Google+

Clare - var á ferðalagi árið 1991

Clare ofan á trukki í Bhaktapur - Nepal
Clare byrjaði ferðaferil sinn árið 1991 og næstu 4-5 ár var hún á ferðalagi með örfáum hléum en þá aðeins til að safna meiri pening til þess að gera ferðast.

Búseta

Kaupmannahöfn - Danmörku. Fædd og uppalin í Englandi.

Starf

Clare vinnur með vörur (ævintýraferðir) og sér um þjálfun í aðalskrifstofu KILROY í Kaupmannahöfn. Þetta þýðir að Clare sér um að hvetja áfram og þjálfa ferðasérfræðinga KILROY í öllum þeim vörum sem KILROY hefur upp á að bjóða. 

Reynsla hennar af bakpokaferðalögum

Clare hefur (næstum) séð það allt. Eftir að hún lauk við bachelor gráðu eyddi hún næstum ári í að vinna á Kibbuts í Ísrael. Hún tók sér svo smá hlé til þess að spara pening en fór svo til Afríku þar sem hún eyddi heilu ári í að ferðast á puttanum á milli staða eins og Suður-Afríku, Zambíu, Namibíu, Mozambík og Malawí. Clare var í Suður-Afríku daginn áður en aðskilnaðarstefnunni lauk. Það hafði lítil áhrif á ferðaplön hennar og í heild voru Afríkubúar mjög spenntir fyrir breytingunum. 

Eftir að hafa ferðast um Afríku á örlitlu fjármagni ákvað hún að fara aftur til London og safna enn meiri pening svo hún gæti ferðast enn meira. Í næstu ferð var stefnan tekinn á austur þar sem hún fór til Hong Kong, Indónesíu, Singapore, Malasíu. Tælands, Nepals, Indlands, Ástralíu og Nýja-Sjálands. 

 "þegar ég kom heim, fékk ég starf hjá ferðaskrifstofu og fór að ferðast í styttri tíma í senn, þegar ég fann mér tíma og peninga. Á þessum tíma ferðaðist ég mikið um Suður-,Mið- og Norður-Ameríku. Einnig sá ég þó nokkuð af Norður hluta Afríku. 

Að skipuleggja ferð árið 1991

"Án Internets voru alls ekki svo margar leiðir til þess að skipuleggja sig langt fram í tímann. Þú gast bókað flugið, en annars þurfturu bara að spila af fingrum fram. Ég held að það hafi verið mun meira af einn-á-einn samskiptum þá. Í hvert sinn sem ég var að ferðast í langan tíma með rútu talaði ég við aðra ferðalanga og fékk þeirra ráð á því hvar væri best að gista og skemmtilegast að gera." 

Samskipti þá og nú 

"Eina leiðin til þess að fá póst frá vinum eða fjölskyldu var á  svokölluðum Poste Restante skrifstofum en þær voru aðeins staðsetta í stærstu borgunum. Ég man að ég ferðaðist alveg frá Namibíu til Cape Town og svo aftur til Zimbabwe, aðeins til þess að geta sótt póstinn minn. Það var nokkuð eðlilegt þá að sjá fólk bíðandi fyrir utan pósthúsið lesandi bréfin síðan, jafnvel grátandi, því þau gátu ekki beðið með að opna póstinn." 

"Póstur var næstum eina leiðin til þess að eiga samskipti; Ég held að ég hafi í mestalagi hringt tvisvar heim á ári. Það var bara of dýrt að hringja þegar maður var að ferðast á mjög litu fjármagni."

clare-poste-restante.jpg 

Besta og versta ferðareynslan

"Ég held að ferðast á puttanum bæði í Afríku og Ástralíu voru einar af mínu bestu ferðaupplifunum. Ég hitti svo ótrúlega ólíkt fólk. Það að ferðast á puttanum var frábær leið til þess að ferðast á þeim tíma vegna þess að þú hittir fólk á mismunandi aldri og það kom allstaðar að. í Afríku var það nokkuð algengt að sjá hvítt fólk ferðast á puttanum og fengum við einstaka sinnum far með hvítu fólki frá Suður-Afríku því það hafði áhyggjur af öryggi okkar og meira segja buðust sumir til þess að leyfa okkur að gista. Við vorum einnig heppinn að fá far með fátækum verkamönnum og rútubílstjórum en þeir gátu gefið okkur meira innsæi í hvernig það var að lifa í því samfélagi sem þeir bjuggu í."

"Ein af mínum verstu reynslum var einnig sem puttaferðalangur. Ég og vinkona mín fengum far með pick-up bíl og bílstjórinn kom með þá hugmynd að hann gæti farið styttri leið. Við byrjuðum að efast um manninn og þegar bíllinn hægði loks á sér stukkum við af, sem betur fer ellti hann okkur ekki heldur hélt bara áfram sína leið, en þetta var nokkuð taugastrekkjandi á meðan þessu stóð."

Lönd sem hún hefur farið til 

Israel, EgyptAustraliaNew ZealandFiji, Tonga, USA (West/East and Alaska), Canada, Singapore, Thailand, Malaysia, Indonesia, Vietnam, Hong Kong (China), Nepal, India, Sri Lanka, South Africa, Mozambique, Zambia, Zimbabwe, Malawi, Ethiopia, Namibia, United Arab Emirates, Panama, Mexico, Guatemala, Belize, Brazil, Chile, Bolivia, Peru, Morocco, Kenya, Tanzania, Greece, Italy, Spain, Czech Republic, Barbados, Austria, Switzerland, Portugal, Republic of Ireland, Finland, Sweden, Norway, Holland, Belgium, Republic of Bophuthatswana (now a part of South Africa), Poland, Hungary and Germany.

Ráð til annara ferðlanga

"Það sem skiptir mestu máli er ferðalagið ekki áfangastaðurinn."

Hafa samband