Google+

The KILROY Foundation – styður menntun fyrir alla

The KILROY Foundation – styður menntun fyrir alla
The KILROY Foundation er sjálfstæð stofnun (non-profit) með það að markmiði að stuðla að þróun á alþjóðlegum skilningi og auka námstækifæri með því að styðja við skólastarf víðsvegar um heiminn. KILROY foundation framkvæmir þetta í gegnum hjálparstarf sem og námstyrki til fólks á Norðurlöndunum og í Hollandi.

Fyrsta verkefnið sem KILROY Foundation kemur á laggirnar er Sunshine Educare - leikskóli í fátækrahverfi fyrir utan Höfðaborg, Suður-Afríku. 

Von er á fleiri verkefnum tengdu hjálparstarfi, sem og upplýsingum um námsmannastyrki er varðar KILROY Foundation. 

Hvaðan kemur fjármagnið?

KILROY Foundation hefur verið sett upp og fjármagnað af eigendum KILROY International, fyrirtæki sem sérhæfir sig í að aðstoða námsmenn og annað ungt fólk að kanna lífið í gegnum ferðalög og nám erlendis. 

 

KILROY Foundation - Opinber vefsíða
kilroyfoundation.net
KILROY Foundation á Facebook
facebook.com/kilroyfoundation

 

 

 

 

Hafa samband