Google+

Olav - Noregur

Olav í Bangkok árið 2008
Hér getur þú kynnst Olav, hann fæddist í september 1991. Hann fer ásamt Tobias vini sínum í heimsreisu í Oktober 2011 - og verða þeir á ferðalagi í næstum 10 mánuði. Hér geturu lesið betur um líf hans og framtíðardrauma.

Búseta

Osló - Noregi

Líf hans til þessa

Olav kláraði menntaskóla árið 2010. Hann hefur síðan verið að vinna fyrir herinn. 

Faðir Olavs er flugstjóri og þess vegna hefur Olav nú þegar heimsótt þó nokkuð mörg lönd. 

Starf

Akkúrat núna er Olav með sumarstarf hjá hernum. Frá Oktober 2011 mun Olav fara að ferðast aftur um heiminn. 

Í kringum heiminn

Ferð Olavs í kringum heiminn byrjaði í Nepan og endaði í Suður-Ameríku. Á milli þessa tveggja staða kom hann við í Indlandi, SuðAustur-Asíu, Ástralíu og Suður-Afríku. 

Í Ástralíu ætlar Olav að fara leið sem ekki margir fara: í staðinn fyrir að fara upp með Gold Coast ströndinni, mun hann ferðast vestur með fram suður ströndinni. Í Suður-Afríku mun Olav fara í 25 daga ferð landleiðis (overland) þar sem hann mun upplifa alla þá náttúru og villt líf sem Suður-Afríka hefur upp á að bjóða. Annar hápunktur í ferð hans mun vera ganga upp að fyrstu tjaldsvæðunum í Mount Everest í Nepal. 

Framtíðardraumar

Í dag er Olav að einbeita sér að því að ferðast um heiminn. 

Á næsta ári ætlar Olav sér að byrja í læra viðskiptafræði í Bergen. Það gæti komið til greina að taka mastergráðuna erlendis, annað hvort í London eða Bandaríkjunum. Eftir útskrift langar honum mögulega að vinna erlendis í smá tíma. Þar sem Olav er mjög hvatvís þá getur hann ekki séð sjálfan sig fyrir sér í sama starfinu alla sína ævi, í staðinn langar honum að kanna alla þá möguleika sem lífið hefur upp á að bjóða. 

Langar að ferðast vegna þess að

Olaf langar að læra meira um fólk og mismunandi menningarsamfélög í heiminum. Honum finnst einnig það að ferðast geti gefið honum reynslu sem hann gæti nýtt sér seinna.

Lönd sem Olav hefur farið til 

USAThailandChinaEnglandSpainFranceItaly, Austria, Germany, Hungary, Sweden, Denmark, Poland.

Ráð til annarra ferðalanga 

"Ekki einbeita þér að takmörkunum. Einbeittur þér að tækifærunum sem eru í boði. Jafnvel þó þú sért að ferðast til óþekkts lands þar sem engin talar ensku þá eru samt mjög góð þjónusta fyrir ferðamenn á flest öllum þessum stöðum." 

Heimsreisa Olavs og Tobiasar

olav-jorden-rundt.jpg 

Hafa samband