Google+

Jacob - var á ferðalagi árið 1991

Jacob sem ungur bakpokaferðalangur í Ástralíu árið 1991. Fötin hans eru næstum kominn aftur í tísku.
Árið 1991 ferðaðist Jacob um heiminn. Í dag vinnur hann á aðalskrifstofu KILROY í Kaupmannahöfn. Lestu um upplifun hans af því hvernig það var að ferðast fyrir 20 árum síðan.

Búseta

Kaupmannahöfn - Danmörku

Starf

Jacob vinnur sem "Business Area Manager" hjá KILROY. Á mannamáli þýðir það að hann er ábyrgur fyrir því að þróa ISIC brandið í öllum Norðurlöndunum. 

Reynsla hans af bakpokaferðalögum

Jacob Ferðaðist til Tælands og Ástralíu árið 1991. Á þeim tíma vann Jacob í hlutastarfo hjá McDonalds og einn af kollegum hans hafði nýlega lokið við ferðalag um Tæland. Jacob og vinur hans ákváðu að slá til og nokkrum mánuðum síðar voru þeir lagðir af stað. 

Að skipuleggja ferð árið 1991

Það var ekkert Internet árið 1991 þannig Jacob fann ódýran flugmiða með því að fylgjast með smáauglýsingunum í sunnudagsblaðinu. Þegar hann fann loks gott verð varð hann að vera snöggur. Það þýddi að hann þurfti að bíða við símann (á þeim tíma var eðlilegt að bíða í 2-3 tíma) eða mæta á ferðaskrifstofuna snemma á mánudagsmorgni og bíða í röð. 

Þegar þú komst á nýjan áfangastað og að því að það var ekkert Internet þá var mjög erfitt að vita hvar maður ætti að gista. Vinur Jacobs frá McDonalds gaf honum þó einhverjar upplýsingar og sagði honum til dæmis frá Kao San Road í Bangkok. Þar gistu þeir sína fyrstu nótt. Seinna meir fékk hann ráð frá öðrum bakpokaferðalöngum eða treysti heimamönnum til þess að redda sér einhverju ágætu. Ekkert var bókað fram í tímann.  

Menningarsjokk

Jacob virkilega hataði fyrstu vikuna í Bangkok. Honum fannst borgin alltof stór, skítug, menguð og það var bara alltof heitt. Eftir að hann komst út úr Bangkok og í aðeins rólegra umhveri byrjaði hann að njóta sín. Þegar hann kom loks til Ástralíu hafði hann vanist þess að lifa sem bakpokaferðalangur og fannst Ástralía vera frábært land. 

Poste restante og bréfaskrif

Árið 1991 skrifuðu ferðalangar bréf. Að hringja heim var alltof dýrt þegar ferðast var á litlu fjármagni. Jacob segist hafa skrifað í mesta lagi 2-3 bréf til foreldra sinna á meðan hann ferðaðist í þessa 4 mánuði. Vinir og ættingjar gátu svo nálgast hann í gegnum Poste Restante.

Poste Restante er þjónusta sem leyfir viðskiptavinum að senda póst án heimilisfangs. Þú sendir bréfið til aðalskrifstofu í ákveðinni borg með nafni þess sem þú ert að senda til. Þú getur enn í dag nýtt þér þessa þjónustu til að senda póst. 

Besta og versta ferðareynslan 

"Í Ástralíu hitti ég finnsk par sem ætluðu sér að sigla heim til Finnlands. Þeim vantaði auka meðlim og ég ákvað að skella mér með þeim. 

Því miður átti ég ekki samleið með parinu og ég varð að fara af bátnum 3 vikum eftir að ég hafði komið um borð. Þetta var ein besta ferðareynslan því ég vissi engan veginn við hverju ég átti að búast. Á sama tíma var þetta einnig sú versta því ég átti ekki samleið með parinu og það gerðist það sem gerðist. 

Lönd sem Jacob hefur farið til 

Norway, Sweden, Finland, Iceland, Russia, Poland, Estonia, Austria, Germany, Czech Republic, Turkey, Belgium, The Netherlands, England, ScotlandItalySpainFrance,Thailand, Singapore, China, Mongolia, AustraliaUSA, Venezuela and the Caribbean.

Ráð til annarra ferðalanga

"Taktu með þér eins lítið og þú getur. Ég var með bakpoka og tvær íþróttatöskur fullar af dóti. Ég man að ég straujaði 4-5 skyrtur áður en ég lagði af stað. Þegar ég kom til Sydney ákvað ég að skilja mest allt af dótið mitt eftir. Ég notaði svo aldrei þessar vel straujuðu skyrtur."

Hafa samband