Google+

Starf hjá KILROY

Starfsmenn KILROY og Kínamúrinn
Viltu starfa hjá líflegu, ungu og alþjóðlegu fyrirtæki? Þú gætir orðið hluti af kraftmiklum og hæfileikaríkum hópi starfsfólks.

KILROY leitar eftir metnaðarfullu og hæfileikaríku fólki sem býr yfir mikilli ferðareynslu. Starfsfólk okkar þarf að geta unnið sjálfstætt, vera jákvætt og taka áskorunum með bros á vör.

KILROY aðstoðar ungt fólk og námsmenn að kanna lífið 

Við erum ungur og kraftmikill hópur með alþjóðlegan fókus. Við erum opin fyrir nýjum hlutum og viljum sífellt læra meira um okkur sjálf og umhverfi okkar. Við þurfum að skilja viðskiptavini okkar og því er mikilvægt að þú hafir sjálf/ur reynslu af því að ferðast um heiminn, læra erlendis eða fara í sjálfboðastarf. Kynntu þér hugmyndafræði KILROY hér.

Þar sem við erum alþjóðlegt fyrirtæki er góð enskukunnátta algjört skilyrði fyrir því að starfa hjá KILROY. Þjálfun og samskipti jafnt innan fyrirtækisins og við birgja er á ensku.

Aðrar hæfniskröfur fara eftir því hvaða starf þú ert að sækja um en hæfni þín og kunnátta mun þróast mikið þegar þú starfar fyrir KILROY. Starfsfólk okkar fær góða þjálfun, fer í námsferðir og vinnur með samstarfsaðilum okkar um allan heim. Starf hjá KILROY gerir þér kleift að þróa hæfileika þína og starfsframa.

Laus störf

Hér fyrir neðan finnur þú upplýsingar um laus störf hjá KILROY.

Svona meðhöndlum við umsóknina þína

Við lesum allar umsóknir. Ef þú sækir um stöðu sem er auglýst munum við alltaf staðfesta að við höfum fengið umsóknina. Þegar umsóknarfrest er lokið munum við  svara umsókninni. 

Almennar umsóknir

Við fáum mikið af almennum umsóknum og munum gera okkar besta til að svara öllum umsóknum um störf sem eru ekki auglýst. 

Hafðu í huga að ef þú ert að sækja um starf sem felst í því að vinna með viðskiptavinum er skilyrði að búa yfir ferðareynslu eða að hafa lært erlendis. 

Hafa samband