{{ section.name }} Þjónustuver

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

{{ section.name }} Þjónustuver
Leitaðu að áfangastöðum eða að því sem þú vilt gera...

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Við höfum ferðast um allan heimin og erum því sérfræðingar þegar kemur að ferðalögum. Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig við að skipuleggja draumaferðina þína.

Road trip yfir USA


Hver í Yellowstone
Sjá sem lista

Lengd

6 vikur

Byrjar í / Endar í

Chicago - Los Angeles

Áfangastaður

USA

Besti tíminn til að fara

Milli apríl og október

Viltu vita meira?
Þetta road trip er frábær blanda af upplifunum í stórborgum og nokkrum af stærstu náttúruundrum Bandaríkjanna. Taktu frá um 6 vikur til að gera þetta road trip almennilega! Það er langur tími, en þú átt tryllt ævintýri í vændum!

Byrjaðu road trippið þitt í Windy City, Chicago, og haltu áfram vestur alla leið í gegnum norðurhluta landsins. Þín bíður Yellowstone þjóðgarðurinn, Grand Canyon, Monument Valley og aðrir fallegir staðir í norðurhluta Bandaríkjanna.

Sameinaðu náttúruundur þessa landshluta með nokkrum af stærri borgum eins og Chicago, Las Vegas og Los Angeles. Fullkomin blanda ef þú spyrð okkur!

Við höfum sett inn bílaleigu bíl fyrir þessa ferð en þú getur breytt honum í húsbíl ef þú vilt, valið er þitt! Það er líka gott að hafa í huga að þú sért með góða ferðatryggingu þegar þú leigir bíl erlendis. Við getum aðstoðað þig við það!

Hvernig eru KILROY road trip?

Við hvetjum alltaf KILROY ferðalanga til að vera forvitna. Ekki keyra bara til að keyra. Stoppaðu þar sem þú getur, farðu niður þröngu hliðargötuna og ekki festast bara í húsbílnum. Kynnstu nýju fólki og kynntu þér nýjar leiðir til að gera hlutina. Kannaðu og vertu opin/n fyrir breytingum - það er þá sem ævintýrin gerast

*Frá verð á mann, miðað við 2 einstaklinga sem ferðast saman eldri en 25 ára. Hafðu samband við okkur ef þú ert aðeins yngri en það - það er ekkert vandamál!

Innifalið
  • Flug til Chicago
  • Gisting í 3 nætur í Chicago
  • Bílaleiga í 5 vikur (Hertz FCAR model)
  • Gisting í 3 nætur í Los Angeles
  • Flug heim frá Los Angeles
  • Bókunargjöld
  • Ráð hjá ferðasérfræðingi
Ekki innifalið
  • Ferðatrygging (en við getum aðstoðað þig við kaup á slíkri)
  • Máltíðir
  • Afþreyingar
alt

Hannaðu þína eigin ferð

Vilt þú ferðast um heiminn á þinn eigin hátt? Svona gerir þú það:

  1. Þú setur upp draumaferðina þína.
  2. Við finnum bestu og hagstæðustu valmöguleikana.
  3. Þú færð persónulegt mat ferðasérfræðings.

Við sjáum til þess að ferðaplanið þitt sé ekki út í hött og að þú fáir sem mest út úr peningnum þínum er við deilum okkar ferðareynslu. Þetta er þér allt að kostnaðarlausu og því fylgir engin skuldbinding!

Byrjaðu að hanna þína ferð

1. Ferðaáætlunin

Heim - Chicago - Chamberlain, SD - Mount Rushmore - Devils Tower - Yellowstone NP - Salt Lake City - Moab & Arches NP - Monument Valley - Grand Canyon - Las Vegas - Los Angeles - Heim

Mundu að þetta er aðeins ferðatillaga fyrir stóru ferðina. Ef þú vilt fá aðstoð við að hanna road tripið að þínum þörfum þá skaltu skrifa okkur og fá fría ráðgjöf. Og eitt enn! Þegar þú ferð í road trip er gott að vera með góða ferðatryggingu, við getum aðstoðað þig við kaup á slíkri.

2. Chicago, Illinois

Þetta tryllta road trip um norðurhluta Bandaríkjanna byrjar í Chicago. Þegar þú heimsækir Chicago ættirðu ekki að missa af körfuboltaleik með Chicago Bulls. Mundu líka að heimsækja einn af mörgum retro blús börum borgarinnar áður en þú sækir bílaleigublíkinn og heldur af stað á næsta stopp í þessari ferðaáætlun.

Pro tip: Gakktu úr skugga um að þú farir yfir Mississippi ána á landamærum Illinois og Iowa inn í "The Real West".

3. Chamberlain, South Dakota

Chamberlain í Suður-Dakóta er frábær staður til að uppgötva land frumbyggja Ameríku. Fyrir utan borgina er styttan „Dignity“ sem er eitt af mörgum táknum hins mikla Sioux ættbálks. Eyddu að minnsta kosti einum eða tveimur degi hér og vertu viss um að heimsækja friðland indjána.

4. Mount Rushmore, South Dakota

Frá Chamberlain heldurðu áfram í gegnum landslag Suður-Dakóta. Hér munt þú að lokum komast að Black Hills og Mount Rushmore National Memorial. Áður en þú kemur hingað ættirðu að ganga úr skugga um að heimsækja Badlands þjóðgarðinn en þar finnur þú stórkostlegt landslag. Þjóðgarðurinn er staðsettur 2 klukkustundum áður en þú kemur til Black Hills með Mount Rushmore.

5. Devils Tower, Wyoming

Frá Black Hills og Mount Rushmore heldurðu áfram vestur. En þú getur ekki keyrt í gegnum Wyoming án þess að heimsækja Devils Tower. Þetta er annað minnismerki. Reyndar var Devils Tower fyrsti bandaríski þjóðarminnisvarðinn sem var stofnaður árið 1906. Devils Tower er staðsettur í Crook County, Wyoming, og er á leiðinni til Yellowstone þjóðgarðsins.

6. Yellowstone þjóðgarðurinn, Wyoming

Við mælum með því að þú ferð inn í Yellowstone þjóðgarðinn um "Beartooth Highway" sem er ein af fallegustu leiðum Bandaríkjanna. Ferðastu aðeins norður frá Wyoming til Montana og haltu áfram niður US Highway 212 frá Red Lodge í suðurhluta Montana og þú endar í Yellowstone þjóðgarðinum. Verðu nokkrum dögum í þessum tryllta þjóðgarði fyrir einstaka náttúruupplifun.

7. Salt Lake City, Utah

Næst er Salt Lake City sem er fræg fyrir, æj þú veist, saltvatnið. Skoðaðu borgina sjálfa og gerðu svo pláss fyrir að minnsta kosti eina nótt á Antelope Island sem býður upp á fallegt útsýni og frábær tjaldstæði við Salt Lake.

8. Moab og Arches þjóðgarðurinn, Utah

Moab er lítill bær í Utah. Þetta er ekki beint staðurinn sem þú munt verja dögunum þínum, heldur á svæðunum í kringum hann! Skoðaðu Arches þjóðgarðinn þar sem eru frábærir möguleikar fyrir gönguferðir og fjallahjólreiðar. Þetta er flottur og fjölbreyttur þjóðgarður ekki langt frá Moab og er alveg þess virði að skoða.

9. Monument Valley, Arizona

Frá einni magnaðri náttúruupplifun til annarrar er þú heldur áfram til Monument Valley í Arizona. Þessi staður er þurr og fullur af sandi en vel þess virði til að ná góðri Instagram mynd! Frá Monument Valley heldurðu áfram í átt að Grand Canyon. Við mælum með að þú ferð inn í Grand Canyon þjóðgarðinn frá Flagstaff. Þar er minni umferð og leiðin er falleg.

10 Grand Canyon, Arizona

Þú veist það líklegast nú þegar... en Grand Canyon ætti samt að vera á listanum yfir hluti sem þú verður að sjá á þessu road trippi. Það er alveg magnað og er vel þekkt sem eitt af mestu náttúruundrum móður jarðar. Frá Grand Canyon stefnirðu í átt að Sin City, Las Vegas, en þú ættir að stoppa í Zion National Park á leiðinni.

11. Las Vegas, Nevada

Áður en þú lýkur ferðalaginu þínu í LA mælum við með því að þú komir við í Las Vegas. Þú ættir að stefna að því að koma þegar það er þegar orðið dimmt úti, svo þú fáir að upplifa allt sjónarspil neonljósanna á meðan þú keyrir niður I-15.

Eftir að hafa skoðað borgina sjálfa gætirðu líka keyrt til að sjá Hoover stífluna um 40 mínútur frá Las Vegas. Sá staður er stórkostleg blanda af náttúru, sögu og eðlisfræði!

12. Los Angeles, Kalifornía

Ljúktu road trippinu með því að reyna að spotta fræga fólkið í Hollywood, heimsókn í Universal Studios og Six Flags Magic Mountain og verðskuldaða slökun á ströndinni í Santa Monica. Við höfum innifalið 3 nætur á uppáhalds hostelinu okkar á Venice Beach þar sem þú getur upplifað hið sanna Cali-vibe. Ekki slæm leið til að enda epískt ævintýri.

Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText

Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.