og það besta er að allt er mjög ÓDÝRT!
Matarmenningin er upplifun í sjálfri sér, ferskur fiskur og skelfiskur er vinsæll og mjög bragðgóður og það sama má segja um fjölmarga karrýrétti.
Nokkrum kílómetrum frá strandlengjunni er höfuðborg Goa, Panaji. Þar til 1961 var Goa undir portúgölskum yfirráðum og sést það á ýmsum einkennum í byggingarstíl. Gakktu um gömlu hverfin Sao Tomé og Fontainhas og upplifðu andrúmsloftið, evrópsk og indversk áhrif, öll í einni dásamlegri blöndu. Panaji er hinn fullkomni staður til að upplifa allar hliðar Indlands; bragð, liti og lykt – allt á einum stað.
Ef þú heldur áfram í nokkra kílómetra austur frá Panaji kemur þú að hinni fornu höfuðborg, Old Goa, en borgin er á heimsminjaskrá UNESCO. Þar er stærsta kristna kirkja Asíu og gröf St. Francis Xavier. Þú ættir ekki að láta heimsókn til borgarinnar framhjá þér fara.
Prófaðu svo yoga og Ayurvedic nudd. Ayurveda er forn meðferð sem hjálpar fólki að opna fyrir líkamlega og andlega velferð sína. Þú getur lært Ayurvedic allsstaðar.
Norður- og Suður-Goa
Goa er skipt í norður og suður og þegar þú ferðast þangað er auðvelt að sjá muninn. Í nokkra áratugi hefur norðurhluti eyjarinnar verið nátengdur hippum, eiturlyfjum og full moon partýum og svo er enn í dag þó svo að þetta sé smám saman að breytast.
Ef þú vilt sjá meira en hippamenningu hefur Norður-Goa frábæra veitingastaði sem og bari og verslanir. Þú getur farið að skoða gamla virkið Aguada sem býður upp á frábært útsýni yfir upptök Mandovi árinnar.
Í Suður-Goa er meiri munaður en þar er andrúmsloftið samt mjög afslappað. Hótelin liggja þétt saman við strandlengjuna og það gera ferðamennirnir í raun líka. Ef þú vilt meira næði ættir þú að fara á Arossim ströndina eða Colva sem eru aðeins lengra til suðurs.
Samgöngur í Goa
Leigubíll er langauðveldasta leiðin til að komast á milli staða en það er líka í boði að taka lest eða rútur fyrir þá sem eru að fara lengri vegalengdir.